sunnudagur, ágúst 01, 2004

obbosí. þetta vissi ég. í gær (fyrr í dag (bara áður en ég fór að sofa)) þegar ég bloggaði þakkaði ég nokkrum fyrir kvöldið. ég hafði það á tilfinningunni að ég væri að gleyma einhverjum. ég ætla að þakka fleirum:
- björk - fokkin víæpí kærasti! hehe. redder. en þú ert annars nóg, þarf ekki kvöld af skemmtun til að þakka þér.
- þómundur - fyrir að lána jóni tveggjatonna sundlaug til að setja í bakgarðinn sinn.
- auðbjörg - fyrir að byrja kvöldið á ágætis stemningu.

ég er aftur að gleyma einhverjum. skrú ðeeeett æ dónt keeer. baðker. grín.

ég fór að sofa klukkan tvö í dag og vaknaði níu. ég er með vöðvabólgu. það er ömurlegt. ég er líka stíbbluð í nebbanum og með nefrennsli á sama tíma. það er ömurlegt.

reginn er með frjókornaofnæmi (alveg eins og ég) og hann hnerraði án efa tíu sinnum í dag. eða það er smá efi, en efinn nær ekki lengra en það að það gæti hafa verið átta sinnum, en án efa ekki minna en átta sinnum. það er þétt eins og pottur. en það var allavega mjög fyndið að horfa á hann hnerra átta til tíu sinnum. hann og magnús héldu að það væri sextíu prósent fullnæging í hnerra. já... Í DRAUMAHEIMI fíbbl. nei grín. jæja ég er farin að skemmta mér meira í geira skemmtunar.

bless kex (kex verður bráðum viðurkennd kveðja. eins og bæ).

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008