miðvikudagur, ágúst 04, 2004

jæja. þá er ég búin að breyta smá til á blogginu mínu. bara smá breytó smeytó. sést við nána skoðun. kannski opnar maður síðuna og hugsar "hmm... þetta er nú eitthvað skrítið" en fattar ekkert hver breytingin er. en hún er til staðar krakkar mínir. leitið og þér munið finna.
neinei ekkert vera að leita þetta er nú ekkert merkilegt en mjög skemmtilegt mjááámm.

ég er farin að vera smá skotin í mjög einföldu bloggi. bara hvítur bakgrunnur með smá skrauti á (með skrauti á ég við kannski línu sem deilir niður hvar linkarnir eru og hvar færslurnar eru) og svo bara ekkert meir. mjög einfalt. flottur fontur og eitthvað svona.
já þetta er mjög óhefðbundin færsla hjá mér myndi ég segja. ekki er ég vön því að tjá mig hér um hvernig útlit mér finnst flott. en kannski maður ætti að gera meira af því. sýna áhuga í orðum. forðum.

ég fór líka einn eyjó með guddamagg. það var mjög gaman. keyrðum á tvo fugla. ég hef aldrei keyrt á nein dýr á ferðum mínum um landið (eða heiminn) og í kvöld keyrði ég á tvo!
það var rosalegt. við vorum bara chillin and grillin að keyra á pikköppnum og ég var að halla mér fram og horfa á gudda og tala við hann svo leit ég aðeins til hægri (fram á veginn) og þá akkúrat flaug fugl framan á gluggann! rosalegt. og eins og alltaf þá brást ég við með því að öskra og svo hlæja.
hlátur er mjög algeng (of algeng?) viðbrögð hjá mér.
ef einhver er næstum því búinn að lenda í bílslysi þá fer hann í smá svona panik... ef ég er næstum því búin að lenda í bílslysi þá finnst mér það fyndið... mér finnst næstum því allt fyndið.
oft geng ég of langt í gríninu og kem með húmor á stundum þar sem gleði og hlátur á ekki við. þá finnst fólki ég óviðeigandi. og ég get ekki tekið þetta tilbaka. of seint. ekki hægt að spóla til baka og taka yfir þetta atriði. svoleiðis gengur það bara í bíómyndunum. og í back to the future. sem er bíómynd.

en ég og god áttum gott spjall (já ég er ennþá að tala um guðjón, ekki guð... ég tala ekki við guð (ekki það að ég sé eitthvað bitur út í hann og sé í fýlu við hann og tali þess vegna ekki við hann heldur bara trúi ég ekki á hann og sé enga ástæðu til þess að tala við eitthvað sem ég trúi á, það væri eins og að ímynda sér að einhver væri einhvers staðar og tala við loftið... eins og að tala við vegg... tilgangslaust)). við erum bæði hress og jolly og höfum það gott. gott. have it good. fraybayrt.

en ég er ekkert þreytt lengur. komin á varaorkuna eins og reginn segir (komum að því síðar). ég veit samt ekki hvort það er málið. ég vaknaði fyrir tólf og hálfum klukkutíma eftir sextán tíma svefn... en ég svaf samt svo lítið um helgina að það getur svosem alveg vel verið að ég sé orðin alvöru þreytt. og þurfi svefn... og sé orðin það þreytt að ég sé komin á varaorkuna. en núna finn ég samt svona "ég er geegt þreytt en get ekki sofnað"... ég held það sé merki um varaorkuna.

nú komum við að varaorkunni. rain (reginn) var að segja mér að þegar maður er orðinn alveg sjúklega þreyttur þá klárar maður bara orkuna... þá kemur svona klukkutími þar sem maður er á milli svefns og vöku... alveg kexruglaður. hugsanirnar ótrúlega sljóar og þannig... svo kemst maður á varaorkuna. þá þarf maður alveg svefn og er alveg þreyttur, en af því orkan er komin í gang og maður er orðinn pínu aktívur aftur þá er erfitt að sofna. líkamanum finnst ekkert að hann eigi að fara að sofa.
meðan á þessu stendur brennir maður miklu. sem er mjög gott. ég ætla semsagt aldrei aftur að sofa. bara brenna og brenna. án þess að þurfa að hafa fyrir því. þess vegna er guddi svona mjór. og sennilega sveinn þorri líka. þetta eru menn sem sofa mjög óreglulega. og borða ekki hollt.

óléttir unglingar eiga að fara í fóstureyðingar. <- þetta var speki í boði stefaníu. hún var ekki að neinu tilefni.

bless kex.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008