þriðjudagur, janúar 25, 2005

vá ég er í bloggstuði krakkar!

ég var með sögu í huga um daginn sem ég ætlaði að blogga um, en grinch kom og stal sögunni.
já bíddu hún fjallaði um jólin.
nei vá grín fyndin ég.

já ég er plebbmundur sem á eftir að læra. samt ligg ég uppí rúmi með uppáhaldið mitt - fartölvuna mína - og blogga ásamt því að horfa á innlit skástrik útlit með öðru auga.
skilgreining á plebbisma: efnisgreinin hér að ofan.

já ég var að komast að leyndardómi fyndninnar. ég var að tala við tummund áðan og ég var ekki að reyna að vera fyndin og þá var ég bara hevví fyndin.
en mér fannst ég samt ekki vera fyndin. sem sýnir kannski bara lélega skilgreiningu mína á húmor. mig langar auðvitað fyrst og fremst að skemmta sjálfri mér. mjög oft finnst mér ég vera fyndin - en engum öðrum.
eins og eldhúsvörðurinn á ópus (já þið lásuð rétt kæru lesendur, ég fór á ópus - en það var einungis í þeim tilgangi að finna ákveðna persónu) á airwaves. það var mjög gaman að rugla í þeim gaur.
honum fannst ég samt mjög fyndin ég sá það alveg á honum. hann var bara að reyna að halda kúlinu og alvarleikanum sem hann þarf að halda vegna þess að hann er dyravörður .

já ég get svo sannarlega verið fyndin. æji jájá. þegar ég er undir áhrifum áfengis. kannski ég ætti bara að gerast dagdrykkjumaður. með meiru.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008