fimmtudagur, desember 18, 2008

Ég er að fara í síðasta prófið eftir tvo klukkutíma. Síðasta prófið. Mér finnst svo stutt síðan það var einn og hálfur mánuður í að prófin byrjuðu og ég var farin að gera mér grein fyrir því. Svo byrjuðu prófin og þá var svo langt eftir af striti. Svo núna, tveimur mínútum eftir einn og hálfan mánuð og átta daga, eru prófin að klárast.
Ég er strax orðin spennt! Sem er fáró vegna þess að ég er núll að fara að eisa þetta próf. Það er svo erfitt og ömurlegt að labba út úr síðasta prófinu ef það var rúst af hálfu prófsins. Svoleiðis var fyrsta stærðfræðiprófið á önninni, og svoleiðis verður síðasta.
Tilfinningarnar eru: stress, spenna, kvíði, von, tilhlökkun.

Þessar tilfinningar eru ekki vinir. Enda á mér eftir að líða fáránlega þegar ég klára prófið - himinlifandi yfir að vera búin, þó ekki vitandi hvort ég sé í raun búin, og þá ekki nægilega glöð til að fara að skemmta mér yfir próflokum, en samt knúin til þess vegna skemmtanaöftrunar síðustu mánaða, öftrunar sem ég sjálf stóð fyrir.
Vonandi rústar prófið mér ekki - ég vil rústa því. Ókey ég veit ég rústa því ekki, en ég vil sigra. Að minnsta kosti jafntefli (hvað er það, 4.5?).

Eftir prófið ætla ég að fara heim og gera mig fína í fyrsta skipti síðan í byrjun desember. Tjah, ég var ekki einu sinni fín þá, bara hversdagslega fín - fín miðað við ótilhöfð, ómáluð, joggingbuxur, hlírabol og almennt mygl í hámarki. Ég veit ekki einu sinni hvenær ég var fín síðast. Það er allavega mjög langt síðan.
Skrúbbskrúbb, lappavax, naglalakk, maskari (ég á ekki einu sinni maskara lengur, hann kláraðist í október og ég bara mótmælti því ekki með því að kaupa mér nýjan - svona miklum félagsathöfnum hef ég sinnt, haha (úff en hræðilegt að andlitsmálning sé mælikvarði á félagslífsþátttöku)), bííjóóóóóóóór! Og meiri bjór, og meiri bjór. Og út að borða í kvöld mmm.
(Ég vona svo miiikið að prófið gangi vel, annars verður svo leiðinlegt í kvöld).

Annað kvöld er svo Jólaglögg Stiguls sem verður tryllt teiti og allt fullt af fullum stærðfræði- og eðlisfræðinemum, ungum sem öldnum (öldnum as in kannski svona tveimur til þremur árum eldri en ég, hlohl).
Eftir það gæti ég bara hreinlega trúað mér til að fara á dansleik. Dansleik ess há í og a emm ívents. Og hver veit nema ég dettísleik?
Ef ég geri það þá ætla ég að syngja þetta lag (takið sérstaklega eftir partinum á mínútu 3:00, ég mun leggja sérstaka áherslu á þann part):



Sjitthvaðégelskann.

Steeeef

laugardagur, desember 13, 2008

Bach / Gounod - Ave Maria

Svo fallegt.

föstudagur, desember 12, 2008

Prófatíðarhell

Það er enginn föstudagur í mínum huga. Það er bara endalaus miðvikudagur eins og þeir voru hjá mér á líðandi önn - altsvo langir, leiðinlegir og bugandi.

Nennekki er einkennandi hugsunarháttur.
Getekki og skilekki eru krónískt í orðaforðanum.
Langarínammi er efst í huga allar stundir.
Hlakkatilaðfarífrí er það sem heldur mér gangandi.
Endurtektarprófínánd er angur hið mesta.
Bugun er í hámarki.

Excelleeent.

fimmtudagur, desember 11, 2008

Andskotanshelvítisdjöfulsinshelvítisandskotans (orðsemerverraenöllorðíheimi).

þriðjudagur, desember 09, 2008

Jæjájájajajáájajá! Fyrsta prófið á morgun, annað prófið á fimmtudaginn, þriðja prófið á mánudaginn, fjórða og síðasta prófið á fimmtudaginn eftir rúma viku, svo búið! Þá er út að borða og fyllerí. Á föstudeginum er eitthvað og fyllerí. Á laugardeginum er jólaglögg og fyllerí. Á sunnudeginum er almenn þynnka. Mmm allt skrifað í nútíð þrátt fyrir að þetta sé allt í nánustu framtíð. Það angrar mig reyndar þegar fólk skrifar þátíð eða framtíð í nútíð. Sérstaklega þátíð samt.
Dæmi:
-Þá geng ég bara inn á þau í sleik! Og hann segir: "tvöfalltvaff té eff! Kanntekkjaðbanka stelpa?". Ég náttúrulega bara panika og labba út aftur.

Þetterekkert rétt! Því hún gekk inn og hann sagði og hún panikaði og labbaði.

Ayllavayga (allavega, með bandarískum hreimi (hreimur, um hreim, frá hreimi(?), til hreims). [Innskot: ég heyrði orðið rödd fallbeygt á rangan hátt í útvarpinu fyrr í kvöld. Meira að segja í barnaþætti. Er ekki krúsjal atriði að við kennum börnunum rétta fallbeygingu? Fjandansskramb.]
Ég er búin að vera svo lítið dugleg að það nær engri átt. Ég veit ekki hvaða átt það nær nokkurn tímann að vera lítið duglegur þ.a. það er kannski lítil áhersla að tala um að það nái ekki átt hversu lítið duglegur maður hefur verið. Ég hef allavega mjög lítið verið dugleg.

Ókey nei, ég er búin að vera fáránlega dugleg, bara við allt nema að læra. Á síðasta sólarhring er ég búin að fara til engiferbrauðs-/heits súkkulaðis-/kveðjuveislu ("heits súkkulaðisveislu" oj ha? Hversu ljót orðasamsetning? Tillögur að betri?), hengja upp jólaskraut, laga til, þrífa klósettið, þrífa eldhúsgluggatjöldin, sofa smá, læra í svona sjö klukkutíma samtals (sem er fáránlega slakt á tuttuguogfjórum tímum í prófatíð), svara könnun sem ég fékk senda heim, elda lasagne (lesist: lasaggne, ekki lasanja), ræða við pabba, svara tölvupósti, gera kaffi, fara í svo fáránlega góða sturtu mmm (eins og allar sturtur eru - sturtur eru svo góðar), máta skó, setja upp jólaseríur og aðventuljós, horfa á Dexter þátt, gera meira kaffi og þvo þvott.
Ekki í þessari röð og ekki algerlega tæmandi listi (er t.d. búin að bursta tennur og fleira líka).

Ridiikjúluuus. Hvernig getur þetta gerst í hverri einustu prófatíð? Nú hef ég upplifað þær ansi margar (var einmitt að telja þær áðan - fjöldi anna eftir grunnskólaútskrift (þær prótatíðir flokkast ekki með) var ein af spurningunum í ofangreindri könnun) og ég virðist ekki enn hafa lært að skipuleggja annirnar hjá mér þ.a. prófatíðir séu ekki svona mikið fokk, og enn síður hef ég lært að skipuleggja prófatíðir þ.a. þær séu ekki svona mikið fokk, og síst af öllu hef ég náð sjálfsaganum sem þarf til koma í veg fyrir að prófatíðir séu svona mikið fokk.
Skrambansfjand.

Þrátt fyrir að ég eyði tímanum í svona mikla vitleysu, gæti ég samt ekki eytt honum í eitthvað annað, skynsamlegra og skemmtilegra, eins og að mæta á kóræfingar eða -tónleika - því þá myndi ég gera það og allt ofangreint, svo ennþá minna en þessir sjö klukkutímar færu í lærdóm.

Íííjááá. Nú fer ég og reyni að læra (fyrir prófið sem ég fer í á fimmtudaginn - hef ekki meiri tíma fyrir höndum til að læra fyrir prófið á morgun ef ég vil ná fimmtudagsprófinu). Svo ætla ég að fara að sofa, vakna snemma og halda áfram að læra, mæta í próf, halda áfram að læra, fara að sofa, vakna snemma, halda áfram að læra, fara í próf, byrja að læra fyrir prófið á mánudaginn, nú og svo framvegis.

Partýstuðflippjeeess!

Attlæbless.

Pé ess. Besta intró í sögu heims (takið sérstaklega eftir atriðinu með appelsínunni, tryllt atriði):

föstudagur, desember 05, 2008

Tvennar

Tvennar Kárason og Már Guðmundsson finnst mér alltaf jafn skemmtilegir lesningar; sá fyrrnefndi sem frábær rithöfundur og sá síðarnefndi sem ádeilumaður - en hvor tveggja hefur að bera stórkostlegt stílbragð sem gerir það að verkum að þegar ég lýk lestri vil ég alltaf lesa meira.

- Már Guðmundsson skrifaði áhugaverða grein í Morgunblaðið í dag - ég hvet fólk til lesturs.

