laugardagur, október 29, 2005

feminismi
ég er orðin svo þreytt á því að þurfa að útskýra þetta orð fyrir fáfróðum einstaklingum sem gefa manni svip þegar maður segist vera feministi og þeim sem fussa og segjast sko ekki vera feministar. það er svo sorglegt og leiðinlegt. að segjast vera alls ekki feministi er að segjast vilja alls ekki jafnrétti!
það gerir mig svo reiða þegar fólk segir þetta því það er einfaldlega að auglýsa fáfræði sína - ég er nokkuð viss um, eða vona það allavega, að flestir vilja jafnrétti. það eru bara ekki allir sem gera sér grein fyrir því hversu mikið það vantar uppá til þess að jafnrétti verði og þess vegna fussa þeir.
svo eru bara þeir sem hafa látið fordóma heimska fólksins gegn orðinu feministi, hafa áhrif á sig og fatta ekki að orðið feministi/-ismi ber einungis jákvæði merkingu.
það er bara misskilningur að feministar séu kvenrembur.

feminismi er ekki stefna eins og hægri og vinstri! feministi er orð yfir þá sem vilja jafnrétti! hver getur verið á móti þeirri stefnu?

steinunn rögnvaldsdóttir, ritstjóri, kommúnisti og feministi með meiru skrifaði frábæran pistil á bloggið sitt, kommunan.is/steinunn, þann 25. október, sem kveikti í mér.
ég legg til að þið lesið þennan pistil eftir hana því að ég vænti þess að margir muni finna hugarfari sínu lýst þarna.
ef ekki, þá munu þeir a.m.k. fá smá mynd af hugarfari þeirra réttþenkjandi.

fimmtudagur, október 27, 2005

mig langar svo að hlusta á kiss með prince núna.
ég get það ekki af því ég á það ekki og ég finn það ekki á soulseek. en leiðinlegt.
í staðinn les ég textann og syng með, mér til mikillar skemmtunar.

það var gaman á airwaves.
á miðvikudeginum gerðist ekkert merkilegt því við komum seint og það voru raðir alls staðar svo við beiluðum eiginlega bara á flestu merkilegu.

á fimmtudeginum var svaka stemmari. man ekki hvað gerðist merkilegt.
daníel ágúst gerðist merkilegur og björk guðmundsdóttir stóð við hliðina á mér og horfði á daníel ágúst.
það var skrýtið.
daníel var geðveikur. frábær tónlist og svalur á sviðinu.
fimmtudagurinn var ágætur. eða bara nokkuð góður.

föstudagurinn var awesome. fékk brúna hjá ömmu (legend kaka sem amma lára smíðar alltaf og hefur gert í mörg (h)ár (hoho)). vinsæl innan fjölskyldunnar sem og utan hennar.
kíktum á nokkrar sniðugar hljómsveitir á nasa. þar fór fremst í flokki dr. disco shrimp. sniiilld. "you are just a rækjusalad! i'm from reykjavík, iceland, the best country in the world and i'm a hrokagikkur!". svooo flott sko.
við héldum svo tímanlega (of kannski) í hafnarhúsið að sjá juliette and the licks (hápunktur kvöldsins/hátíðarinnar?). það er hljómsveit sem juliette lewis fer fyrir. það var allsvaðalegt skal ég segja ykkur. hún er getnaðarleg. ég náði nokkrum góðum myndum af henni að spóka sig á sviðinu sem munu brátt stíga fæti á síður veraldarvefjarins.
eftir juliette hottie var förinni heitið í þjóðleikhússkjallarann, en vegna áhrifa sumra í hópnum komum við við (viðviðhoho) á pravda að sjá tvíeyki sem kallar sig plat. rosalega flottir gaurar og artí í þokkabót.
nei bara smá grín, svakaflott - air-inspíreraðir (gaman að búa til íslenskt orð úr ensku orði).
þegar við komum í þjóðló sáum við lokin á ske - silvía nótt og gummi í kvöldþættinum komu skemmtilega á óvart.
hljómsveitin stranger steig á svið á eftir ske og var flott líka - mátti alveg heyra smá pulp-áhrif í söngvaranum.
jagúar var awesome. spiluðu heillengi og aldrei dauður punktur. svo hressandi gaurar.

saturday night, the big date night, saturday night, sa-tur-day-night (friends-fólk ætti að kveikja hérna).
byrjaði með bláa lóninu. virkilega kósí.
á þessu kvöldi var hápúnktur hátíðarinnar. gusgus-tónleikar. guð minn góður og allt sem er öllum heilagt þau voru svo flott. (fyrirgefið ef ég særði blygðunarkennd einhverra með því að leggja nafn guðs við hégóma).
og vitiði hver kíkti í heimsókn? enginn annar en gusgus-prinsinn (prinsinn segi ég!) daníel ágúst. hann er búinn að vera týndur í mörg ár og hefur aldrei viljað dvelja lengur í hljómsveit en daga hennar sem lítið fræg hljómsveit.
daníel ágúst sá og sigraði þessa hátíð stórfenglega. svalur allan tímann, virkilega myndarlegur maður (staðreynd sem ómar er mér ekki sammála mér með).
en þessir megahottiekreisíklikk tónleikar áttu sér stað eftir þrjá og hálfan tíma í biðröð fyrir utan nasa. ekki grín. ég var marin. í mesta troðningnum gat ég virkilega lyft löppunum mínum uppí loft og dinglað á þrýstingnum sem var á allar hliðar efri parts líkamans. mjög gaman sko. andrúmsloftið í röðinni var mjög sérstakt.
biðin var þess virði að sjá gusgus.

