föstudagur, september 29, 2006

Ég er ekki lengur á föstu.

Aftur sami orðaleikurinn. Classic. (Soldið Stebbalegt að segja classic).

Ég þakka stuðninginn, kæru lesendur. Mér líður mér vel, alveg endurnærð. Voða hress og kát og með breyttan lífsstíl.

Það sem er núna á döfinni er tvítugsafmælið mitt. Vilja velunnendur vinsamlegast taka frá laugardagskvöldið 7. október því þá á ég afmæli og þá ætla ég að halda uppá það. Þeir sem eru töff, skemmtilegir, mér líkar við og þeim líkar við mig á móti mega koma. Aðrir ekki. Töff? Jebb.

Ég þarf að fara í klippingu og ég hef ekki hugmynd um hvar menn láta klippa sig í Reykjavík. Mig langar bara að fara til Guðnýjar minnar. Vilja allir þeir sem eiga góðan klippara segja mér frá honum. Ef hann klippir á mannsæmandi verði.

Ath. ég auglýsi hér með eftir góðum klippara á ágætis verði!

Life is good, krakkar. Vá hvað mér líður vel. Æðislegt að búa hjá pabba, innan seilingar við mömmu.
Frábært að hafa Palla, Björk, Sigrúnu og Sunnu á næstu grösum.
Skólinn gengur vel. Stærðfræði er ógeðslega skemmtileg.

Ég er búin að vera the chick at school who isn't in this school-gellan uppí Menntaskólanum Hraðbraut. Það er farið að vera hálfvandræðalegt.

Málið er að Sigrúnin mín er í Hraðbraut (Palli líka - sem er æði því þau eru búin að kynnast og það er svo gaman því þá get ég verið með þeim saman) og ég mætti þangað eitt kvöldið með stærðfræðibækurnar mínar, að beiðni Sigrúnar, til að vera til staðar ef hana vantaði dönskuhjálp. Sem og ég veitti henni. Það kom á daginn að það er bara svona heldur en ekki þægilegt að læra þarna og ég hef verið iðin við það síðan. Ásamt því að veita Sigrúnu aðstoð mína í hinum ýmsu fögum (aðallega dönsku og stærðfræði).
Í gegnum þetta er ég auðvitað búin að kynnast nokkrum krúttum í bekknum þeirra Sigrúnar og Palla og í kjölfarið mætti ég í bekkjarteitið þeirra, sem Palli hélt heima hjá sér.
Lúser? Ég veit ekki sko. Ég skemmti mér allavega konunglega og fólk virtist ekkert haga sér við mig eins og við geitung sem það vill losna við úr húsinu sínu.

Ég mæti oft uppí Hraðbraut í hádeginu til að hafa félagsskap yfir máltíðinni minni, voða gaman. En fólk lyftir brúnum þegar ég segist ekki vera í skólanum.

Málið er kannski pínu að Sigrún og Palli eru dugleg við að bjóða mér með, sem er voða krúttó. En ég held að ég verði að fara að finna mér aðra vini en skóla sem ég er ekki í.

Eftir hálftíma fer ég í húðhreinsun og verð sjúskuð og sæt alla helgina. Ég ætla að gera ekkert, drekka ekkert, mála mig ekkert og borða ekkert óhollt. Fimmuna.

Já og ég óska Dagnýju og fjölskyldu innilega til hamingju með nýjan erfingja.

Lærdómsmoli dagsins: Hjálpsemi og jákvæðni borgar sig. Í alvöru!

Bless.

mánudagur, september 25, 2006

Ég er á föstu.

Haha.