Síminn minn fannst. Arnþór Bjarnason var með hann, að sjálfsögðu. Honum datt ekki í hug að ég væri mögulega búin að vera að leita að honum dögum saman. Sjálfur er hann símalaus svo ekki gat ég náð í hann til að staðfesta grun minn.
En hann bætir allt upp með því að hafa kynnt mig fyrir Sleese-poppi, sem er mögulega það besta sem ég nokkurn tímann fæ. Þeir sem ekki vita nú þegar vita það núna að leiðin að hjarta mínu er mjög greið í gegnum popp. Pottapopp að sjálfsögðu. Ég vinn í því um þessar mundir að mastera það að poppa upp úr smjöri, hingað til hefur olía fengið að nægja.
Mmm: smjörpopp.
Ennþámeirammmm: sleese-popp.

fimmtudagur, desember 04, 2008

Litir dagsins eru sterkari en aðra daga; sólin er gulari (eitthvað finnst mér þetta dularfull stigbeyging), sjórinn og himinninn eru kóngablá, göturnar eru óvenju dökkar, skýin eru bleik, frosna grasið er grænt, húsin eru áberandi og svo framvegis. Ekki veit ég hvað veldur en það er fallegt.

miðvikudagur, desember 03, 2008

Hann ber skjótt að.

Sjaldan hef ég upplifað jafn mikla ást og sorg í einu herbergi.

Mínar bestu kveðjur til allra sem þekktu manninn.

laugardagur, nóvember 29, 2008

Varúð, kvartfannáll

Þetta er búinn að vera hræðilegur rúmur sólarhringur, að nokkrum góðum atriðum frátöldum. En fyrir einmitt tuttuguogátta tímum síðan (klukkan fjögur á föstudeginum) gekk ég út úr dæmatíma í Tvinnfallagreiningu og sá ekkert annað fyrir mér en allan lærdóminn sem ég á eftir að sinna þar til 18. desember er liðinn - en við mér tóku helvítis verkfræðingar sem voru á leiðinni í vísindaferð!
"Hvurs lags hneisa er það að fara á ábyrgðarlaust frítt fyllerí korteri fyrir próf? Hvort segir þetta meira um vinnuálag í náminu þeirra eða forgangsröðun þeirra?" hugsaði ég.
Afbrýðisama ég varð afspyrnu reið vegna þessa (óþarflega mikið augljóslega - tvinnfódæmatíminn var líka erfiður) og lét það bitna á öllum í kringum mig. (Ég var einmitt að renna yfir gamlar færslur um daginn og las þar eigin frásögn af því hversu illa mér tekst að láta eigin reiði ekki bitna á öðrum þegar hún er til staðar - það er ennþá vandamál).

Mig langar að vera að tryllast úr gleði og skemmtun og sleik en ekki læra alla klukkutíma. Og þetta bölvaða endalausa drall sem hleðst upp virkar ekki sem hvatning til að sinna því, heldur er því öfugt farið; mér fallast hendur.


Mmm allavega, þetta angraði mig mikið, þannig að þegar kom að kvöldmatartíma tók ég boði Fána Jök og eldaði með honum grænmólasagne (eina sem ég borða þessa dagana virðist vera - fyrir utan ís og popp auðvitað).
Eftir lasagne fór ég heim í faðm pabba og var buguð fram að svefntíma - og horfði á fyrrnefndan (alts°a (pirrandi að bollan fari aldrei yfir a-ið í Linux) í síðustu færslu) 30 Rock þátt og endinn (er það ekki endir/um endi/frá endi/til endis og endi/um enda/frá enda/til enda?) á Kops.


Verður betra:
Í morgun vaknaði ég með flensukeim sem pabbi hefur smitað mig af, svo lesturinn fyrir heimspekiverkefnið sem ég ætlaði að vippa fram áður en ég færi í laufabrauðsgerð í faðmi fjölskyldunnar, tók sirkabát þrefaldan þann tíma sem hann hefði gert án flensukeims - og ég er ekki enn búin með þetta verkefni - það verður verkefni kvöldsins.

Þegar ég ákvað að skella mér af stað út á Álftanes að verkefninu óloknu fór bíllinn ekki í gang. M, gaman. Ég reyndi að hringja og redda og hringja og redda, en það reddaðist ekki. Þá ýtti ég honum af stað, ein (það var hlohl), hoppaði svo undir stýri (líka hlohl), en fattaði þegar hann var kominn á fulla ferð niður brekkuna í Úthlíð að það er auðvitað ekki hægt að ýta sjálfskiptum bílum í gang, þeir þurfa að vera í park til þess að þeir fari í gang. Tryllt.

Mér tókst þá með erfiðismunum að smeygja honum inn í langsum stæði, þótt litlu munaði að ég klessti á bílinn fyrir framan - þar sem stýri og bremsur á bílum sem eru ekki í gangi eru mjög stíf.
Þar sat ég pirruð og leið og buguð og hringdi fleiri reynaðredda-símtöl, þar til pabbi góði kom heim og lánaði mér bílinn sinn, svo ég komst að gera laufabrauð. Það var awesome, skar út S fyrir mig og Ó fyrir pabba.

Sökum þess að ég var sein í laufabrauðsgerð (fyrst um þremur tímum vegna verkefnisins, svo um einum og hálfum tíma vegna bílavesens) dvaldist ég lengur við á Álftanesi en áætlað var og var komin í Kennó (Menntavísindasvið HÍ) - til að fara á tónleika í boði Aspar - klukkan sjö, í stað segs. Þar tók Ösp við mér og sagði:
"Ég vaar að klára..."

Ég hélt ég færi að gráta - en ég gerði það ekki af því að ég er svo hörð. Í staðinn skemmti ég mér yfir atriðunum sem eftir voru, kom svo heim og kláraði þessa bitru, bitru færslu sem ég byrjaði á í dag á meðan ég beið eftir að pabbi kæmi heim með bílinn.

Hugljúf og hressandi saga.

---

Aftur kom sjúklega löng færsla. Þú ert hetja ef þú last í gegn. Og enn meiri hetja ef þú last (eða lest núna) líka færsluna fyrir neðan. Hetja.


Hann er líka hetjan mín:



Gaman að sjá hann syngja og stjórna á sama tíma - fyrir utan hversu fáránlega fallega hann syngur.

-Stef.


*Eftiráinnskot*
Þrátt fyrir fáró leiðinlegan dag ákvað ég að reyna að gera heiminn að betri stað og tók upp í bílinn tvo íslenska táningsdrengi á leiðinni af Álftanesinu. Þeir voru illa klæddir í nístingskulda að reyna að komast í Hafnarfjörð svo ég keyrði þá auðvitað áleiðis, alveg svona tíu mínútna (er ég að ýkja?) akstur á áttatíu kílómetra hraða - fullt af ísköldu labbi sem þeir sluppu við.
Ég sagði þeim að pay it forward - vonandi gera þeir það.
Karma, krakkar.
*innskotilokið*

Tina Fey

Búin að vera geggjað dugleg að horfa á 30 Rock og borða pappír (nei, en Jenna gerir það til að megra sig - ég borða bara súkkulaði og popp og ís og grænmetislasagna og salad (þarattlæ ég er búin að ræða þetta áður, það er allt í lagi að borða sjúklega mikið í prófatíð)).

Ég virði svo Tinu (já ég ætla að fallbeygja bandaríska nafnið "Tina" sem það væri íslenskt - ég kýs að gera það) Fey. 30 Rock eru ridikk (ætla líka að leyfa mér að skrifa ridikk) fyndnir þættir og Tina er deffó (kúl) búin að ryðja einhvers konar braut - ég á bara eftir að átta mig á því hvaða braut það er nákvæmlega. Hún virðist vera svo venjuleg (af því ég trúi því að allir séu í raunveruleikanum eins og þeir virðast vera þegar þeir leika skáldaða persónu í gamanþætti (reyndar er þessi byggð á henni sjálfri, held ég)) en samt svo fyndin! Og falleg en samt ekki gervifalleg eins og svo margar frægar leikkonur þurfa að vera til að komast áfram, því konur eru oft ekki jafn fyndnar og karlar (eða húmorljós þeirra nær a.m.k. oft ekki að skína, ef það er einhvers staðar falið), þess vegna þurfa þær að vera fallegar í staðinn, svo einhver nenni að horfa á þær.


Ég var að velta þessu fyrir mér um daginn og er komin með hálfkákskenningu sem er ekki fullgerð, og ekki heldur rökheld (eins og fokheld eða vatnsheld, nema rök). Áður en ég fer með kenninguna er ágætt að taka fram að þegar ég tala um konur og karla á ég við einhvers konar staðalímynd þeirra.