þess má alveg geta að nokkurn veginn hvert sem litið var þetta kvöld og kvöldið áður, var jóna að ganga eða nýbúin að ganga. skemmtilega truflandi sjón.
þess skal líka getið fyrir foreldra - og annað fólk sem gæti haft áhyggjur af því - að ég nýtti mér þessar jónur ekki.

já og ég vil endilega koma því á framfæri að stefán stefánsson hinn ágæti meðlimur gusgus - öðru nafni president bongo eða bara ananas gaurinn - tók það skýrt og greinilega fram á tónleikunum að það er svo sannarlega ekki gössgöss eins og margir bera nafnið fram. gusgus meðlimir eru íslenskir og nota íslenskt u, framburðurinn er gusgus!

mestan hluta hátíðarinnar var ég í fylgd ómari og hans liði, ég vil bara þakka þeim fyrir góða skemmtun og samveru. hressandi lið.

mesta eftirsjáin: að hafa ekki komið fimm mínútum fyrr á laugardagskvöldinu, áður en brjálæðisröðin myndaðist sem allir tróðu sér í.
ég missti af helvítis bang gang.
tár.

jæja. þakka fyrir mig.

myndir koma innan skamms.

ess (upphafsstafurinn í nafninu mínu og einnig framburður latmæltra á orðinu bless).

péss. sunna dís á afmæli eftir 47 mínútur. merkilegt það.

mánudagur, október 24, 2005

áfram stelpur

í augsýn er nú frelsi,
og fyrr mátti það vera,
nú fylkja konur liði
og frelsismerki bera.
stundin er runnin upp.
tökumst allar í hönd
og höldum fast á málum
þó ýmsir vilji aftur á bak
en aðrir standa í stað,
tökum við aldrei undir það.

en þori ég vil ég get ég?
já ég þori, get og vil.
en þori ég vil ég get ég?
já ég þori, get og vil.


og seinna munu börnin segja:
sko mömmu hún hreinsaði til.
já seinna munu börnin segja:
þetta er einmitt sú veröld sem ég vil.


áfram stelpur standa á fætur
slítum allar gamlar rætur
þúsund ára kvennakúgunar.
ef einstaklingurinn er virkur
verður fjöldinn okkar styrkur

og við gerum breytingar.
atkvæði eigum við í hrönnum
komum pólitíkinni í lag
sköpum jafnrétti og bræðralag.

áfram stelpur, hér er höndin
hnýtum saman vinaböndin
verum ekki deigar dansinn í.
byggjum nýjan heim með höndum
hraustra kvenna í öllum löndum
látum enga linku vera í því.
börnin eignast alla okkar reynslu,
sýnum með eigin einingu,
aflið í fjöldasamstöðu.

stelpur horfið ögn til baka
á allt sem hefur konur þjakað
stelpur horfið bálreiðar um öxl.
ef baráttu að baki áttu
berðu höfuðið hátt og láttu
efann hverfa, unnist hefur margt.
þó er mörgu ekki svarað enn:
því ekki er jafnréttið mikið í raun,
hvenær verða allir menn taldir menn
með sömu störf og líka sömu laun?


lag: gunnar edander. texti: dagný kristjánsdóttir og kristján jónsson

flott lag.
góður dagur.

endilega lesið textann. hann er flottur.

bless.

mánudagur, október 17, 2005

feeling good.

ég er mjög brosandi í þessum töluðu orðum.
björk og ómar gera mig glaða á þessari sekúndu.
hey.
björk hringdi í dag og ég gleymdi að hringja?
eða hringdi ég og gleymdi að hringja?
eða gleymdi hún að hringja?

já ég man núna hvernig þetta var. ég skulda sko engum fokkíng símtal (grín ég er ekki svona hörð).
ég sakna þín samt björk. þú ert æðisleg.
(ég veit alveg að ég get sagt þetta hérna á fannálnum (tekið úr heimspekitíma í dag (ásgeir, ari og tryggvi fatta) og björk fær samt að vita þetta. bæði útaf því að ég held hún viti alveg að mér finnst hún frábær og líka útaf því að ég veit að hún les fannálinn minn á endanum).

