miðvikudagur, ágúst 04, 2004

vá hvað það eiga margir erfitt. á ótrúlega mismunandi vegu. erfitt að eiga erfitt. þá tekur maður eftir þeim sem eiga ekki erfitt og óskar þess að vera í þeirra sporum. það get ég allavega ímyndað mér - þar sem ég veit ekkert um það - þar sem ég á ekki erfitt.

þeir sem eiga ekki erfitt hugsa samt ábyggilega lítið um erfiðleika annarra. ég efast um að nokkur hugsi um erfiðleika annarra. ekki heldur þeir sem eiga erfitt. þeir einblína mjög líklega bara á sín vandamál. flestir einblína bara á sín vandamál. eina ástæðan fyrir því að nokkur vill vita annarra leyndar skástrik vandamál er ábyggilega sú að geta slúðrað um þau.

á þessari stundu dettur mér helst í hug ótrúlega sjálfhverfar litlar gelgjur með folk.is heimasíðu, bloggandi um sæda sdráginn sem þær sáu í kringlunni og eltu uppi flissandi þar til hann sneri sér við og bað um númerið þeirra.
í einni meðalstórri færslu hjá þeim eru sennilega fimmhundruðþúsund púnktar (þá á ég við svona punktalínur sem innihalda svona fimm púntka hver (a.m.k.)) og fimmhundruðþúsundogeinn broskall skástrik blikkukall skástrik fýlukall skástrik einhvern annan kall sem gefur í skyn hvað þeim fannst um það sem þær voru að skrifa.
þeirra stærsta vandamál er sennilega hvernig þær eiga að fara að því að útvega sér fimmtánþúsund kallinn fyrir dísel buxunum sem þær sáu í sautján.

ég vildég væri fugl.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008