þriðjudagur, júní 08, 2004

ég er búin að komast að því að það hugsa flestir svona svipað áður en þeir fara að sofa. einhverja atburðarrás. annað hvort velta sér uppúr einhverju asnalegu/fyndnu/vandræðalegu sem gerðist yfir daginn eða hugsa fram í tímann hvernig allt gæti verið... sem er algengara.
maður ímyndar sér svona aðstæður sem maður er í, en það er þarf margt að vera búið að gerast til að maður komist í þessar aðstæður... ímynda sér kannski hvernig það væri ef maður væri með þeim sem maður væri hrifinn af... eða jafnvel sem maður er ekki hrifinn af en fer allt í einu að hugsa svona...
eða kannski framtíðin eftir nokkur ár... einhver búinn að klára skólann og farinn að vinna eða eitthvað... stundum þyrfti svo margt að gerast áður en atburðarrásin sem maður er að ímynda sér gæti átt sér stað og stundum er það óraunverulegt... en samt er atburðarrásin raunveruleg...
þetta er ég búin að heyra... :) þetta er skemmtileg pæling.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008