ómar gerir mig líka glaða.
hann er svo skemmtilegur.
vitiði hvað? ég er geggjað ánægð að hafa hann. ég vona að allir upplifi svona ást einhvern tímann á ævi sinni. nema þeir sem eru vondir, þeir eiga það ekki skilið.

vá hvað ég er væmin. en eins og alltaf er mér alveg sama.

mig langar svo að gera eitt sem ég hef gert áður en ég þori því ekki því það er svo hættulegt. ekki líkamlega, það er bara hætt við að særa fólk.
kannski veit einhver hvað ég er að tala um. ég efast samt um að nokkur fatti hvað ég er að rugla.

hey af hverju tala ég ekki í stikkorðum. ég les geðveikt fá blogg sem eru ekki skrifuð í stikkorðum. þess vegna ætti ég kannski að skrifa í stikkorðum - svo einhver lesi bloggið mitt.

þetta er svo hress færsla! en gaman.

ég held að belle&sebastian séu að spila smá hlutverk í gleði minni. svo hressandi diskur maður (ég er að tala um the boy with the arab strap - ef einhver skyldi vilja ná í hann og/eða hlusta á hann til að skilja gleði mína).

það kennir mér einn kennari sem skrifar svo rangt að ég veit ekki hvað ég heiti. ég veit það samt. but you know.
hann skrifaði t.d. eyturlyfjaneysla í dag. ojbara.

ég kann svo að meta fóbíu hildigunnar fyrir rangt stafsettum orðum.
ég er með þessa fóbíu líka. hún er ekki í eins miklu magni og sokkafóbían mín eða tyggjófóbían mín samt.
ég reyni yfirleitt að hemja mig í oj-um, hildigunnur gerir það ekki. það er gaman. það er gaman þegar sannleikurinn í stafsetningu og fallbeygingu kemur fram.
ég hika nú samt sjaldnast við að leiðrétta fólk.
ég hetjaheld að nokkrir geti staðfest það.

vá i'm on a role.
role minnir mig á rolla.
sem er það sama og kind.

ég ætla að kötta á þetta í dag.
allavega á þessu augnabliki, hver veit nema maður bloggi bara aftur á eftir?
tjah, kemur í ljós.

ég faldi óviðeigandi forskeyti í textanum (ekki dónalegt, bara passar ekki inní setninguna eða við orðið).
sá sem komst í gegnum alla færsluna er þetta orð.

þakka áheyrnina.
ókeyjbæjeðakegs? (gamla góða kveðjan mætt aftur).

þriðjudagur, október 11, 2005

já einmitt.

í dag var kökudagur. ég er ennþá í tíma og allt. í sálfræðitíma var kökuát mér og sveini nokkrum til heiðurs. við erum októberbörnin (eigum afmæli í október). október er góður mánuður sko.
geggjað góð kaka sem ég fékk. mamma sirrýjar bakaði hana.

ásgeir situr við hliðina á mér og les Philip's World Factbook. þá líður mér illa. þá veit ég að ásgeir er skarpari en ég á flestum sviðum þar sem hann kann philip's world factbook utan að. nánast.
enda er hann í gettu betur, ég hefði svosem getað sagt mér það fyrirfram að hann væri skarpari en ég á flestum sviðum, bara útaf gettu betur.

hvað er ég að rugla.
oj
ömurlegt blogg ógeð.

ég hætti samt ekki. af hverju lærir maður ekki bara að ruglið í manni er ekki skemmtileg lesning. ég meina spurningarmerki.

netið átti að koma heima í gær en kom ekki. kemur í dag. það verður gaman.

fullt af ómerkilegum staðreyndum í viðbót ókeyjbæjblalbalsd.

mánudagur, október 10, 2005

vá ég átti afmæli á föstudaginn.
það er geðveikt gaman að eiga afmæli á föstudegi. þá getur maður haldið partý og sagt "ég á afmæli í dag!"
ég var að fatta að afmælissöngurinn var ekki sunginn fyrir mig í veislunni minni. ég fékk samt fullt af skemmtilegum pökkum. ég á líka smá áfengi heima hjá mér núna vegna þess að nokkrir gleymdu smá áfengi og svo fékk ég líka rauðvínsflösku í afmælisgjöf (takk arnar og ari).

ég vil ekki móðga neinn en ég ætla að segja hver besta afmælisgjöfin var.
ómar gaf mér diggitall myndavél. það var best. hún er geggjað krúttleg. silfurlituð. takk ómar.
svo fékk ég bol og eyrnalokka. sem ég er í og með núna. takk sunna og sigrún.
guðjón magnússon og erla kærastan hans gáfu mér gudda birdie, training day á dvd og 133 mínútna viðtal við jón baldvin hannibalsson. takk guðjón og erla.
hildur harðardóttir gaf mér vínglös (kristal nei) og ótrúlega fallegt armband oh svo fallegt.

æj held áfram með þetta seinna ég er ekki búin að gleyma restinni af gjöfunum! ég þarf bara að fara!

keeeeegs.
 

© Stefanía 2008