Það hefur verið minna um kvenkyns gamanþátta- og -myndahöfunda í gegnum tíðina, a.m.k. fyndna slíka. Konur hafa meira verið í að skrifa ástar- og dramaskáldsögur, og ekkert svo mikið í að vera fyndnar. Konur hafa á sér mjúka stimpilinn og karlar hafa á sér harða stimpilinn, þ.a. dramamyndir og -þættir eru stílaðar á konur, en hörkumyndirnar og -þættirnir eru stílaðar á karla. Undir hörkuflokkinn fellur svartur húmor, sér í lagi kaldhæðni og fönníbíkösittstrú-húmor, svo þar sem karlar tengja betur við karla en konur (og konur tengja betur við konur en karla), hafa karlar aðallega staðið í skriftum slíkra þátta, og konur ekki svo mikið.
Þessi tegund húmors virðist stefna í að verða ráðandi (kannski er það bara í mínu umhverfi - en ég held það sé ekki þannig (án þess í alvöru að vera viss)) og er ekki lengur húmor sem er mun meira stílaður á karla en konur. Hins vegar eru karlar ennþá ráðandi á markaði handritshöfunda af þessu tagi og virkilega fáar (sem ég veit um a.m.k.) konur sem ráðast á þennan garðinn (til þæginda skulum við kalla þær konur Tinur - og köllum karlana Tona).
Tilgáta1: Ekki er til jafn mikið magn af Tinum og til er af Tonum.

Almennt, þegar framboð er lítið er eðlilegt að hámarksgæði finnist ekki í jafn miklu magni og þegar framboð er mikið (fákeppni)(hlutfalls-/höfðatölupæling, eruðimeð?). Svo þar sem til er meira af Tonum en Tinum má draga eftirfarandi ályktun:
Tilgáta2: Ekki er til jafn mikið magn af fyndnum Tinum og fyndnum Tonum.

Ef við gerum ráð fyrir að tilgáturnar séu sannar, má segja það eðlilegt að það sé erfiðara fyrir fyndnar Tinur að verða í hávegum hafðar heldur en fyndna Tona, því samkvæmt tölfræði/líkindafræði er líklegra að þáttur sem sjónvarpsstöð kaupir slái í gegn sem gamanþáttur ef höfundur hans er Toni - svo líklegra er að sjónvarpsstöð kaupi þátt eftir Tona en Tinu (einföld bestun, krakkar). Þá (þegar þátturinn hans hefur verið keyptur) er auðvitað líklegra að Toninn slái í gegn heldur en Tinan.
Tilgáta3: Gamanþáttur sem við fílum er líklegri til að vera eftir Tona en Tinu

Vegna tilgátnanna þriggja held ég að konur séu hræddari við að athuga hvort þær geti orðið fyndnar Tinur heldur en karlar við að ath. hvort þeir geti orðið fyndnir Tonar (sem meikar samt ekki sens ef það er rétt hjá mér að fyndnu Tinurnar séu bara færri, en ekki hlutfallslega færri); maður vill ekki verða Tina/Toni nema maður geti orðið fyndin/n Tina/Toni, því ef maður er Tina/Toni án þess að vera fyndin/n, sinnir maður eiginverki sínu sem Tina/Toni ekki vel, og er eiginlega bara misheppnuð/aður Tina/Toni.
Tilgáta4: Konur þora síður að fara út í Tinu-bransann en karlar að fara út í Tona-bransann.
(Og það af órökréttri ástæðu).

Nú kemur órökstuddur partur, sem er eins og stendur bara óskhyggja:
Ég held að það séu fullt af mögulegum fyndnum Tinum til, sem eru ekki orðnar Tinur vegna þess að þær treysta sér ekki í erfiðari leiðina að garðinum. Það sem ég er að reyna að segja er að vegna staðalímynda held ég að konur þurfi að fara erfiðari leið að garði gamanþáttaritunar en karlar. Ég held á sama tíma að Tina Fey hafi rutt leiðina mjög mikið.

En svo gagnrýna konur konur mest, svo þær eru alltaf sín eigin fyrirstaða. Ef einhverjir munu koma í veg fyrir ruðning kvennaleiðarinnar inn í garðinn þá eru það konur, sem vilja ekki gefa öðrum konum of mikið kredit.

Is it?

Svo getur auðvitað vel verið að konur séu einfaldlega ekki jafn fyndnar og karlar, en þá er Tina Fey bara einstaklega svöl (sjúklega vel heppnuð einstök Tina) og dýrkun mín á henni ekki óréttmæt.


Aftur að Tinu Fey; hún er geðveikt oft "sjúskuð" (ég setti gæsalappir því hún er náttúrulega aldrei sjúskuð, hún er auðvitað alltaf búin að fara í gegnum mega meiksessjón, en er stundum gerð sjúskuð þar) og alltaf borðandi (eins og ég) (lýsingarháttur nútíðar, næs), fáró fyndin - og virðist vera svo venjuleg kona, en ekki einhver ofurkona. Hún er eiginlega bara nýja ædolið mitt.

Jack Donaghy hlægir mig (eins og grætir mig, nema andstæðan) einna mest:




Næsta mynd sem ég sé (fyrir utan þær sem RÚV eða aðrir mata mig af) verður Mama Baby. Þessi titill hljómar svo hræðilega, og ég veit ekki alveg með söguþráðinn - ég reyni að lesa sem minnst af aftanáspóluhulsturstextum því þeir gefa alltaf aðaltwistið í myndinni upp - en ég er að spá í að treysta á Tinu. Ég reyni frekar að velja myndir eftir leikstjórum, handritshöfundum, leikurum eða umsögnum. Stundum er það samt ekki í boði, og þá vel ég eftir aftanáspóluhulsturstextum.


Vá svo langur fannáll. Varstu hetja og komst í gegn?


Eitt loka:
Ég sá mesta hlohl-kvikmyndaatriði sem ég hef á ævi minni í kvöld (kannski var ég með svefn-/lærdómsgalsa) - í sænsku kvikmyndinni Kops. Watch it. Síríusslí; skylduáhorf! (Ég sá reyndar bara endann á myndinni og á því sjálf eftir að uppfylla skylduna, en ég ætla að gera það!)

Attlæ farin að sofa, laufabrauðsgerð á morgun.
Góða nótt.

fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Að vanda

...tók bloggið mitt breytingum við upphaf prófatíðar. Að því tilefni:




Að þessu sinni lét ég undan þrýstingi blogger.com og tók upp template frá því stórveldi, í stað þess að sjá um allar breytingar sjálf á formi hátéemmell-kóða. Hið síðarnefnda er gaman, en ég var löt. Þar að auki eru svo margir möguleikar í boði ef maður notast við þeirra template, sem ekki eru í boði ef ég nota minn eigin, nema ég færi út í forritun sem ég nenni ekki að læra. Núna get ég t.d. sett fyrirsagnir á færslurnar - en það var ekki í boði þegar ég byrjaði að blogga - fyrir segs árum! Það eru virkilega níu dagar í segs ára bloggafmæli!
Fyrir utan fyrirsagnirnar, sjást nú líka gamlar færslur, en þær hurfu af einhverjum ástæðum í eitt skiptið þegar ég breytti hátéemmell-kóðanum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná þeim aftur. Þær eru nefnilega sögulegt fyrirbæri - dramatísk þroskasaga tánings.

Innskot: Ég gleymdi að segja frá stærstu breytingunni: Ég lagði niður Haloscan og tók um blogger kommentkerfi! Tryllt. Innskoti lokið.

Ég veit ekki hvort þá færslu má ennþá finna á meðal þessara færslna eða hvort ég eyddi henni, en eitt sinn skrifaði ég færslu um hversu reið og sár ég væri út í pabba og að hann væri frekur (tánings-syndrome). Það var í þá daga þegar ég gerði mér ekki grein fyrir áhrifamætti internetsins - auðvitað fann pabbi færsluna og varð reiður, og ég varð sár, og hann varð sár, og ég sagði fyrirgefðu og svo urðum við vinir aftur og ég endaði með að flytja til hans. En svo strauk ég að heiman og fór á Airwaves. En kom heim viku síðar. Svo flutti ég að heiman og varð stór stelpa. En svo saknaði ég pabba og flutti aftur til hans. Hann sagði mér að ég ætti ekki að vera í Röskvu, ég ætti að vera í Vöku, og hætta þessari vitleysu sem það er að borða ekki dýr. Svo fluttum við að heiman saman og þar lét hann undan og eldaði handa mér grænmetislasagna.

Hættið nú í verkfalli.
Neibb, ekki farin að sofa. Ég kenni Salvöru um, hún minnti mig á að tíminn félli niður í fyrramálið. Ég ætlaði nú samt að vakna snemma og henda mér í stærðfræðigreininguþrjúa. Er búin að vakna fyrir níu tvo daga í röð núna, það væri ljúft að ná þeim þriðja!

Fól er vanmetið orð. Af hverju er ekki meira af því?


