fimmtudagur, júní 17, 2004

hahaha þegar maður kemur heim af megadjammi þá á maður að borða eitthvað djúsí og setja megaspólu á en það er ekki til neitt djúsí hérna! það er ömurlegt... ohhh... þannig að ég fékk mér hafrakodda með mjólk hahha. það er mega sko. það er mjög gott en það er samt ekki djammmatur... haha það eru þrjú emm í röð í djammmatur

megalag sem ég er að hlusta á! they might be giants - birdhouse in your soul! mega rega rosa hressandi lag :D
sko ef maður ýtir á ctrl (sem er takki á lyklaborðinu og ctrl er stytting á control) og tilhliðar takkann (örvarnar sko) þá færist skrifistrikið (strikið sem blikkar þegar maður er að skrifa) yfir heilt orð! og það er ótrúlega sniðugt! og ef maður heldur ctrl inni og örvatakkanum síðan þá færist bara skrifistrikið hratt eins og þegar maður heldur bara örvatakkanum inni þá færist skrifistrikið hratt yfir allt en ef maður heldur ctrl inni á meðan þá færist allt hratt nema bara yfir heil orð í einu í staðinn fyrir bara einn staf! ef þið skiljið þetta ekki lesið þetta þá bara aftur og aftur... og það koma svona svigar til að læra á takkana og ef þið lesið þá bara og lærið takkana þá skuliði prófa að lesa textann yfir og sleppa svigunum af því þeir eru bara til að læra á takkana og ef þið sleppið svigunum þá er meira samhengi í textanum. af því nottla svigarnir slíta í sundur textann sko.

en núna ætla ég að senda lísu sms því hún var að senda mér sms og ég ætla að svara henni og segja henni að þetta sé alveg frábært.
hey svo þarf ég nottla að sækja diskana heim til hennar á morgun eða hinn því ég skildi þá eftir heima hjá henni í afmælinu þegar ég fór niður á græna hattinn. mega.

jæja krakkar mínir. góða nótt og sofið rótt og enga sótt.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008