þriðjudagur, júní 15, 2004

jæja. mega. vann bara í fjóra eða fimm tíma í dag... þetta sumar virðist ætla að verða öðruvísi en sumarið á undan sko... en maður veit svosem ekki hvað gerist eftir að hótelið opnar.

ég náði sundmetinu hans stebba í dag... ég var í sundi í þrjá klukkutíma. það er mega. ég veit ekki hvort stebbi var einn í sundi (efa það) en ég var ein og þá finnst mér að maður ætti að margfalda sundtímann með svona einnkommasjöhundruðþrjátíuogtveimur... því þegar maður er einn þá hefur maður ekki spjallfélaga! en mega samt sem áður. núna er ég rauð í framan. eins og rauði bolurinn sem ég er í núna.

mig langar í kók. það er rautt. það er líka kókdós á borðinu mínu. en það er bara botnfylli þar í og hún er gömul. um það bil þriggja daga gömul... alveg eins og afgangurinn af ostabrauðstöngunum frá tiktak sem eru hérna á borðinu hjá mér líka. auðvitað kemur maður með svona klassa heim af laugardagsdjammi.
sérstaklega ef maður hefur nýlokið við að klifra uppá svalir á sjallanum með hjálp söru, til að komast inn. takk sara! *heiðursorða.

jæja. ég ætla að fara að betla. og sækja dagný. sjáumst krakks.

mega er orð dagsins.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008