get ekki einbeitt mér að neinu! skrapp út í miðju bréfi til lalla kallsins, fór með auði að rúnta maður. auður er mega. svo kom ég heim og akkúrat þegar ég labbaði inn í herbergi var sex and the city að byrja. auðvitað verður maður að glápa á það, fylgir hverju fimmtudagskvöldi. hluti af ástæðunni fyrir því að ég féll á síðasta söguprófi... því það var líka á föstudegi, eins og upptökuprófið sem ég er að fara í á morgun. núogöh já á eftir því kom þriðji og síðasti hluti framhaldsmyndarinnar eða þáttarins sparkhouse, sem ég hef auðvitað fylgst með frá byrjun. rosalegur þáttur. get ekki mælt með honum núna því hann er búinn og þá væri ég bara að svekkja lesendur skræbótts kræklings.
eftir að sparkhouse kláraðist settist ég fyrir framan þennan heittelskaða tölvuskjá og lauk við bréfið til háttvirts rektors menntaskólans við hamrahlíð. það var mega. þetta er sleikjubréf... kannski kemur það mér inní mh, hver veit?
fokkin eij.
jæja núna ætla ég að setjast aftur við söguglósurnar hennar auðbjargar. hún lét mig fá megaglósur úr sögu 203! takk auðbjörg! *heiðursorða.
ég þurfti að gefast upp á þessu í nokkrar mínútur því augu mín og hugur leituðu sífellt eitthvert annað en að þessum blöðum og upplýsingum þeirra.
ég vildég væri fugl núna... þá gæti ég flogið yfir akureyri, í gegnum skýjabakkann sem liggur frá botni hlíðarfjalls og næstum því uppá topp, og svo sest uppá toppinn á hlíðarfjalli. svo jafnvel ef mér væri hugur á þá gæti ég bara flogið til reykjavíkur og leitað ásta minna þar.
nei já þetta er nóg. bless kex.
pé ess, toppur er geggjað orð. *heiðursorða.
pé ess tvö, sífellt er líka geggjað orð. *heiðursorða.
pé ess þrjú, mér finnst ennþá geggjað að gera fullt af feitletruðu...
takk fyrir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli