sunnudagur, janúar 09, 2005

gærdagurinn var skemmtilegasti dagurinn í reykjavík síðan akureyrardvöl mín stóð yfir.

oh hann var pottþétt að smsast við hana á meðan ég var að rífast við hann.

þetta var smá innskot. "hvað ætli hún eigi við með þessu?" er kannski spurningin sem brennur á vörum allra eftir þetta innskot. hún fær að brenna áfram því ekki verð ég sú sem upplýsir fjöldann hinu sanna.

hann hófst á vakningu heima hjá sunnu djé.
honum lauk með skemmtilegasta samtali í geðveikt langan tíma við skemmtilegustu manneskju í geðveikt langan tíma.

þess á milli fór ég á laugarveginn með mömmu. við fórum á laugarveginn á laugardegi haha. mamma keypti fyrir mig geðveika skó. moon boots. vá. geðveikt. ég skipti tveimur jólagjöfum í geðveikt rakakrem og goody tooshoos (ég veit ekki hvernig þetta er skrifað) andlitsmaska. að lokum keypti ég mér silfurlitað belti sem ég var svo ógeðslega vitlaus að fara ekki með í galateitið síðar þennan dag, einnig keypti ég klút sem ég fór með í galateitið síðar þennan dag, en við komum nánar að því síðar.
í laugarvegsferðinni fór ég á kofann með mömmu. við gerðum óspart grín að því að engin skil eru á milli reyk og reyklausra borða.

ég ætlaði að ljúka bæjarferðinni með heimsókn til veika frænda míns (á meðan mamma fór og sótti restina af fjölskyldunni í kringluna og keyrði þau heim svo að hún gæti komið aftur og sótt mig (við erum nefnilega fleiri en sætin í bílnum okkar)) sem lét það fallega í ljós í gegnum símann viljandi að hann væri veikur með því að anda hratt inn og út um nefið og gera þannig ógeðslegt horhljóð. oj bara. en ég heimsótti hann ekki vegna þess að þegar ég dinglaði bjöllunni hans virtist hann hafa annaðhvort beilað á heimadvöl sinni eða farið í slakandi bað, vegna þess að hann hleypti mér ekki inn.
ég vafraði því um búðir eins og hálfviti undir því yfirskini að vera að skoða tilvonandi eignir, en með þann tilgang í huga að halda mér á lífi með því að halda mig innan veggja gráðugra fatageymslanna. það var nefnilega svolítið kalt úti.

eftir smá stopp heima hjá mömmu og coooo. fór ég til bjögga og tsjillaði þar með kúlusúkk og kók. sem er geðveikt dót. kúlusúkk er nefnilega besta nammi í heiminum. og kók er vanabindandi þannig að það er gott ef maður er fyrir svoleiðis.

haha ég var að líta yfir skjáinn og ég sá orðinu "kúk" bregða fyrir en fattaði svo að það var bara afmyndun augna minna á orðinu "kúlusúkk" hahaha.

jáh. gaman. ég var næstum því lent í árekstri. það var fíbbl sem passaði ekki hvað það (fíbblið) var að gera. ég var að keyra áfram og gaurinn beint á móti mér var að fara að beygja til vinstri yfir mína akrein og pældi ekki í því að ath hvort einhver væri á ferð sem ætti meiri rétt en hann og svínaði feitast á mig og brá svo mikið þegar ég bíbbaði feitt á hann að hann bremsaði á miðri götu, beint fyrir framan mig, sem jók líkurnar á árekstri. heimskasta fíbbl í öllum heiminum.

ég skipti um föt og gerði mig fönkí fyrir galateitið. sem var reyndar ekki rétt að gera því gala á að vera fínt en ekki fönkí en ég gerði mig samt fönkí. fönkí president.
hver er fönkí presideeent? (sagt eins og amma segir við barnabarnið sitt "hver er sætastuuur?" og brosir feitast).
you aaaaare *klípíkinnarogbrosafeitastogkyssamússímússí*.

ég var samt svo vitlaus að sleppa helvítis flotta nýja beltinu mínu. en ömurlega vitlaust af mér. ömurlegt. ég vildi að ég hefði notað það í gær. þetta var fullkomið tækifæri til þess. en ég notaði nýja klútinn minn og ég var í nýju múnbútsunum mínum. asnalegt að bæta íslenskum greini fyrir aftan múnbúts.

það var mjög gaman í leikfélagsteitinu með gala og vasaljósaþemað.
ég og tumi skemmtum okkur sérstaklega vel. meðal annars við að strjúka strák sem dó inni í herbergi. hahhaha svo ældi hann líka hahaha. ég elska fólk að æla hahahaha. æliæl. hahaha. haha. hahahah.

en ég var líka kitluð mjög mikið. það er það ömurlegasta sem er hægt að gera. það er kannski fyndið að gera það við aðra. en ekki mig. hahah ömurlegt.
ég segi bara: tumi gumi með lumi. og líka ómar gómar (HAHAHAHAHAH ÉG HEF ALDREI FATTAÐ ÞETTA UPPNEFNI ÁÐUR HAHAHAHAHA HAHAHA) með lómar. ómar kitlaði mig samt ekki í gær. en hann hefur gert það. en bjöggi kitlaði mig líka í gær. vá af hverju eru allir að kitla mig!? HAHAHAHA ÓMAR GÓMAR HAHAHHAA.

já ég tjáði mig líka aðeins of mikið um góða kímnigáfu tveggja manna í emmhá sem eru mjög fyndnir. þeim fannst það ekki kúl. en svona er þetta krakkar mínir. nöfn? það er svolítill heiður að fá nafnið sitt talið upp á blogginu mínu sem fyndnustu menn emmhá (allavega meðal þeirra).
en samtímis er það mismunum. nöfnin verða því látin liggja milli hluta. þið vitið hverjir þið eruð.

eftir the tate horfði ég á ósí heima hjá palla. modest mouse thank you very much for this program. ósí er besti þátturinn ohhh yeeaaahhh.

kvöldið endaði á besta samtali í geðveikt langan tíma við bestu manneskju í geðveikt langan tíma - eins og áður kom fram. útaf þessu samtali og innihaldi þess og manneskjunni sem tók þátt í því með mér er ég í ógeðslega góðu skapi í dag. það eina sem mögulega gæti bætt skapið mitt væri að vera á akureyri. en samt er ég ógeðslega hress.
takk semí. og ég er hætt með skotin sko. þetta er bara gælunafn manstu.

vá þú ert svo mikil hetja ef þú last alla leið híngað. vá. hörkutól. hörkutól ársins 2005. allavega híngað til. kannski kemur önnur tilnefning til hörkutóls ársins 2005. hver veit.
haha eins og það sé maður sem heitir hver og hann viti hvort það verði önnur tilnefning til hörkutóls ársins 2005.

oh hörkutól.

dreifið ástinni <- vá kúl.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008