föstudagur, janúar 21, 2005

hahahha. ég er í svo miklu hlátursskapi.
ég er líka nýbúin* að borða yfir mig í kaffitímanum. hvernig er það hægt? kaffitíminn er alltaf svona þar sem maður borðar geðveikt lítið. eina brauðsneið eða eitthvað.
já nei ég borðaði:
-tvær og hálfa ristaða brauðsneið með smjöri, osti og heimagerðu rifsberjahlaupi sem er geðveikt gott.
-finn crisp sesame svona kringlótt stórt þykkt kegs/hrökkbrauð, veit ekki hvort þið þekkið það, með osti.
-finn crisp veitekki svona langt mjótt, með osti.
-fimm maryland kegs.
-tvo bolla af heitu kakói.

sjitt haha svo óeðlilega mikill matur fyrir kaffitímann. ahahha. æji. já stefanía - megrun. flott mál.

nei já ég ætlaði samt að segja eitt sérstakt í þessari færslu.
ég er aldrei fyndin - það er svo sorglegt. ég er alltaf bara þessi sem hlær hahaha. æji. ég vildi að ég væri fyndin.
stundum finnst mér ég samt vera fyndin. og þá hlæja stundum sumir. en oftast er það bara af því að brandararnir eru svo ömurlegir að það er fyndið eða ég er svo asnaleg að hlæja að sjálfri mér.
hahha.

mig vantar svona einkatíma frá þorsteini guðmundssyni eins og jamie kennedy fékk í ofurömurlega þættinum op.
reyndar hef ég bara séð hálfan þátt - en hann var ömurlegur.
nema einhver fyndinn vilji taka mig að sér? í smá kennslustund.

ég auglýsi hér með eftir húmorskennslu og verafyndin-kennslu.

ég auglýsi líka eftir kvöldmat.
pabbi ætlar að hafa súra hrútspúnga, hákarl, kindakæfu eða hvað sem það heitir, harðfisk og svið.
sjitt ég bara þetta er ógeðslegt.
ég labbaði inní eldhús.
-"jæja stefanía! nú verður sko þorramatur og þú ætlar að fá þér súra hrútspúnga og svið!" sagði pabbi og það hlakkaði virkilega í honum þegar hann sagði þetta - svo mikið að hann nuddaði svona saman höndunum og horfði geðveikt mikið á mig með geðveikt ákaft bros.
-"nei pabbi ég held ekki." sagði ég og hló að ákefð föður míns.
-"hvah! borðarðu ekki svið?! þú hefur gott af þessu! súrir hrútspúngar eru það besta sem þú færð! fullt af próteinum!" sagði pabbi og greip um púnginn á sér á meðan hann lýsti próteinmagninu yfir. svo auðvitað brosti hann mjög ákaft.

æji fokk það er kominn matur. oh lyktin.

björgun væri fín.

takk fyrir.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008