Ég er að fasta. (Gaman að snúa útúr.)
Eg er samt ekki að fasta þannig að ég bara borða ekkert í tvær vikur eða eitthvað - eh, no, no.
Sjö daga prósess.
Fyrstu tveir dagarnir byrja á próteindrykk með hörfræolíu (sem er mjög hreinsandi og losandi), berjum (sem afeitra) og sojamjólk. Restina af deginum má ég bara borða grænmeti - það þýðir auðvitað enga ávexti, engan sykur, enga drykki aðra en grænmetisdrykki án aukaefna, einfaldlega ekkert nema grænmeti. Jú svo á ég að drekka mikið, mikið vatn og soldið af sérstöku grænu tei, sem er afeitrandi og vatnslosandi. Æði.
Næstu þrjá daga byrja ég daginn á svokölluðum ógeðsdrykk sem er virkilega losandi og hreinsandi. Hann inniheldur tvo desílítra af volgu vatni (sýð vatn og blanda það svo með köldu), tvær matskeiðar sítrónusafi (lime gengur), tvær matskeiðar ólívuolía og fjórar til fimm teskeiðar epson-salt (sem er virkilega sterkt og losandi salt).
Glöggir vita auðvitað að þessi drykkur blandast ekki mjög vel saman (vatn, olía, salt? Eh, nei). Viðbjóður segi ég. Vegna þessa tel ég það heimskulegt að smakka drykkinn fyrir innbyrðingu, því drykkurinn veldur ógleði og miklum kúgunum (að kúgast => nafnorð kúgun? Tjah, ég hreinlega veit ekki). Drykkurinn verður því væntanlega erfiðari drykkju ef pása er gerð á milli sopa.
Það sem ég geri er að grípa fyrir nefið og þamba í einum sopa (nokkrir sopar auðvitað, en þið vitið hvað ég á við). Sjæse man.
Í gærmorgun og morguninn þar á undan fékk ég góða hvatningu frá öðrum heimilismeðlimum sem klöppuðu eftir að ég lauk drykknum. Það er virkilega hvetjandi og ég mæli með að slíkt fólk sé viðstatt ef þið ákveðið að skella þessum drykk í ykkur.
Morguninn í morgun var hins vegar erfður. Þegar kom að því að drekka ógeðsdrykkinn mikla þá voru heimilismeðlimir farnir til vinnu og skóla. Ég fékk því enga hvatningu í morgun.
Orð fá ekki lýst hversu illa gekk að drekka. Nei, nú ýki ég. En það var samt erfiðara; ég kúgaðist miklu meira eftir drykkinn heldur en hina tvo dagana þegar ég fékk hvatningu. Fyrir utan það að ég var oft nálægt uppgjöf.
Þetta hófst þó.
Eftir drykkinn góða er mælt með því að fólk jafni sig í smá stund áður en það fær sér svo fyrrnefndan próteindrykk.
Restina af deginum er það bara vatn, vatn, vatn og ákveðnir grænmetissafar. Mér hefur hingað til gengið illa að drekka þessa grænmetissafa. Þeir eru viðbjóður.
Gulrótasafi og rauðrófusafi - dæmi hver fyrir sig. Bðöh.
Þess vegna hef ég svosem litla næringu fengið nema í próteindrykknum í byrjun dags og er alltaf svöng. Ömurlegt. Haha.

Í dag er sumsé síðasti dagurinn án matar.

Síðustu tveir dagarnir
eru eins og tveir fyrstu - bara grænmeti. Ég hlakka til að borða.

Þessi fasta er ekki til þess gerð að léttast og grennast heldur að hreinsa líkamann (sem ég efast ekki á nokkurn hátt um að hún geri). Ég nýtti tækifærið og hætti að anda að mér eiturefninu nikótín sem fæst úr svokölluðum Capri-sígarettum.
Ekki það að ég hafi verið dugleg við það - en það var farið að aukast undanfarið. Það er bannað.

Ég er farin að sitja yfir fólki sem borðar á meðan ég drekk vatn. Good fun everyone.

Ciao. (Haha, ciao minnir mig á sögu sem ég segi kannski í næsta bloggi.)

þriðjudagur, september 19, 2006

Ég uppfærði linkana mína. Svo margt af þessu liði sem var norðan heiða er það bara ekkert lengur. Núna ýmist sunnan heiða eða í útlöndum. Það er því komið í flokkinn "Fyrrverandi norðan heiða".
Þar fyrir utan bætti ég honum Kristjáni Einarssyni vonandi upprennandi stórbloggara og stærðfræðingi í linkana. Hann er að læra stærðfræði í HÍ, sem er ekki norðan heiða, hann er því einnig í flokknum "Fyrrverandi norðan heiða".

Fróðlegt og skemmtilegt.

Í öðrum fréttum:

Það er gaman að segja frá því að næstu tvo daga eftir að ég drap minn fyrsta geitung, drap ég einn á dag. I'm on a roll. Ég er ánægð með mig, satt að segja. Annar þeirra féll meira að segja þegar ég var undir áhrifum áfengis, aðeins á öðrum skónum og með hinn að vopni. Töffarinn ég.

Ég er búin að skila einu heimadæmasetti í hvorum stærðfræðiáfanganum og fara í próf í öðrum.
Stæ403; heimadæmi: 10; próf: 8,5.
Stæ503; heimadæmi: 9.