Kollegi minn (sófistikeitid), fannálarinn (nýyrðasinni) Olga, tjáði sig um sleikþörf sambandsnýgræðinga um daginn og hversu bitur hún liti út fyrir að vera þegar hún gengi framhjá sleiknum vandræðaleg og reyndi að horfa í aðra átt. Ég fann ekki samkenndina þegar ég las fannálinn, en ég finn hana núna. Það er komið sleikpar í vafferrtvo. Fyrst sá ég þau lappast (flækja löppum saman undir borði) við borð fyrir utan bókasafnið. Næst sá ég þau standa andspænis hvort öðru hvíslandi sín á milli inná bókasafni og sleikþörfin skein í gegn til næstu sólkerfa. Þriðja atvikið var þegar hún sat við borð inni á bókasafni og hann stóð yfir henni og virtist vera að aðstoða hana með eitthvað í náminu, á meðan hún strauk á honum rassinn blíðlega. Nú og síðast blöstu þau að sjálfsögðu við mér kannandi góm hvors annars, þegar ég gekk út af bókasafninu í lok semíolnætermaraþons, blygðunarlaust, parið, og það á tuttugustogfyrstuöldinni, tíma gervigreindar og internetásta. Hvað á þetta að fyrirstilla?


Sweet:

mánudagur, nóvember 24, 2008

Ég sit við tölvuna með algebrubókina opna, les um Mod p Irreducibility Test og bíð eftir að klukkan detti í miðnætti svo ég megi fara á Feisbúkk. Alveg tryllt.

Er búin að eyða kvöldinu í að fylgjast með borgarafundi í Háskólabíó og sýna pabba sickanimation.com (guðdjókinn og knock knock). Honum fannst það ekki jafn fyndið og mér.

Þessi borgarafundur var eitthvað undarlegur. Mér finnst leiðinlegt að sjá hrokann í stjórnmálamönnunum, þeir líta á almúgann sem fáfróðan skríl, en almúginn finnst mér einmitt haga sér eins og fáfróður skríll þótt hann sé það ekki. Hann er bara reiður vegna framkomu ráðamanna þjóðarinnar og ræður ekki við skapið í sér.
Ég veit að ég yldi ekki álaginu sem er á umræddum stjórnmálamönnum um þessar mundir, ég væri löngu dottin í krónískt grátkast og myndi bara að reyna að baka til að gleðja. Þeir þurfa að sinna því hlutverki að upplýsa þjóðina á sama tíma og þeir þurfa að passa sig að segja ekki of mikið meðan á ákvarðanatökum stendur, því allir erlendir fjölmiðlar fylgjast nú með athöfnum íslensku ríkisstjórnarinnar.
Þeir hljóta líka að gera sér grein fyrir því að þeir hefðu getað gert fullt af hlutum öðruvísi með því að vera betur með á nótunum, en á sama tíma var svo erfitt að sjá þetta fyrir (enda gerði það enginn þótt nokkra óraði fyrir þessu). Það hlýtur að vera rosalega erfitt að finnast maður bera vott af ábyrgð á hruni þjóðar, og þeir hljóta að hafa a.m.k. keim af þeirri ábyrgðartilfinningu.
Ég skil að múgurinn sé reiður. Ég væri svo reið ef ég væri nú annað hvort gjaldþrota eða skuldsett það sem eftir væri ævi minnar, eftir að hafa tekið lán sem greiningardeild bankans míns ráðlagði mér hiklaust að taka. En mér finnst bara ekkert vit vera í beiðnum múgsins og eiginlega bara hálfsorglegt að sjá fólk hrópa aðfinnslur að ráðamönnum og segja þeim að víkja. Fólk heldur áfram að staðhæfa að kosningar séu það besta í stöðunni, án þess að rökstyðja það almennilega og taka til greina öll mótrökin við kosningum.
Það er svo erfitt að treysta þeim sömu og leyfðu hinum ýmsu viðvörunum framhjá sér að fara, til að stýra skipinu aftur á rétta leið. En ég sé ekki að það sé skárra að grípa til kosninga á milli stjórnmálaflokkanna sem eru í boði. Ég er þess vegna föst á milli þess að mótmæla og mótmæla mótmælum, ég get einhvern veginn hvorugt gert.

Ég skil bara ekki hvað er í gangi og mér finnst þetta ástand bara svo hræðilega ógnvekjandi. Hvernig fer þetta? Endar þetta með líkamlegu ofbeldi af hálfu æstra skuldara?


Tryllt myndband með. Thom Yorke í kafi í tæpa mínútu. Svo svalt. Hann er svo svalur.

Sjitt, ég braut feisbúkkbannið mitt. Það var samt óvart og það munaði bara 12 mínútum. Algert slys.

Jólakortagerð er lokið.
Stærðfræðigreiningu IIIa enn og aftur ólokið á aðfaranótt skiladags, staðsetning: vafferrtveir. Svo gaman.
Vafferrtveir mun alltaf eiga stað í hjarta mínu sem mitt annað heimili.
Rifna og skítuga ullarteppið á bókó.
Maðurinn sem gistir þar.
Orkusparandi perurnar á salernunum.
Töflurnar í miðjunni á hverri stofu sem má augljóslega ekki tússa á en ótakmarkað margir virðast samt ekki fatta og skrifa á þær.
Lásakerfið sem virkar ekki alltaf.
Ljósið sem byrjar reglulega að suða þar til maður slekkur á því og kveikir aftur.
Appelsínuguli stóllinn.
Tímaritin sem eru til í tonnatali (ýkjur) en enginn les.
Skítugu borðin.
Yddarinn sem sökhar.
Og svo framvegis.

Back to work.

Fallegt með:

laugardagur, nóvember 22, 2008



Mér finnst þetta bara svo fallegt lag í kórútsetningu. Er það ekki opinbera útsetningin? Eitt eilífðar smáblóm á mínútu 1:11 gefur mér gæsahúð, flott hvernig kvennaraddirnar koma inn í karlaraddirnar. Hvað þá þegar raddirnar endurtaka textann sameinaðar á mínútu 1:56 og allt tryllist með (bassa?)trommum og svo symbli(?). Ég veit ekki hvað þessar trommur heita, haha. En þetterallavegatryllt. Ég veit ekki hvort guð á hér að vera mótmælendaguðinn eða bara einhver æðri vera. Ég kann ekki textann í íslenska þjóðsöngnum. Ég kann eiginlega enga texta, bara lög. Enda finnst mér lagið oftast mikilvægara en textinn.

Ég er núna búin að eyða fullt af tíma dagsins í að grúska, heima hjá mér og á netinu. Merkilegt hvað allt verður áhugavert (meira að segja trommur) þegar prófatíðatörnin hefst. Það eru átján dagar í prófin mín. Átján dagar líða mjög hratt.
Í kvöld ætla ég að gera jólakort. Ég veit ekki hversu mikið af fólkinu sem gefur mér jólagjafir les bloggið, en ég er búin að biðja um það áður og ítreka það hér með:

Ég vil ekki jólagjafir. Ég vil ást og samveru. Í mesta lagi jólakort eða eitthvað heimatilbúið.

Mig vantar ekkert. Ef mig vantar eitthvað get ég útvegað sjálfri mér það. Það sem ég get ekki útvegað sjálfri mér er ást og samvera með öðru fólki, til þess þarf ég fólk.
En næstu tuttuguogsegs daga þarf ég samt að fórna samskiptum við fólk og eiga bara samskipti við bækur. Fyrir utan jólakortagerðina í kvöld og laufabrauðsgerðina á sunnudaginn eftir viku held ég að ég þurfi að hitta fátt annað en rúmið mitt og bækurnar umrædda daga.

Mig langar í meira kaffi. Ég ætla að fá mér meira kaffi og klára greiningu. Ég vildi að ég gæti eytt þessum átján dögum í að bara lesa undir próf, en ég þarf líka að gera þrjú til fjögur skiladæmi á viku og læra nýtt efni. Pirrandi.

Hér kemur ástin og umhyggjan sem ég ætla ekki að gefa í veraldlegu formi næstu tuttuguogsegs daga:
ástogumhyggjanæstututtuguogsegsdaga - up-for-grabs.

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Eitthvað finnst mér bloggheimurinn slakur þessa dagana.

Ég hélt ég myndi deyja í dag. Svo dó ég ekki, ég tók bara verkjatöflur í tonnavís og vældi eins og hundur. Svo var allt í lagi. Svo var ótrúlega gaman, því ég söng á tónleikum.

Takk fyrir komuna þið sem komuð.

Tryllt lag og tryllt myndband:

mánudagur, nóvember 17, 2008

Ég mætti upp í vafferrtvo um hálftólf. Feisbúkkbannið* tók við á miðnætti og þá byrjaði ég að læra. Svo fór ég á emmbéell uppúr eitt, kíkti á hvorn tveggja tölvupóstanna minna, leit við á Stigulssíðunni, hélt áfram á emmbéell, las
fré tt ir um IMF og Söndru Magnus og kíkti á nokkur blogg (Vilhelms (ekkert nýtt) og Olgu). Núna er klukkan tvö.

Ég hef svo góðan sjálfsaga.

