mánudagur, ágúst 02, 2004

æje ithaiggi. (æj ég veit það ekki - með regins stíl)

núna er ég allsvaðalega ánægð með þessa helgi. gærkveldið var kostulegt og ég er megalomaniac ánægð með myndirnar sem ég tók. tók ekki myndir af öllu sem ég hefði viljað taka myndir af, en ég tók myndir af mörgu mjög skemmtilegu. til dæmis manni í jónspotti á adamsklæðunum með rós í hönd. það er nú skemmtilegt. *heiðursorða.
því miður var það samt ekki sverrir. ég náði engri mynd af honum í færri klæðum en maður á að vera í... náði bara einni af honum og þá var hann í fullum klæðum, meira að segja með úlpu og húfu líka.

ég og sunna áttum mjög erfitt með að koma okkur út í gær. við vorum gersamlega myglaðar fastar við náttfötin okkar og þægilega rúmið mitt (sem er reyndar ekki svo þægilegt) og með augun saumuð föst við sjónvarpsskjáinn sem varpaði frá sér friends þáttum.
um tvöleytið að nóttu til (eftir þá aðeins fimm tíma vöku) komum við okkur svo loks út fyrir hússins dyr (hússins dyr minnir mig geðveikt á mús. bæði því mús rímar við hús og því mús er dýr sem er eins og dyr nema með kommu yfir ypsiloninu). þá lá leið fyrst og fremst að kaupa mat fyrir sunnu og nýja filmu í myndavélina mína.
núogöh fórum uppí ka og gengum þar framhjá dyraverði sem hleypti okkur fyrir það eitt að við erum svo sætar að annað er ekki hægt. nei grín. en ég fékk drullutussu stimpil framan á hálsinn á meðan flestir fengu sinn á hliðina á hálsinum sem hægt er að fela með hári. sem er mun betra en framaná. það er ljótt. þetta er samsæri.

ég vil einstaklega mikið þakka loga fyrir góða tíma og örlæti. logi fær eitt stykki af hinum eftirsóknarverðu heiðursorðum skræbótts kræklings fyrir þetta, þrátt fyrir að ég hafi brennt mig á bæði efri og neðri vör. *heiðursorða.

kveð ykkur í enn eitt skiptið með tónum frá göns end róses - nóvemberein. fokk gott lag sko. mæli innilega með því að þeir sem ekki eiga það til áheyrnar hvar sem er og hvenær sem er útvegi sér það á einhvern hátt.
en bless kex.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008