8,5 er ekki tíu, eins og glöggir lesendur vita. Ég hefði viljað tíu, eins og ákjósanlegt þykir, en það gekk því miður ekki eftir. Ég reyni að afsaka þetta fyrir sjálfri mér með því að segja: "Prófið var úr námsefni fyrstu þriggja vikna, ég missti af fyrstu einni og hálfri vikunni (fyrir skólans sakir, ekki mínar)."
Þetta er ágætis sárabót og ég ætla bara að gera betur næst. Það má svosem líka alveg segja frá því að meðaleinkunnin var fall - mín einkunn er sumsé u.þ.b. tvöföld meðaleinkunnin. Það er ágætt. Samt ekki tíu.

Eins og mamma sagði alltaf - maður á ekki að bera sig sig saman við þá verri. Það gildir um allt sem þið getið fundið til; þá sem eru latari - á hinum ýmsu sviðum, drekka meira, borða meira óhollt, baktala meira, o.s.frv. Gott mottó? Ég held það.

Stæ503 prófið er á morgun. Can't wait (not). Læra í allan dag. Það er gaman þegar það gengur upp, en það er leiðinlegt þegar sama dæmið, eða sama tegund dæmis, heldur manni strönduðum svo klukkutímum skiptir.

Óskið mér góðs gengis, lesendur góðir.

Í lokin ætla ég að skella inn örfáum vel völdum myndum frá undanförnum helgum:



Victor að skammast og ég soldið hrædd (allt í plati samt).





Mestu harðjaxlar í heimi (ekki allt í plati). (Ég er með öðrum þeirra í klúbbi.)





Kærustuparið sem er eins. Þessi bjórsopi á sama tíma var tilviljun í alvöru. Nafna mín og Heimir.





Sara er soldið mikill töffari. Þarna var hún að öskra á einhvern fyrir að voga sér að horfa á hana. Hún gerir það stundum, ekki alltaf samt.





Síðast en ekki síst, ég með einu öðrum meðlimum SSB-klúbbsins. Það er frekar V.I.P. sko, sorrý.

Fyrir utan þessar myndir er ég búin að setja inn myndir frá menningarvökunni á Akureyri, sem var æðisleg. Þær má nálgast hér. Svo er ég búin að setja link hérna til hliðar líka, krakkar mínir.

Verið sæl að sinni og lifið heil (að sinni - eða nei bara alltaf).

þriðjudagur, september 12, 2006

Fokkíng pirrandi maður.

Ég var að setja myndir inn á tölvuna mína. Alltaf þegar ég geri það þá eyði ég þeim útaf minniskortinu í myndavélinni í leiðinni. All right.

Næsta skref: Nota Photo Resize Magic til að minnka myndirnar aðeins til að þær séu ekki svona huge og það taki styttri tíma bæði að setja þær á netið og skoða þær á netinu. Ég kýs að halda samt upprunalegu myndunum alltaf og setja þær sem ég er að minnka í aðra möppu.

Hmh í fyrsta skipti áðan frá því ég byrjaði að nota þetta forrit kogsaði það eitthvað agalega og yfirskrifaði bara allar stóru myndirnar með minni myndunum. Ekki nóg með það heldur minnkaði forritið myndirnar allar þrisvar eða fjórum fokkíng sinnum! Oh! Nú eru þær allar pínulitlar og ég á engin aukaeintök af þeim. Fokk hvað þetta er pirrandi.

Þetta voru Freyjulunds06/tvítugsafmæli Anítu og Arnars/Króniku-myndirnar. Glaaaatað. Ég er ógeðslega sár og leið núna.

Önnur saga:
Í dag kom ég heim úr skólanum til að fá mér hádegismat (var uppí skóla að læra - duglega ég) og var orðin svöng í samræmi við það. But no, þegar ég var búin að taka fram matinn sem ég var að fara að útbúa mér (komst ekki lengra) þá birtist allt í einu feitasti geitungurinn maður! Andskotans vitleysa.

Ég geitungahrædda (sem var þó stungin í sumar og komst þar með að því að ég er allavega ekki með ofnæmi) henti bara öllu frá mér þar sem ég stóð og stökk af stað inn í stofu þar sem ég lokaði mig af í tvo klukkutíma á meðan ég ýmist reyndi að fá manneskjur til að koma heim til mín að drepa geitung sem væri að koma í veg fyrir að ég gæti matast eða manaði sjálfa mig upp í að gera það sjálf.

