föstudagur, ágúst 20, 2004

jæja. þetta er nú alveg skítt.

mig langar bara að búa á akureyri. óóóó.

mar. segi ég nú bara. mar eftir hvað? mar á sálinni eftir angistina. angist þess að yfirgefa fólkið mitt. ég sakna ykkar. alveg einstaklega leiðinlegt að fara frá mögulega tilvonandi krúttrassgatinu manns. það er það ömurlegasta af þessu öllu saman.
s o s tur. svoooo.

átti samt gott spjall við föður minn í kvöld. því fylgdu nokkur óvænt tár sem voru alls kostar óvelkomin. hann sannfærði mig nokkurn veginn um að ég sé að gera hið rétta með því að vera hérna hjá fjölskyldunni minni. uppbygging. uppbygging er málið. tína saman brotin. greiða úr flækjunni. einfalda lífið. það er allavega á hreinu að leiga á herbergi skástrik íbúð væri svo sannarlega ekki einföldun á lífinu, hvort sem ég þarf á einföldun að halda eður ei.

palli megayndi kom heim frá útlöndum í dag, ásamt fjórum öðrum ungum piltum sem vert er að nefna: gorgeir, guðlaugur, aron og annar palli. párl sædi færði mér ilmvatn í vínrauðum poka. uppáhaldslyktin mín. i will borg you with tykifyre.

þið verðið að afsaka bloggleysi mitt. ég bið forláts. ég er búin að standa í tímafrekum aðgerðum svosem flutningum og undirbúningi skástrik upphafi kvalar og pínu sem felst í 389 kílmómetra fjarlægð frá rúmum. sama rúm? tjah það væri skemmtilegra.
oj þetta kemur á besta tíma NEI (tileinkað stefáni kenndum við tónlistarstefnuna mjaðmahopp (þ.e.a.s. NEI-ið)). fokkíng ömurlegur tími. aaaandvaaaarp.

mér er að takast sló and slólí að koma mér fyrir. eða nei reyndar var ég bara að fá draslið mitt þannig að ég get nú ekki sagt að ég sé mikið byrjuð á því. þarna skaut ég mig alveg í fótinn krakkar mínir. verst að ég er bara ekkert með fætur til að skjóta mig í þannig að þetta orðatiltæki bara gengur ekki við mig.
grín ég er með fætur. heppin.

oh drulluhórumsnið mitt virkar ekki. mitt innan gæsalappa kannski frekar.

en jæja,
kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008