þriðjudagur, mars 28, 2006

Ég held ég hafi ekki séð svona mikinn snjó síðan ég bjó á Siglufirði '94. Svei mér þá.

Skólinn byrjaði hjá mér klukkan átta í morgun og lauk klukkan fjögur. Á þeim tíma settist ég sex sinnum uppí bíl og keyrði ýmist uppí skóla eða heim. Það leið mest einn og hálfur klukkutími á milli ferða, samt þurfti ég að skafa snjófarg af bílnum í hverri einustu ferð.
Það bara hættir ekki að snjóa!

Bonnie Tyler er töff.

fimmtudagur, mars 23, 2006

Jæja. Ég mætti í skólann í dag. Það var ekkert merkilegt. Allt í lagi svosem.

Ómar er rauðhærði sambýlingurinn minn.

Hann man ekki:
-eftir að loka skáphurðum
-eftir að ganga frá sokkunum sínum
-eftir að ganga frá hlutunum á réttan stað inná baðherbergi
-eftir að ganga frá lyklunum sínum á góða staðinn
-hvað hann gerir við lyklana sína
-margt sem hann er beðinn um að gera
-uppskriftir
-eftir að ganga frá handklæðum
-eftir að ganga frá fötum (óhreinum og hreinum)

Hann á um alla íbúð:
-glös
-sokka
-handklæði
-yfirhafnir
-alls konar drasl sem hann spáir ekki í að ganga frá
-föt

Hann kann vel að meta:
-morgunkornið Gullkorn
-samlokur
-hamborgara
-lasagne
-sjónvarpsþáttinn Arrested Developement
-bjór
-White Russian
-kvikmyndina The Big Lebowski
-tónlist af ýmsu tagi
-appelsínusafa
-ananas
-skyr
-að fara í sturtu og fara beint uppí rúm án þess að þurrka sér
-sjónvarpsþættina Family Guy og American Dad
-nef (einkum dýranef og mitt nef)
-mig :) (score)

Hann kann ekki svo vel að meta:
-Hagkaup (hann vann þar)
-fólk sem rignir uppí nefið á
-The O.C. og Desperate Housewives
-Nip/Tuck (vegna ógeðsins)
-þegar tölvan hans virkar ekki
-að fara í sturtu á morgnana

Hann er frábær vegna þess að:
-hann segir mér að ég sé sæt
-hann segir mér að ég sé falleg
-hann er fyndinn
-hann er fróðleiksmoli í tónlist
-hann pyntar mig á krúttlegan hátt (aðallega kitl)
-hann gefur frá sér ótrúlega fyndin og krúttleg hljóð
-hann getur gleymt því að annað fólk sé á staðnum og látið eins og lítið barn eða krúttlegt dýr
-hann vildi að hann gæti breimað til að sýna hvað honum líður vel
-hann elskar að kúra með mér
-hann er rauðhærður


Krúttó.

laugardagur, mars 18, 2006

Nú er ég búin að liggja uppi í rúmi í sólarhring og sjö klukkutíma, samt veit ég ekki ennþá hvað almennilegur svefn er.

Líkamlegt ástand:
-Hiti.
-Verkir í augum (vegna hita).
-Beinverkir (vegna hita).
-Þvalleiki (vegna hita).
-Höfuðverkur í miklu magni.
-Endalaus hósti (heyrist meira að segja svona kurr í lungum við andardrátt).
-Snýtingar á u.þ.b. hálfrar mínútu til mínútu fresti (ekki ýkjur - er búin að fara með svona tvær klósettpappírrúllur á tæpum sólarhring, þó nota ég aldrei meira en þrjú bréf í einu snýti (oftast samt bara tvö)).
-Vægt þursabit (vegna hóstakasts sem ég fékk sem olli því að bakið læstist og allir vöðvar stífnuðu upp).
-Kuldi en samt sviti (sbr. þvalleiki).
-Bragðskyn að miklu leiti horfið.
-Ótrúlega mikil þreyta og löngun í svefn.