Á endanum náði ég í hársprey og fjórbrotið Morgunblað og gerði mig klára í slaginn. Eftir fjórar tilraunir til að fara inn í eldhús að leita að honum en hlaupa alltaf aftur út þegar ég heyrði suð, stóð ég fyrir utan eldhúsið og fylgdist með og hlustaði eftir honum. Ég sá hann á endanum og beið þar til hann stoppaði á einum stað.

Þá laumaðist ég að honum með hárspreyið og spreyjaði á hann í a.m.k. eina og hálfa mínútu á meðan ég horfði á hann veikjast - þar til hann bærði ekki á sér nema fyrir tilstilli krafta spreysins. Þá tóku við u.þ.b. þrjátíu högg með Morgunblaðinu.

Þetta er árangurinn:





Afrek. Afrekið mitt. Fyrsti geitungurinn sem ég hef þorað í. Djöfulsins hetja sem ég er.

Ég var með of hraðan hjartslátt í svona 5 mínútur eftir þetta, skjálfhent í svona 7 mínútur og var upptjúnnuð og stressuð í svona hálftíma. Ég mæli ekki með geitungadrápum - þau geta valdið hjartaáföllum.

Thank you for me. Later.

fimmtudagur, september 07, 2006

Ég sá hvítan húsbíl á ferð minni um Miklubrautina sem bar nafnið Kvítur. Haha. Og ekki bara á númeraplötunni, heldur var hann sérmerktur með nafninu Kvítur. Haha, mér fannst það fyndið.

Já. Nú er ég semsagt að taka áfangana stærðfræði 403 og 503. Stærðfræði 503 er að mestu heildun, eða tegrun, sem byggir á deildun, eða diffrun. Stærðfræði 403 er sirka helmingur diffrun - og sá helmingur er kenndur á seinni hluta annarinnar.
Rökfræðisnillingar sjá út úr þessu að ég er í vondum málum í stærðfræði 503 þar sem hann byggir á seinni hluta stærðfræði 403, sem ég er hreinlega ekki búin með.

Fokk.

Nei, nei. Ég redda þessu. Ég er strax farin að hlaupa aðeins fram úr kennslunni í 403 og næ þannig að undirbúa mig svona létt fyrir 503. En þetta þýðir held ég samt að ég mun vera eftir á í 503 þar til dómsdagur kemur (lokapróf) og ég verð búin með báða áfangana alveg.
Þess vegna var ég jafnvel að velta fyrir mér að spyrja kennarann (ef kennaraeinkunnin verður ömurleg alla önnina) hvort ég fái að taka 100% lokapróf.

Af hverju í veröldinni er ég að blogga um þetta? Jú, vegna þess að þetta er ég og ég er bara þannig að gerð að ég elska að ræða um ekki neitt. Svona eins og Seinfeld.
Ég finn alltaf rosalega samkennd með karakterunum í Seinfeld þegar þeir taka heilan þátt í að fjalla um eitthvað eins ómerkilegt og "the Big salad" eða brauðið sem ég man ekki hvað heitir sem pabbi George kom með í matarboð en gestgjafarnir gleymdu að leggja það á borðið með matnum svo hann móðgaðist og ákvað að taka það bara hreinlega með sér heim aftur. Oh, hvað hét aftur brauðið? Err eitthvað. JÁ! "The Rye". Hahaha. Fyndið.

Vá hvað það er gaman að vera komin aftur til svona margs fólks sem ég þekki.
I'm lovin' it.
Ég elska samt ekki McDonalds. Ég man ekki hvort ég er kannski búin að blogga um það áður, en ég tók ákvörðun um það um daginn að sniðganga McDonalds og KFC. Dýrameðferðin á þessum stöðum er viðbjóðsleg. Ég veit að sumir segja þá: "Já, ætlarðu þá ekki að sniðganga Nike og fleiri vörumerki fyrir slæma meðferð á fólki?" o.s.frv.
Það getur vel verið að einn daginn komi að því, en þetta er allavega skref í rétta átt.
Það getur enginn dæmt mig fyrir að taka ekki allan pakkann í einu; það er þó betra að taka einhver skref í rétta átt - þótt þau séu ekki stór - heldur en að taka engin skref. Það segir sig sjálft.

Jæja, ég er farin að læra.

Adios, mes amigos.

þriðjudagur, september 05, 2006

Totally nýjar myndir mættar á svæðið. Hróaskeldumyndirnar. Tékkið á þeim hér!

Svo í framtíðinni ef ykkur langar að skoða þær þá er líka kominn linkur á þær hér til hliðar á vinstri væng.

Núna verður Einar glaður. Gjörðu svo vel og njóttu félagi.

Gleði og hamingja.
 

© Stefanía 2008