miðvikudagur, janúar 19, 2005

er kominn tími á blogg? tjah maður spyr sig. kannski ef ég hefði eitthvað að segja.

en hef ég það nú yfirleitt? umræðuefnisskortur hefur aldrei komið í veg fyrir endalausar umræður hjá mér.

gaber er víst orðið. allir kúl sem segja gaber. oh mh er svo mikill snobbskóli. það er svo ógeðslega mikið af óskrifuðum reglum. þetta er eiginlega að gera mig geðveika. fyrst er þetta voða gaman og svona - svo verður þetta bara þreytt. þetta fokkíng emmháíngasnobb.
það kraumar alls staðar eitthvað baktal og laumulegar athugasemdir um alla. ég veit að baktal er alls staðar og því miður eldist fólk aldrei uppúr þessu sjitti eins og maður heldur þegar maður er lítill - en emmhá er svo troðið af þessu.
það er svo mikill klíkuskapur og "égerbestur"-hugsun þarna. ó vá sérstaklega sviðsmenningin í norðurkjallara. þar er einhver mesti nöðruskapur sem ég hef komist í kynni við. fólk stendur ekki einu sinni við bakið á vinum sínum. það eru engin mörk.

kannski er þetta svona mikið bara í norðurkjallara. kannski er þetta alls ekki annars staðar. ég verð allavega að viðurkenna að þeir sem ég hef kynnst sem staðsettir eru utan norðurkjallara eru ekki í þessari eilífu baráttu um toppsætið á vinsældarlistanum. en það er málið innan veggja kjallarans. og þeir sem helst yfir hópnum tróna, eða eru næst toppsætinu sem barist er um með laumulegum bitum ásamt kjafti og klóm, eru allra verstir.
það fólk lifir eftir þeirri sannfæríngu að koma vel fram við fólk í byrjun til að kynnast fólkinu - því það er jú kúl að þekkja sem flesta - en um leið og kynnistinu er lokið þá er næsinu lokið - nema auðvitað teiti eða aðrir nytsamlegir hlutir fylgi næsinu. svona gengur þetta til þess að halda vinsældunum. já eða "vinsældunum". þrátt fyrir að vera kannski með þessu móti á margra vörum og boðslistum þá efast ég um að traustið eigi sér sterkar rætur hjá fólkinu.
mjólkaðu á meðan þú getur er ábyggilega mottó norðurkjallarabúa.

oh. pirrandi.

*þessi frásögn á sér enga stoð í raunveruleikanum.
jú.

*engir ákveðnir aðilar voru hafðir í huga við ritun.
ok.

nei ég meina bara tsjilliði á baktali, útilokun, illgirni, ah fokk og svo framvegis.

mig langar samt að telja upp nokkra sem mér finnst alveg einstaklega góðar manneskjur og hreinar og ég tengi ekki við fyrrnefnda hluti:
jón ká.
olga.
íris.
hildur ploder.
hrafnhildur óðríks.
finnur húfumaður.
jón ragnar.
hjörtur úlfur.
tumi.
ásta márusdóttir
haffi metalgaur.
sandra óðríks.
hhelga.
þóra.
védís.
inga skáti.
katla.

pant ekki gera listann lengri. ekki taka því þannig að mér finnist fólk sem er ekki á listanum ömurlegt - en þetta fólk finnst mér standa uppúr í hreinni framkomu, hreinskilni og vinafestu. svo er auðvitað alltaf sá möguleiki fyrir hendi að ég sé að gleyma einhverjum. sorrý.
á móti má reyndar segja að ég þekki meirihlutann af þessu fólki ekkert ofboðslega vel - en svona kemur það mér fyrir sjónir.

takk fyrir.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008