Vá, excellent.

Áhrif líkamstöðu á líðan:
-Sitjandi eykur höfuðverk og bakverk, dregur úr nefstíflu og auðveldar snýtingar og hósta en hósti er þó vondur fyrir bakið.
-Liggjandi á bakinu er vont fyrir bakið, dregur úr hausverk, veldur stíflu í báðum nösum ásamt nefrennsli, erfiðar snýtingar og hósta.
-Liggjandi á hliðinni er besta staða fyrir bakið, veldur stíflu á þeirri hlið sem ég ligg, dregur úr hausverk, erfiðar snýtingar og hósta.
-Liggjandi á maganum er vont fyrri bakið, erfiðar hósta, hausverkur er misjafn, snýtingar erfiðar, nefrennsli mikið.
-Standandi drepur bakið svo ég labba um eins og mörgæs eða gamalmenni, snýtingar vondar fyrir bakið, hósti vondur fyrir bakið, nefrennsli mikið en engin stífla, hausverkur mikill.

Even more excellent.

Á morgun verður þriðji dagurinn sem ég missi úr vinnu og heimalærdómi. Þar fór önnur helgin í röð í veikindi.

Vill einhver plís lækna mig?

miðvikudagur, mars 15, 2006

Erða blogg eða?

Hvað þýðir það ef fólk er slefandi? Þá á ég ekki við hefðbundið slefandi eins og lítil börn gera áður en þau læra að halda munnvatninu uppí munninum á sér.
Ég myndi giska á að slefandi fólk væri heimskt, í óhefðbundnum skilningi. Það er samt víst ekki rétta merkingin. Ég held að orðið slefandi geti bara haft fullt af merkingum.

Mig langar svo mikið að fara að sofa en ég á eftir að klára einn hlut og gera hluta af öðrum hlut áður en ég fer að sofa.
Það er svo langt síðan ég hef getað farið að sofa fyrir miðnætti án samviskubits. Ég bara hreinlega get ekki beðið eftir föstudeginum eftir viku og tvo daga. Þá get ég farið að sofa og sofið út daginn eftir og gert voðaleg lítið þann dag.

Líddu hraðar, tími.

Eða nei, annars, þá hef ég enn minni tíma til að gera það sem ég ber skyldur til að gera. Ekki líða hraðar, tími.

Bleeess.

*Bætt við eftirá:*

Ég get orðið brjáluð á þessum helvítis staðfestingarkóðum á blog.central! Djöfulsins ógeð! Fokkhellsjitt!
Viljiði plís taka þá út, þið sem hafið vald og gáfur til þess?

Takk fyrir.

þriðjudagur, mars 14, 2006

Æj, ég fékk allt í einu svona Belgíu reminiscence. Belle and Sebastian er í spilun í löngu og mig langar til Belgíu að knúsa Tim og Stan og Seline og Sanne og skoða fugla og skoða fjörur og drekka ótrúlega góðan bjór alla daga. Ekki það að ég hafi hlustað á Belle and Sebastian þá. Belle and Sebastian er bara svo ljúf tónlist sem minnir mig á góða tíma. Og reyndar af einhverjum ástæðum minnir þessi tónlist mig á Eels og þar af leiðandi Tim.

En hvað Belgíudvölin var einn skemmtilegasti tími lífs míns. Ég, Stefán, Sigurður og Olga. Great times.

Það er ótrúlega mikið að gera í skólanum núna. Ég hef ekki tíma til að anda. Jú, ég get andað á meðan ég geri allt. Nema kafa í vatni. Þá get ég ekki andað.

sunnudagur, mars 12, 2006

Ég köttur. Nei. Ég er froskur. Ég er ástfanginn. Ég svíf um á bleiku skýi.

Kannast einhver við þetta? Haha. Bólbræður maður. Lol.