*Engin Andlitsbók á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.

fimmtudagur, nóvember 13, 2008

-Knock knock.
-Who's there?
-David E. Kelly.
-David E. Kelly who?
sleiksleiksleiksleik hjartahjartahjarta
-(Hvísl) I love you so much.
-(Hvísl) Did you just fart?
-(Hvísl) No.
-(Hvísl) Oh. I wish I could turn back time and not ask you that and not ruin the moment.
-(Hvísl) Trust me, you didn't ruin anything.
sleiksleiksleiksleik

fimmtudagur, nóvember 06, 2008

Þettersvonææs



Af einhverjum ástæðum minnir þetta lag mig á Söru og Auði.

Helginni verður að meirihluta eytt í Vafferrtveimur að þessu sinni. Vonandi verður ekki of mikið af fólki inni á bókasafni því þá er svo mikið skvaldur. Verst finnst mér þó þegar fólk er að hlusta á tónlist í heyrnartólum og gerir sér ekki grein fyrir því að það neyðir alla í kringum sig til að hlusta með sér.
Ég er að spá í að taka stærðfræðigreiningarmaraþon, ég er alveg týnd í þeim áfanga - kann ekki einu sinni að leysa diffurjöfnur (hann snýst um diffurjöfnur).

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég skil ekkert hvað ég er að gera í þessu námi. Til þess að standa sig vel í því þarf fólk að vera hvort tveggja klárt og ötult. Ég er hvorugt. Í hvert skipti sem ég reyni að gera skiladæmi kemst ég að því hversu týnd (euphemism (hvað er euphemism á íslensku?) yfir heimsk) ég er. Það er hræðilegt.
En hálfnað er verk þá hafið er og ég ætla að klára.

fimmtudagur, október 30, 2008

Það var svo dimmt þegar ég vaknaði í morgun. Mér finnst fínt að hafa dimmt á næturnar (en samt eiginlega skemmtilegra að hafa alltaf bjart), en mér finnst hundleiðinlegt að vakna í myrkri, fara í skólann í myrkri og fara heim úr skólanum í myrkri. Mig langar alveg að hafa smáá bjart. Fyrir utan að það ruglar alveg líkamsklukkuna.

Núna er 30. október. Eftir tvo daga verður kominn nóvember. En fyrir tveimur dögum var ágúst. Sem þýðir að á morgun eru lokaprófin og ég veit ekki neitt. En slæmt.

Fallegt með:

sunnudagur, október 19, 2008





AHHHHAHHahahahHHH!
Ég tala án þess að hafa neitt að segja.

þriðjudagur, október 14, 2008

Ég hef heyrt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að íslenskir fjármálajöfrar hafi fjárfest í skynsamlegri hlutum en margir aðrir fjármálajöfrar og að íslensku bankarnir hafi verið mjög vel reknir. Ekki þori ég að efast um það, enda er ég enginn viðskipta-, hag- eða annarskonar fræðingur.
En fer það á milli mála að Seðlabankinn hafi gert reginnmistök með því að afnema (eða minnka?) bindiskylduna og þar með leyfa gjaldeyrisforðanum að dragast svona langt aftur úr bankakerfinu að stærð? Því þrátt fyrir að fjárfestingarnar hafi verið góðar getur ekki verið sniðugt að vera með bankakerfi sem er margfalt stærra en þjóðarbúið. Eða á í alvöru að reyna segja okkur að engar líkur hafi verið taldar á hruni? (Þá hljóta líkindafræðingar að fá verk í hjartað). Þetta eru hagfræðingar að störfum, þeir vita hvernig fjárfestingar virka (eða eiga allavega að vita það). Þótt líkurnar á hruni hafi verið hverfandi, þá voru þær bersýnilega til staðar (sbr. að þetta gerðist í raun og veru).
Og ef einhverjar líkur eru á hruni þá hlýtur Seðlabankinn/ríkisstjórnin að þurfa að gera einhvers konar ráðstafanir - t.d. að hamla fjárfestingarvöxtinn og láta hann haldast aðeins meira í hendur við þjóðarhagvöxt (eins og Svisslendingar o.fl.); eða í stað þess að viðskiptabankarnir fengju að festa of stóran hluta fjár síns í góðum fjárfestingum hefði mátt skylda þá til að binda ákveðið (meira?) magn fjár í innlán til Seðlabankans, og búa þannig til ákveðið öryggisnet - sem er regla sem var afnumin!

Hér vil ég alls ekki firra fjárfestana ábyrgð. Þeir vita líka hvernig fjárfestingar virka (ef ekki betur?) og þeir áttu líka að sjá það sama og ég tala um hér að ofan (þ.e. að líkurnar hafi verið til staðar þótt þær hafi verið hverfandi). Mér finnst alltaf leiðinlegt að það þurfi virkilega lög til þess að aftra mönnum frá illa séðri hegðun, í þessu tilfelli lögin um bindiskyldu til að koma í veg fyrir auknar líkur á þjóðargjaldþroti. Ég geri mér grein fyrir að enginn sá kreppuna fyrir og hún herjar ekki aðeins á Íslendinga heldur heiminn allan, en eins og ég segi, þá hefði einfaldlega mátt fara varlegar í málið. Rísa hægar. Taka ábyrgð. Hætta að búa til peninga úr engum peningum. Ekki aðeins klífa hæstu hæðir og treysta á að reipið haldi, heldur hafa alltaf öryggisnet.

En það er auðvelt að vera vitur eftir á.

Ég skil bara ekki hvers vegna hvorki jöfrarnir né yfirvöld reyna að útskýra gjörðir sínar, með vitneskju og aðstöðu hvers tíma að leiðarljósi. Í stað þess einfaldlega að útskýra fyrir landanum á faglegan hátt hvers vegna hver ákvörðun var tekin og reyna þannig að fá almenning á sitt band, reyna þau að gera lítið úr rangri ákvarðanatöku sinni og almenningur verður bitrari og bitrari.
Það hlustar auðvitað enginn á endalausar afsakanir og ábyrgðarfirringu - fólk vill skýringar. Mér finnst við bara eiga þær skilið.

þriðjudagur, september 23, 2008

Í lífinu:

Harvest
In Rainbows
Dark Side of the Moon
Ok Computer
Talkie Walkie.

Ég held ég viti ekki um betri breiðskífur. Margar komast tímabundið á góðan stað með þessum, og margar eru bara rétt fyrir neðan, en þessar hafa frá fyrstu kynnum trónað á toppnum.

Og ég er búin að sjá allt á sviði. Nema Pink Floyd bara innan gæsalappa.

Það er nú bara það.

þriðjudagur, september 16, 2008



ell o ell

sunnudagur, september 14, 2008

Leikurinn!

Leikurinn hófst í kvöld. Og ég held ég sé búin að fatta hvers vegna mér finnst emmessenn ekki skemmtilegt samskiptafyrirbæri. Emmessenn samtöl eru sennilega leiðinlegasta tegund samskipta sem ég veit um. Samtölin eru öll sundurslitin, því ekki fer maður í tölvuna án markmiðs, allavega ekki ég. Ég fer í tölvuna því ég ætla að gera eitthvað, ég veit að ef ég kveiki á emmessenn þá tefst ég lengur við það sem ég ætla að gera. Allt tekur lengri tíma í tölvunni ef emmessenn er í gangi, samt er maður allan tímann bara með hálfan huga við samtölin því markmiðið á hinn helming einbeitingarinnar. Þess vegna verða samtölin aldrei fáránlega há a tvöfaltvaff téé, því maður gefur sig aldrei hundrað prósent í þau, þau gegna bara aukahlutverki á þessum tímapunkti lífsins. Og ekki get ég ímyndað mér að fara bara í tölvuna til að fara á emmessenn. Ef sá væri tilgangurinn væri væntanlega undirliggjandi löngun til að tala við ákveðinn aðila, og í lífinu hefur maður alveg dottið í djúsí emmessennsamtal - en í þeim tilvikum hefði samtalið deffennettlí orðið meira djúsí ef það hefði farið fram í persónu eða síma. Þess vegna, ef maður vill tala við einhvern af sérstakri ástæðu, þá mun það bara virka betur og vera skemmtilega ef maður hringir eða hittir.

Ég held það bara. En ég er ánægð með upphaf leiksins.

laugardagur, september 06, 2008

Jón.
Hallbergur.
Sörli.

miðvikudagur, september 03, 2008



Ég skulda heiminum fáránlega mikla ást.

mánudagur, ágúst 11, 2008

Raunveruleikaþættir eru að fara með mig. Það er svo langt síðan fólk byrjaði að tala um að raunveruleikaþættir væru orðnir of margir, en samt er svona helmingurinn af sjónvarpsefni raunveruleikaþættir.

Aulahrollur vikunnar:
Kimora: Life in the Fab Lane
Mother Fabulous

To die for.
Og það varð eins og ég hélt það yrði. Ég fór á nýju Batman myndina, The Dark Knight (klígja útaf nafninu), búin að heyra stórkostlega hluti um myndina. Og þegar ég nefndi að ég væri reyndar ekki svo mikill Batman aðdáandi sagði fólk það ekki skipta máli því myndin væri svo rooosalega góð. Og þegar ég nefndi að þetta væri ábyggilega hæp útaf Ledgerláti, sagði fólk svo ekki vera.

