fimmtudagur, júní 24, 2004

alltaf... alltaf alltaf alltaf alltaf alltaf! kuntAHH!

mig svíður í augun. þreyta? má ske. fara að sofa núna? jább.

var samt að horfa á mynd sem heitir "honey". hún er ekki neitt góð. hún snýst um dans. kroppasjó. mjög eins og bandarísk hollywood myndir eru;
honey bíður eftir hinu eina sanna tækifæri í að komast áfram í dansi og þangað til kennir fátækum thugum að dansa... fær það loksins. kemur í ljós að yfirmaðurinn hennar, sem kom henni á framfæri, er skotinn í henni, en hún vill hann ekki. þegar hún vill hann ekki þá drepur hann ferilinn hennar. hún fer á smá bömmer en ákveður svo að stofna dansstúdíó fyrir dansthugana. ákveður að halda fjáröflun fyrir því. á meðan hún skipuleggur fjármögnunina kemur yfirmaðurinn hennar til hennar á hnjánum og biður um hana aftur því hann er að missa viðskiptavini við að geta ekki útvegað honey sem dansara. hann býðst til að kaupa stúdíóið fyrir hana ef hún kemur aftur til hans að vinna. hún neitar því hún vill geta þetta sjálf. vitaskuld falla allir fyrir danshópnum (thugunum) sem sýna á fjáröfluninni og allir vilja styrkja. hún stofnar dansstúdíó. og auðvitað koma síðan allir viðskiptavinirnir hennar til hennar líka. hún er fræg og góð við gettóið.
uuu allt er gott sem endar vel?
mega.

langdregin og fyrirsjáanleg mynd og ég mæli ekki með henni.

góða nótt.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008