Já, ég er veik. Ómar er ekki búinn að gera heitt kakó handa mér. Hann keypti samt nammi handa mér. En kirsuberið ofan á rjómann, er (þ.e.a.s. til að toppa veikindin) að ég er á túr, með túrverki. Ömurlegt.

Ég ætlaði að flytja í dag, en ég er veik. Ég ætlaði að lesa Sjálfstætt fólk (aftur) í dag, en ég er veik. Ég ætlaði að pakka í dag, en ég er veik. Ég ætlaði að læra helling í dag, en ég er veik. Ég var beðin um að vinna í kvöld, en ég er veik.

Ég er með bólgna eitla og allt.

Þetta var færslan um Veiku-Stefaníu.

þriðjudagur, mars 07, 2006

Úff ég hef þurft að hemja mig svo mikið undanfarið í fannálum. Mig langar svo að tjá mig um svo margt og svo persónulegt, sem kemur kannski ekki öllum þeim við sem lesa bloggið mitt.

Það dynja á svo miklar breytingar í lífi mínu og hátterni. Ég er orðin heilög.
Nei, grín.
Ég á helling af ást sem ég vil endilega dreifa um svæðið. Ég er líka endalaust glöð. Ég held að það sé vegna þess að ég finn innilega fyrir góðum afleiðingum áðurnefndrar (þarsíðasta færsla) naflaskoðunar. (Naflaskoðun er ótrúlega skondið orð með kjánalega merkingu).

Ég er ein af þeim sem stend mig nánast alltaf að því að efast um heilindi fólksins í kringum mig. Ég túlka líka oft pirring fólks sem persónulega árás á mig. En viti menn, undanfarið hefur það bara voðalega lítið, jafnvel ekkert, angrað mig.
Ég held að það sé vegna þess að ég þarf ekki á heilindum manna að halda lengur, nema þeirra sem ég þekki mjög vel og veit hversu heilir eru. Ég treysti ekki lengur fólki sem hefur ekki gefið mér góðan grunn að trausti. Ég treysti ekki lengur fólki sem hefur gefið mér einhverja ástæðu til vantrausts. Fyrst og fremst treysti ég ekki lengur á fólk sem hefur ekki gefið mér góðan grunn að trausti. Þetta gerir lífið hreinlega auðveldara, vegna þess að þá er engin þörf á að treysta á neinn nema sig sjálfan. Það er langbest að treysta ekki á neinn nema sjálfan sig vegna þess að ég veitég sjálf get allt sem ég vil, ef viljinn er fyrir hendi. Klisjur eru klisjur af ástæðu sjáið til.
Hið síðara, þetta með að hafa ekki lengur áhyggjur af því að ég hafi gert eitthvað á hlut fólks ef það sýnir mér ekki glaðlegt viðmót á móti mínu innilega brosandi fasi (jú, víst, ég er alltaf glöð (uu)), held ég að hafi lagast vegna aukinnar trú á mér sjálfri og vegna þess sem ég var að tala um áðan, ég þarf ekki á öðrum að halda. Þar af leiðandi þarf ég ekki á samþykki annarra að halda ef ég veit að ég gerði ekkert.
Ég firri mig nú reyndar ekki því að þurfa stundum á samþykki annarra að halda. Ég er kræf á álit annarra, en gleði mín stendur ekki lengur og fellur með gleði annarra. Það er stórkostlegt.

Þetta vil ég þakka þeim Ölmu námsráðgjafa, Sigrúnu, Ómari, pabba mínum kæra, Sunnu Dís og multifleira fólki. Takk allesammen.
Rassgat. Lol.

Heilagir menn eru skondnir. Oft svo kjánalegir. Eins og t.d. heilagur Ágústínus. Hann stundaði einu sinni hóruhús. Svo hætti hann því og varð ástfanginn af guði.
 

© Stefanía 2008