Hún fór beint í toppsætið á imdb-listanum yfir bestu myndirnar, og hver má sjálfur sjá hvaða myndir eru á þeim lista. Ég gerði ráð fyrir að hún hefði flogið á toppinn þar sem fleiri en vanalega hefðu kosið um myndina vegna athyglinnar sem hún fékk við Ledgerlátið. Hann dó, allir sáu myndina, fullt af vitleysingum gaf myndinni aukastig, myndin fór hraðar á toppinn en eðlilegt er. Það sést alveg að óvenju margir eru búnir að kjósa um myndina miðað við tímann sem hún hefur verið í sýningu.
Eftir að hafa séð myndina er ég enn sömu skoðunar.

Heath Ledger er mjög góður í hlutverki jókersins, Michael Caine stendur náttúrulega alltaf fyrir sínu, en fyrir utan jókerinn og brytann finnst mér myndin mestmegnis vera tæknibrellur og aksjón. Reyndar eru tæknibrellurnar og aksjónið flott og myndin flott að því leyti. En ég varð fyrir vonbrigðum með múgæsinginn sem fjöldinn lét plata sig í. Þetta er ekki svona yfirþyrmandi frábær mynd.

En mig grunar að ég sé með teiknimyndasögumyndafordómana mína. Hún er kannski ágæt miðað við að vera þannig mynd, en ég er svekkt því mér var sagt að hún væri góð á hærri standard en það. En ég vissi að hún yrði það ekki. En fór samt með kröfur.

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Ég skil ekki samskipti kynjanna. Ég skil þau ekki. Það eru allir alltaf endalaust að leita sér að sleik eða daðri eða bóli til að sofa í. Og í kringum þessa leit er endalaust af leikjum. Svo margt sem má ekki gera og segja.

Svo er líka svo merkilegt að um leið og sleikurinn er orðinn, er mikil hætta á vandræðaleika. Sérstaklega ef um vini er að ræða. Voðalega erum við flókin eitthvað. Af hverju lifa ekki allir bara frjálsum ástum? Af hverju þarf að vera svona mikið mál að dettísleik? Hverjum finnst leiðinlegt í sleik? Engum finnst leiðinlegt í sleik. Af hverju eru ekki bara allir í sleik allan daginn án þess að það sé tiltökumál? Auðvitað er til fólk sem mann langar meira í sleik við en annað fólk, en þá fer maður bara í sleik við það fólk og sleppir hinu fólkinu.

Ok ég er búin að fatta þetta. Ég er búin að fatta af hverju leikirnir eru. Stundum er bara gott að skrifa niður það sem maður er að hugsa og þá skýrist allt.

Sleik-leikirnir koma auðvitað til af því að enginn vill koma sér í höfnunaraðstöðuna og þess vegna þarf að tipla á tánum og aðilarnir að nálgast hvorn annan rólega, lítil skref í einu.

En þetta skýrir ekki að það MEGI ekki taka of stórt skref.

Nei nú er ég komin í hringi og alveg orðin ringluð.

----

Fólk er semsagt ekki í sleik allan daginn vegna þess að það langar engan í sleik við hvern sem er. En um leið og maður er hættur að fara í sleik við hvern sem er þá er maður með einum sleik að sýna viðkomandi sleikleikmanni að maður sé til í sleik við hann fremur en aðra. Þar með er maður búinn að gera sig berskjaldaðri en hefði maður ekki farið í sleik við sleikleikmanninn.
Attlæ. Á þessu stigi erum við semsagt farin að velja okkur suma fram yfir aðra.
Nú gildir almennt um verðmæti mannkynsins að því sjaldgæfara, því eftirsóttara. Lítið framboð eykur eftirspurn og allt það. (Þess vegna er kúkur til dæmis ekki eftirsóttur, það eiga allir nóg af kúk).
Það sama hlýtur bara að gilda um samskipti kynjanna. Er það ekki?
Okkur býðst einhver, en hann er ekkert merkilegur af því það er svo auðvelt fyrir okkur að fá hann. Við viljum miklu frekar einhvern sem er mjög sjaldgæfur og erfitt að fá. Við þurfum semsagt að minnka framboðið á okkur sjálfum til að skapa eftirspurn á okkur. ÞAÐ er ástæðan fyrir því að við MEGUM ekki taka of stór skref í tipl-sleikleiknum við sleikleikmanninn, við erum að skapa eftirspurn.
Getur þetta verið?

Gvuðminngóðuþettaerfáránlegtogégáaldreieftiraðskiljaþetta. En skilningur á samskiptum kynjanna er hér með orðið eitt af því sem ég einset mér að fá í lífinu. Eitt af lífsmarkmiðunum.

laugardagur, júlí 26, 2008

Sumarið er að verða búið. Það er það undarlegasta. Örskotstími síðan það byrjaði. Ég vissi að þetta myndi gerast. Í fyrsta skipti á þessum bráðum tuttuguogtveimur árum sem ég hef lifað, fattaði ég að sumarið myndi þjóta hjá eins og eldur um sinu.
Enda gerði það það (það það það það það það það (erfitt að vera með þráhyggju (djók))).
En af því að í fyrsta skipti vissi ég hvað það myndi líða fljótt þá gerði ég ráð fyrir því og náði að gera svo margt. Ég hlakka til að skoða listann af hlutum sem mig langaði að gera í sumar og athuga hvað ég náði miklu af honum.

Það er samt margt enn ógert og það er minna en mánuður til stefnu. Margt er afstætt, en það sem ég meina með því núna er margt miðað við fyrri sumur.

Ég verð innipúki um Versló, sem verður samt ekki einu sinni á Innipúkanum. Bara að vinna. Mér finnst það allt í lagi. Vinnan mín er fín. Fólkið skapar náttúrulega vinnustaðinn og fólkið er gott. Mér þykir vænt um alla gömlu bílstjórana. Þeir gleðja mig. Fyrir utan öll fríðindin sem ég er búin að fá frá vinnunni.

Pása í 5 mín.














Ok sorrý pásan varð aðeins lengri.

Þetta er fyrsta kvöldið í svo langan tíma sem ég fer snemma að sofa og vakna á eðlilegum tíma. Ég þarf að ná í kortin á morgun. Göngukortin. Það er svo gaman að labba í gönguskóm. Eins og maður sé með ofurmátt í löppunum. Ganggírinn er svo sterkur gír. Markmiðið er leiðarendinn. Stærstu markmiðin eru alltaf toppurinn á fjallinu og þegar toppnum er náð er heimurinn laus við vandamál, allt verður markmið með lausn, og lausnin krefst þess bara að maður komist í ganggírinn.

Máttur okkar er svo mikið meiri en við gerum okkur grein fyrir. Það er ótrúlegt hvað við getum með viljanum og sjálfssannfæringunni. Mýmörg dæmi um algera stjórn huga yfir líkama.

Að detta í ganggír hugans og vangaveltanna. Fínt að eiga þær í vangaveltubankanum. Sleppa þeim á veraldarvefnum. Veraldarnefnum. Nefnum hana ruslaílát.

fimmtudagur, júní 26, 2008

Pé ess. Verð með sama danska númer á Roskilde og síðast. Man ekkert hvað það er, segi síðar.

þriðjudagur, júní 24, 2008

Fokk hvað það er langt síðan ég bloggaði.

Ég er komin frá Spáni. Fór til Benidorm með mömmu og co. og keyrði svo al alein til Barcelona. Það gekk misvel á leiðinni norður, en suðurleiðin var betri. Ég skal ræða það undir fjögur augu við (nánast) hvern þann sem biður um það, en ég held ég sleppi því að setja lýsingar af hamförunum á veraldarvefinn.

Ég hitti Stebbu og Heimi í Barcelona og við fórum út að borða á einhvern sjúklega næs stað þar sem þjónarnir settust niður við borðið okkar til að taka pöntun. Fyndnast var að þegar Heimir pantaði "Three Mojitos" þá svaraði sænski þjónninn sem talar sænsku, ensku og smá spænsku: "Tres? Si..."
Mjög gott múv að þykjast vera spænski gaurinn sem kann ekki ensku, haha.

Ég sá líka La Sagrada Familia og Park Güell og fleiri yfirþyrmandi Gaudi verk. Vehery næs.

Mér tókst auðvitað að byrja ferðina á að brenna, svo að það var ekki mikið um sólbað. Enda þegar ég kom heim sást ekki mikið að ég væri nýkomin úr tveggja vikna Spánarferð - allir hérna heima eru miklu brúnni en ég!

Danmörk á laugardaginn! Hróarskelda á sunnudaginn! Svæði B allir saman!
Ég er búin að panta gott veður, borga fyrir það og "skrifa undir" (til heiðurs nöglunum sem ég kynntist á Íslendingabarnum á Benidorm - vægur aulahrollur).

Svo eru þrjár útilegur komnar á laggirnar núna! Jeheeess. Mér virðist ætla að takast að vera smá dugleg í sumar.

Myndir frá Spáni bráðum.

