sunnudagur, ágúst 08, 2004

jæja. þá er maður enn og aftur kominn heim í heiðardalinn. þetta var ágætiskvöld. ég slóst við dagný. og beit hana í brjóstið. það var mjög gaman. hún kleip mig. ég fæ áreiðanlega marblett eftir klipið.
handfylli? ja maður spyr sig.

viltu serjós?

núna er klukkan níu og ég er ósofin. ég ætlaði að fara snemma að sofa. en ég gerði það ekki. ég ætla samt ábyggilega að horfa á stellu í framboði. fólkið sem ég bý með leigði hana nefnilega á bókasafninu. mig er lengi búið að langa að sjá hana. þessi setning lítur út eða hljómar eitthvað svo málfræðilega vitlaus. ætli hún sé kolvitlaus? ja maður spyr sig. en núna nenni ég ekki að pæla í því. kannski fæ ég ábendingar um gríðarlega villu en þá laga ég hana bara þá... kannski... en kannski ekki samt. kannski verður mér bara alveg sama. þrátt fyrir það að ég sé mjög málfræðilega sinnuð.

jæja bless kegs. eða blæ eins og skotarnir segja (þeir segja það ekki neitt það er bara fyndið að segja "eins og skotarnir segja").

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008