miðvikudagur, apríl 25, 2007

Mig langar ótrúlega mikið á Hróarskeldu. Mig langar ótrúlega mikið að búa í Danmörku í sumar ef því er að skipta. Flytja út í byrjun júní, kannski svona fimmta, eitthvað svoleiðis.
Sjálfboðaliðar í að flytja með mér?

föstudagur, apríl 20, 2007

Nei, ég veit ekki. Ég er búin. Ég er búin með kvótann.

En lífið er gott. Finnst ykkur lífið ekki fínt? Það er ábyggilega sérstaklega fínt ef maður lifir eftir The Secret, hahaha.

Ég sakna Akureyrar. Ég komst samt á bretti um daginn, í Bláfjöllum. Damn it felt good. Indeed very nice. Fór með litla átta ára bróður mínum. Sem er bæ the veij mesti snillingur í heimi, hann Halldór minn.
Hann meikaði ekki stóru brekkuna, skiljanlega. Ég hef aldrei farið í Bláfjöll og vissi ekki að Kóngabrautin (eða hvað sem hún heitir), sem fylgir stólalyftunni, væri svona brött. Hann var fastur í brekkunni og gat ekki rennt sér niður. Það var pínu fyndið, en samt soldið leiðinlegt. Og ég kann ekkert á skíði svo ég gat ekkert hjálpað honum.
Á endanum komst hann niður og fór í barnabrekkuna það sem eftir var. Sem ég kemst ekki uppí vegna þess að ég meika ekki diskalyftur. Ég kemst ekki með nokkru móti upp þannig lyftur. Ég verð bara afskaplega pirruð.

Innskotssaga sem fylgir diskalyftum:
Ég fór í Oddskarð, fyrir austan, með Ómari einu sinni. Það fór þannig að hann fór upp og niður í einn og hálfan tíma á meðan ég var föst niðri því ég komst ekki upp, sama hvað ég reyndi. Allir í brekkunni voru ýmist að reyna að gefa mér ráð (sem er mjög pirrandi þegar maður er í vondu skapi) eða að hlæja að mér (sem er ennþá meira pirrandi þegar maður er í vondu skapi).
Þessi ferð endaði þannig að ég fór snarkolgeðveik í skapinu niður í skíðaskálann og fékk lyftumiðann minn endurgreiddan. Hahahaha. Góð Stefanía.
Innskotssögu lokið.

Svo leiðir mínar Halldórs skildu um þetta leiti. Hann fór tvær ferðir í barnabrekkunni á meðan ég fór eina í stólalyftuna. Honum fannst það víst ekki gaman og ég var ömurleg systir. Ég var smá leið að heyra það. Hann lét mig ekki vita að það hefði ekki verið gaman fyrren við vorum að fara heim. Þá sagði hann að þetta hefði verið "leiðinlegasta skíðaferð sem hann hefði farið í!"
Hann hefur farið í þrjár. Næst ætla ég að kenna honum á bretti.

Ég tileinka þessa færslu honum Halldóri Sörla. Elskulega litla bróður mínum sem ég átti eftirfarandi samtal við um daginn:

H: Stefanía, af hverju hlærðu alltaf svona mikið?
S: *Brosir* Ég veit ekki. Hlæ ég mikið?
H: Já! Sérstaklega að mér... *glottir*
S: Hahahaha!
H: Sko! Eins og núna. *brosir*
S: Hahahaha.

Hann er fyndinn, þess vegna hlæ ég svona mikið að honum. En kannski þarf fólk ekkert að vera svo fyndið til að koma mér til að hlæja. Það held ég a.m.k. að gildi almennt. Enda er það alveg rétt hjá honum, ég hlæ mjög mikið. Það held ég að allir geti staðfest.

En bleeeess. Enjoy life.

sunnudagur, apríl 15, 2007

Gott að sitja á Barnum. Það kemst með tærnar þar sem Karó hefur hælana, samt ekki lengra en það.

föstudagur, apríl 06, 2007

Jú, ég fór suður. Og ég fór ekki til Ísafjarðar. Í staðinn fór ég austur. Og ég ætla að hafa það mega nice.
Ég komst að því í gær að það væri laust fyrir mig far til Ísafjarðar, en ég veiktist. Ég er slöpp. Hörð maður, nei. Það hefði verið sjúklega gaman að fara, en ég vaknaði hand ónýt í morgun og tók þá ákvörðun að sleppa því að fara norður. Ég er alveg búin á því eftir ótrúlega langa törn af litlum svefni. Þetta var alveg ágætlega erfið ákvörðun samt. En að lokum komst ég að þeirri niðurstöður að ég hefði gott af smá family time og smá do nothing time.
Nú er ég semsagt mætttil Hvolfsvallar til að slappa af heila helgi. Oh, ég get ekki beðið eftir að borða páskaegg á sunnudaginn. Og horfa á barnatímann á meðan. Eða eitthvað annað jafn mikið eðal.

Rebekka litla systir mín fermdist í gær. Hún var ótrúlega falleg. Ég set inn myndir af okkur very very soon. Við tókum okkur nokkur saman og gáfum henni myndavél. Góða myndavél sko. Þar að auki fékk hún ferð til Danmerkur og MacBook! Asskoti vel af sér vikið maður. Og nóg af aurum í þokkabót.

Jæja ég er farin að hafa það meganæs. Hafið það gott í páskafríinu. Mmmm.
Aldrei fór ég suður?
 

© Stefanía 2008