Ást,
Stef.

miðvikudagur, maí 28, 2008

Nýja uppáhalds:

garparnir.blogcentral.is

Til samanburðar:

keea.blogcentral.is


Ég fór í hjólatúr í gær. Brunaði á skrilljón trilljón (mælieining á tímaeiningu óákveðin) upp og niður brekkur. Að hjóla er nýjasta skemmtilegt. Fáránlega skemmtilegt. Ég þarf að kaupa mér hjól, pabbi á hjólið sem ég er á. Og mig vantar hjálm. Og blikkljós. Ég er fáránlega safe og svöl.

Kökuboð á föstudaginn.
Útskrift(ir) á laugardaginn.
Eitthvað skemmtilegt á sunnudaginn.
Vinna á mánudaginn og þriðjudaginn.
Pakka á miðvikudaginn.
Spánn á fimmtudaginn.
Heim 18. júní.
Vinna.
Danmörk 28. júní.
Heim 8. júlí.
Útilega helgina fyrir versló.
Vinna um verlsó (?).

Tillögur að fleiri útilegum eru vel þegnar.

Ég ætla svo að labba á Esjuna í sumar. Hver vill með?

sunnudagur, maí 25, 2008

Já nei. Ekki svo mikið, en samt smá.

Ég er flutt. Rúmið mitt komið á nýjan stað og fötin mín líka. Bækurnar eru samt ekki komnar, nema ein - sem er fáránlega næs. Óreiða á striga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Hún er í uppáhaldi. Óreiða á striga er framhald af Karitas án titils - sem er indeed uppáhaldsbókin mín í heiminum. Lesið eða grátið. Og grátið þegar þið lesið. Og hlæið líka.

Frí á morgun og mánudaginn. Nei það er víst sami dagurinn. Ég meinti frí á morgun og þriðjudaginn. Ég panta sól. Ég ætla að skemmta mér vel með henni.

Áááást attlæ blessh.

sunnudagur, maí 18, 2008

Þessi prófatíð var fáránlega mikið drasl. Ég uppskar metnað annarinnar blákalt sem var sárt fyrir sálina.
Ég er búin í prófum og búin með rúmlega þrjátíu einingar í háskóla. Sem er attlæ. Leiðinlegt að gera það ekki betur en þetta samt.

Nú tekur við sól og sumar. Vinna, frí, vinna, frí, vinna, frí. Sem er mjög næs. Miklu meira næs en að hafa alltaf stanslaust eitthvað hangandi yfir sér. Tsjillsumar framundan með einhverjum ferðalögum. Eitt til Spánar, eitt til Danmerkur, eitt til Tálknafjarðar, eitt til Stranda, að minnsta kosti ein útilega á Íslandi - helst mikið fleiri.
Hjólið komið í gagnið. Hárið orðið sítt. Lappahár farin með vaxi. Ég þarf sumarkjól.

Fullt af grillveislum, fullt af Austurvelli, fullt af bjór, fullt af gleði, fullt af litlum börnum.

Jáh. Til hamingju Davíð og Anna! Faðmogkyss ég kem í heimsókn.

Jæja, svefn fyrir 04:00 vinnu.
Attlæblessoggottlíf.

miðvikudagur, apríl 02, 2008

Antóní Gaudí finnst mér sniðugur, að svo miklu leyti sem ég þekki til hans.
Kannski var hann vondur maður sem lamdi fólk og nauðgaði öðrum. Einhver segði að það ætti ekki að hafa áhrif á álit mitt á verkum hans. Ég tel það gerði það óhjákvæmilega.

En eins og staðan er í dag langar mig fátt meira en að sjá það sem hann gerði betur en á myndum, því þótt mynd segi meira en þúsund orð þá tel ég raunveruleikann gera gott betur.

Ég fyrstaaprílgabbaði. Mjög gott gabb, en frá upphafi gabbsins, sem jaðrar við að vera helber lygi í þessu tilviki, vissi ég að gabbið jaðraði við að vera helber lygi.
Nei, þetta er sennilega ekki rétt orðanotkun. Ég vissi að gabbið myndi ekki slá í gegn hjá hinum gabbaða. Já, þetta er betra orðalag.
Gabbið snerist nefnilega um hlut sem skiptir hinn gabbaða miklu máli, og gabbið birti vonir viðkomandi um hlutinn.
Ég hef sjaldan séð manneskju jafn sára og þegar ég sagði "1. apríl".

Svekkjandi. En þetta verður kannski fyndið einhvern tímann. Jájá.


Ég er orðin lasin. Ég held mig skorti omega3.

Góðanótt.

þriðjudagur, apríl 01, 2008

Ég var í kóræfingabúðum frá föstudegi til laugardags um helgina. Það var frábært. Við sungum í nokkra klukkutíma á föstudeginum og fullt af klukkutímum á laugardeginum. Ég er önnur alt og fæ þess vegna að radda helling - sem er mjög gaman.

Búðirnar voru í heimavistarskóla, rétt hjá Hveragerði, sem heitir Hlíðardalsskóli - og er Össur Skarphéðinsson meðal fyrrum nemenda þess skóla. Mynd af honum ungum var á veggspjaldi skólans frá fornri tíð. Skemmtilegt að sjá þá mynd.

Útsýnið þarna er yfirþyrmandi fallegt. Þegar maður stendur fyrir framan húsið sér maður fallegt landslag út að sjónum og þaðan sést hafið svo langt sem augað eygir. Ég hélt ég myndi deyja.
Um nóttina var svo ekkert lítið stjörnubjart sem var alveg jafn fallegt, ef ekki fallegra. Mér var bent á Mars.

Já.

Ég er farin að læra meira. Mengi og firðrúm bíða mín.

Pé ess







HAHAHAHAH

þriðjudagur, mars 25, 2008

Mig dreymdi svo erfiðan draum í nótt.

Ég bjó tímabundið með fjórum stelpum, en ég man bara hverjar þrjár af þeim voru.
Sambúðin gekk mjög vel, við elduðum mikið saman (ég og þessar þrjár sem ég man eftir - hin var alltaf einhvers staðar að dandalast) og mér fannst maturinn alltaf mjög gómsætur og góður, og virtist öðrum finnast það sama.
Þar til einn daginn þegar ég var að elda fann ég einhvern pirring í loftinu og tvær stelpnanna (af okkur fjórum) hættu við að vera í kvöldmat. Þá sagði sú þriðja mér að sleppa einhverju af innihaldinu því það væri vegna þess sem hinar stelpurnar vildu ekki borða með okkur.
Ég tók þá uppá því að segja, með frekjuröddu sex ára stelpu, ásamt því að hoppa og stappa niður fæti:
"Ég hélt bara að þið vilduð það og fyndist það gott!"

Þá byrjaði svona stelpu "jájá við getum alveg haft þannig..." sem þýddi þó í raun "já hafðu það bara eins og ÞÚ vilt! Tussa!" og fullt af augnaráðum og plotti og allir voru orðnir geggjað sárir útí alla.
Sambúðinni var slitið fyrir áætlaðan tíma og mikil spenna lá í loftinu.

Svo vaknaði ég og var orðin alltof sein og þurfti að hætta að dreyma.

Mig langaði svooo mikið að liggja lengur og klára drauminn og láta hann enda vel.

laugardagur, febrúar 23, 2008

"Þessir menn gera, að því er mér virðist, borginni skömm, svo að margur útlendur maður mætti ætla, að þeir af Aþenumönnum, sem bera af öðrum í dugnaði, þeir menn, sem kjörnir eru öðrum fremur til embætta og annarra mannvirðinga - að þeir væru ekki hótinu skárri en kvenfólk."

-Sókrates

Haha.

laugardagur, febrúar 16, 2008

Hvolsvöllur um helgi er fáránlega næs.

Rúbbi


kaffi


grjónó


lasagne


pottapopp


föndur


Platón


krúttrassgats frænkurnar mínar




algóritmi


Bítlarnir


Feisbúkk


Mæspeis



Gerist ekki betra.

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Ég er tilbúin í að mixa síðuna mína á annan hátt. Mig langar að geta haft fyrirsagnir og skoðað gamlar færslur, en af einhverjum ástæðum hvarf sá valmöguleiki þegar ég breytti um lit á síðunni minni fyrir allmörgum mánuðum (sem jafnvel telja ár).

Mér þykir ansi líklegt að sá tími sem ég vil núna eyða í prófalestur (nokkur próf coming up, þ.á.m. eitt hundrað prósent og annað fimmtíu prósent) muni fara í html-mix. Eða jafnvel Rubik's cube.
Ef ég geri ráð fyrir að Rúbba-teningurinn hafi það eiginverk að sólunda tíma manns, þá sinnir hann eiginverki sínu ansi vel og er þar með nokkuð dyggðugur hlutur.

