sunnudagur, júní 06, 2004

ég er að tregðast til að skrifa vegna þess að ég veit að ég á eftir að skrifa svo mikið og ég nenni ekki að byrja á því... ég hugsa að ég skrifi bara ekkert allt... svo er svo margt búið að gerast sem maður má kannski ekkert upplýsa á netinu ennþá... en jæja, here goes.

á föstudaginn vory ýdalir! it was rosalegt! allir blindfullir... nei ég hef ekki hugmynd um það. ég fékk ódýrara inná ballið þökk sé lísu! :D veij... hún fékk aukamiða og seldi hann og leyfði mér að njóta þess með henni að hún græddi... svoo góð. takk fyrir það lísa! *heiðursorða.
ég fékk að leika kærustuna hans stebba hiphop! haha... það var stelpa að elta hann útum allt og honum fannst hún ljótasta stelpa sem hann hafði augum litið (sem hún var ekki en svona eru strákar) þannig að ég fékk þann heiður að leika stelpuna sem átti að fæla hana frá honum! í leiðinni sleikti ég puttann hans og fékk sýkingu í hálsinn... hann er nefnilega eiturheitur! hahaha... jæja. takk fyrir það stefán! *heiðursorða.
símanum mínum var stolið! fokkin eij sko... hann var í vasanum mínum þegar ég fékk bílfar frá tjaldsvæðinu og yfir á ballið. svo hengdi ég jakkann minn upp þegar ég ætlaði að sækja símann í vasann á jakkanum síðar um kvöldið var hann horfinn! sökum þess náði farið mitt heim ekki á mig og ég skildist eftir :) stuð. en það var allt í lagi vegna þess að það var gaman þarna! fokkin eij. *óheiðursorða til þjófsins.

jæja... svo fór hitt farið mitt heim... án mín. því vinkona mín tók með sér voðavoða sædan sdrág heim, sem fékk semsagt farið mitt. :) og lyklarnir mínir voru heima hjá þessari vinkonu minni því ég ætlaði að gista þar :D þannig að sædi góði sdrágurinn fékk farið mitt heim og samastaðinn minn heima :D this is fraybayrt. þannig að ég var vitaskuld föst á ýdölum... takk dagný og skúli! je vous aimez! :D *heiðursorða.
ég endaði semsagt á því að sofa í dollí (bílnum hans kristjáns) með kristjáni! það var ókósý... so truthfully. en takk fyrir gistinguna dollí. *heiðursorða.
krissi pissi sagði mér bara ekkert frá þægindunum í bílnum! lét mig fá eitt þunnt, skitið flísteppi og lá svo sjálfur með eins flísteppi og svefnpoka yfir sér og góðan kodda undir hausnum! þegar ég vaknaði daginn eftir (eða eftir ca. þrjá klukkutíma, sem mér fannst einungis vera svona 20 mín. því ég vaknaði í NÁKVÆMLEGA sama ástandi og ég var þegar ég sofnaði... jafnþreytt og jafndrukkin og svona skemmtilegt, nema bara verr sett í öllum vöðvum líkamans og þá sérstaklega hálsinum) þá fann ég rosateppi afturí! en kristjáni yfirsást að segja mér frá því! frábært kristján, takk :D *heiðursorða.
svo var ég að segja skúla og dagný frá þessu og þá upplýsti skúli mig um enn frekari þægindi í bílnum... hann var víst líka með ýmislegt í bílnum sem kristján gleymdi að segja mér frá. þá má telja upp: svefnpoka, kodda, flíspeysu og svo framvegis... enn meira takk kristján :D svo skarpur. önnur *heiðursorða.

en já okey fokk fokk ógeð! ókey fokk... það er óóógeðslegur kamar á þessu tjaldsvæði! hahaha... og þegar ég fór á klósettið um hádegi (þess má geta að auðvitað settist ég ekki á setuna - eins og stelpum er einum lagið - heldur stóð ég í svona 120 gráðu hnjáboga yfir klósettinu - sem einnig er stelpum einum lagið - og lét reyna á læravöðvana... þið hefðuð gert það sama hefðuð þið séð klósettið), eftir góðan svefn í dollí, þá tók við fögur sjón inná klósetti... ójá ég sá smokkabréf... og smokk... og poll sem hafði lekið útúr smokknum. ÓJÁ SÓÐAR! fokkin EIIIJJJ... mmm þetta var frábært... og olli mér hugarangri hehe. hver ætli hafi verið að verki á þessum sótthreinsaða stað? allavega. takk fyrir það góða sóða fólk. *heiðursorða.
svo auðvitað var leiðinni heitið heim. þar sem kristján var ekki beint ökufær, keyrði hún sólveig ása okkur heim. skiptinemastúlka hahaha... *skjót*. *heiðursorða.
sólveig er brjálaður ökuníðingur! fokkíng fokk... mér hefur verið sagt að ég sé slæm, og fólk hefur orðið brjálað útí mig vegna þess að ég tek öðru hverju óþarfa áhættur. en ég kemst ekki með tærnar þar sem sólveig ása hefur hælana! það get ég sagt. sem dæmi má taka að við vorum að keyra niður víkurskarðið! sem er beygjóttur vegur og svona brattur *geraótrúlegabrattmeðhendinni*. það er semsagt ekki hægt að sjá langt framundan og það er auðvelt að keyra útaf og drepast þarna... samt sem áður ákvað sólveig ása að taka fram úr þremur bílum og vörubíl í einu á leið sinni niður víkurskarðið! fokkin eij segi ég nú bara! :D takk fyrir þetta sólveis ása. önnur *heiðursorða.

nú hef ég ekki meira að segja um ýdali. en ég vil þó segja þetta í tilefni umræðu bergþóru á blogginu sínu, ég held að versta starf í heimi sé að þrífa kamarinn á ýdölum. jább. *heiðurorða til þeirra sem þurfa að þrífa hann.

í gærkvöldi fór maður svo bara í spjallið með hólmfríði helgu og svo í kökupartý til dagnýjar og svo á karó með lísu, dagný, erlu, rönnu og hildi. raggi og gústi mættu svo og skemmtu okkur konunglega (allavega mér og dagný) með frábærum bröndurum sem allir setja í flokk sem ömurlegur handboltahúmor. en ég er svooo ósammála! allir þessir brandarar eru eins og sagðir beint frá mínu hjarta hehe... ég er semsagt búin að finna "húmorsflokkinn minn" og allir segja að hann sé ömurlegur... hehe þetta kemur á óvart. ég og dagný höfum aldrei heyrt að við séum með ömurlegan húmor þannig að þetta er vitaskuld mjög mikið sjokk... uuu nei.

svaf í nótt frá sex í morgun til sjö í kvöld, þeir sem eru á náttúrufræðibraut sjá að þetta eru þrettán klukkustundir... það var gott... kominn tími til langs og góðs svefns... tveir tímar á miðvikudaginn, þrír eða fjórir á fimmtudaginn og þrír í bíl á föstudaginn. núna líður mér vel. en ég væri til í nudd.

jæja. hetjur sem komust alla leið hingað í lestri. afsakið bloggleysið. núna kom vænn skammtur sem bætti upp fyrir þetta. veij.

takk fyrir bless kex.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008