Annars var ég núna að mixa smá hádegismat líka, sem ég hafði hugsað mér að gefa litlu systkinum mínum í kvöldmat. Ég bjó til brauðbotn, með engri uppskrift og ég hef ekki hugmynd um hvernig útkoman verður. Ofan á botnin setti ég ommilettumix eitthvað, og toppaði svo með osti og möndlum. Þetta hljómar eins og eitthvað sem gæti verið mjög gott, en þar sem ég setti bara það sem hendi var næst í þennan brauðbotn, og hef ekki bakað brauð frá því í heimilisfræðslu hér um árið, þá veit ég ekki hvort hann verður eins og steinn eða jafnvel tyggjó.

Hlakka til að smakka og niðurstaðan verður tilkynnt í næstu færslu. Jafnvel með mynd! En spennó!

Bleeehh.

sunnudagur, febrúar 10, 2008

Sex atkvæði eru lítill hluti tæplega þrjúþúsundogfimmhundruð atkvæða. En það eru samt sex atkvæði. Sex alveg frábær atkvæði sem ég er fáránlega ánægð með.

Ég fór í besta partý lífs míns í gærkvöldi, eftir að ég stakk heimili mitt af sökum áhorfs á breskan sakamálaþátt - sem eru ekki sjaldséðir á krúttheimilinu mínu.
Þetta partý var heima hjá Nínu sælkera sem bauð mér, Lúcíu og Erlu í súkkulaði, osta, sultu, hunang, kex og hvítvín. Ég hef aldrei smakkað betra súkkulaði. Að auki trompaði hún allt saman með fagmannsbakaðri franskri súkkulaðiköku, sem er sú besta sem ég hef smakkað. Guð minn góður ég verð eirðarlaus af matarlöngun bara við að hugsa um þetta lostæti!
Nína, ég er hvenær sem er tilbúin til þess að vera súkkulaðitilraunadýrið þitt. Nefndu bara stað og stund.

Í kvöld hélt ég svo Laugardagslagapartý með litlu krúttrössunum mínum Jússu Sibb og Halla Söll, með ágætis magni af sælgæti og poppi. Nokkuð gott.
Þau krúttrössuðust svo til að vilja bjóða foreldrum sínum, sem voru þá stödd í leikhúsi, góða nótt, svo þau fengu að senda sms til ma og pa, sem hljóðar svo:


"Frá H.S.Ó og voffa:
Pabbi og mamma, við erum að fara að sofa. Góða nótt "og ég bið að heilsa" segir voffi með mömmurödd.
Frá J.S.Ó:
Ég er að fara að sofa pabbi og mamma. Vonandi fannst ykkur gaman í leikhúsinu. Stefanía er mjög skemmtileg og góð við okkur. Kisa biður að heilsa, kveðja Júlía."



Þetta er það krúttlegasta. Rökin fyrir því eru eftirfarandi; þau skrifuðu í sitthvoru lagi án þess að vita hvað hitt skrifaði, og skiluðu bæði kveðju frá bangsanum sem þau eru búin að eiga frá unga aldri.






Að fjöldasöngsstjórna og að vera fáránlega bíjútífúl.


Góða nótt (og Skippý biður að heilsa).

miðvikudagur, janúar 23, 2008

Ahhh! Ég vona að sá sem fann upp sturtuna hafi lifað rosalega góðu lífi, hann átti það skilið. Og auðvitað voru það Grikkir sem áttu frumkvæðið að sturtu með pípulögnum og allt. Tsjékk át ðis kreisí klevörness:



Eru þetta karlar eða konur? Þetta eiga að vera forn-grískir íþróttamenn. Sem voru að öllum líkindum karlar, en eru þeir ekki með brjóst á þessari mynd?

Ég var að koma úr hálftíma sturtu og það var það besta sem ég hef gert. Sérstaklega í þessum viðurstyggilega kulda sem er að drepa landann.


Að öðru; kosningabarátta Röskvu á fullu. Fullt af verkefnum framundan ásamt því að það er kreisí tú dú í skólanum og ég er að takast svo vel á við þetta. Ég er nefnilega að tækla þetta þannig að ég horfi á allt þetta brjálæði hrannast upp og mér fallast hendur og enda með því að gera ekki neitt. Nema blogga og hangsa. Smúþ!

Neineiþettareddast (sem er orðatiltæki sem maður á alls ekki að treysta á segir námsráðgjöf HÍ - samt treysti ég á það).

Tónleikar í kvöld á Organ. Mætið eða verið ferhyrningar!

föstudagur, janúar 18, 2008

Ný getraun!

Hver er þetta:

blog.central.is/teratterta - Terat terta. Terat hefur að minnsta kosti þýðinguna illkynja, ég veit ekki hvort það sé rétta merkingin í þessu tilviki.

Mínar ágiskanir eru nokkrar, en öllum þeirra fylgja það miklar efasemdir að ég get ekki giskað fast á neina þeirra.



Annað:
Ég varð veik, svona fyrir þá sem vilja vita það. Ég er veik, fyrir þá sem vilja vita það.

Ég minni á framboðslistakynninguna í kvöld á Gauknum. Meganæs sjitt.

Bleh.

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Vá, strax ný færsla. Ég tel mig góða.

Röskvufundur í kvöld - voða gaman. Á föstudaginn verður framboðslistinn til stúdentaráðs og háskólaráðs kynntur, kl. 21 á Gauknum - hvet krúttrassa til að mæta, aðrir mega líka alveg mæta en ég hvet þá ekkert sérstaklega til þess, júnó.


Ég fór í leikhús á miðvikudaginn fyrir viku, á leikritið Belgíska kongó, þar sem Eggert Þorleifsson fór á kostum sem gömul kona á elliheimili. Hljómar ömurlega, en var frábært. Hann náði að draga saman í þennan karakter alla ell o ell-eiginleika gamalla kvenna sem til eru í þessum heimi; gamla gleymir að hlusta á aðra; talar áfram í símann eftir að hún leggur á; gerir allt fááááránlega hægt; situr - en hreyfir sig eins og hún sé við það að standa upp, án þess nokkurn tímann að gera það; rifjar endalaust upp gamlar sögur og segir þær í miklum smáatriðum og svo margt fleira.
Það sem mér fannst best var að hún kvaddi einu sinni með orðunum: "Bless kex." Þá hélt ég nú bara að ég færi yfir um af hlátri (nei, reyndar er það haugalygi, ég kann alveg að haga mér í leikhúsum).
En dyggir aðdáendur þessa bloggs til langs tíma vita að með þeim orðum endaði ég hverja færslu eitt sinn - var jafnvel farin að stytta það í "kex", til að vera kúl stundum.

Jæja. Svefn er víst nauðsynlegur - sérstaklega fyrir þá sem eru að fá brjálæðiskuldaflensuna sem herjar á landsmenn um þessar mundir.
Reyndar er ég búin að ákveða að ég ætla ekki að verða veik. Ég segi það og skrifa, ég ætla ekki að verða veik.

Góða nótt (ekki taka mark á þessari kveðju ef þið eruð ekki að fara að sofa - þá segi ég bara: Bless kex).

mánudagur, janúar 14, 2008

Jæja þá. Nú er önnur önn byrjuð. Nóg að gera. Möguleg viðbót við verkefnalista annarinnar, skemmtileg viðbót þó.
Sökkva, taka því rólega, bíða eftir björgun.
Nei, það er kviksyndi og námið er ekki kviksyndi. Námið er að moka holu? Nei ég veit ekki.

Ég reyni.

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Já. Enginn hlaut verðlaunin fyrir skýringu þess að vera t.s.
Svekkjandi. En getraunin er enn í gangi fyrir þá sem vilja spreyta sig.

---

Byrjuð í skólanum aftur. Búin að eyða heilli kvöldstund í bull. Nei, það er bull. Ég skipulagði og raðaði svo mörgum blöðum (öll gömul) og las yfir örfáar glósur.
Einn dagur og svona tuttugu blaðsíður af glósum nú þegar. Kúl.

Hitti meistarakennara í dag. Stærðfræðiskor er full af meistarakennurum.
Líst ágætlega á þetta. Ágætlega.

Allar einkunnir síðustu annar eru komnar í hús og ekkert fall. Einkunnir á bilinu fimm til níu. Nían var afspyrnu ánægjuleg, eins ánægjuleg og fimman var pirrandi.

---

Ég er búin að taka niður allt jólaskraut (hluti af kvöldstundinni fór í þá skemmtun (það var samt gaman í alvöru - síðasta jólastundin, góð tónlist, kaffi, kerti, góð lykt (af kertunum)...)). Gleymdi að vísu einni krúttlegri jólastyttu - ég hugsa að ég leyfi henni að sitja hérna aðeins lengur bara. Annars á ég eftir að upplifa alltof mikið menningarsjokk.

Á morgun ætla ég að fara í bankann og baka köku og búa til barn (ég sá nefnilega krúttlegasta barn í heimi í kvöld) og fara í labbitúr og fá pening og knúsa einhvern og læra og kaupa bláan artlæn penna og tala við Guðrúnu Helgu og eitthvað svona dótarí.

Bleh.

sunnudagur, janúar 06, 2008

Verðlaun (fara eftir vinningshafa) fær hver sá sem segir mér sanna merkingu þess að vera t.s. (hljómar framandi).
 

© Stefanía 2008