þriðjudagur, mars 25, 2008

Mig dreymdi svo erfiðan draum í nótt.

Ég bjó tímabundið með fjórum stelpum, en ég man bara hverjar þrjár af þeim voru.
Sambúðin gekk mjög vel, við elduðum mikið saman (ég og þessar þrjár sem ég man eftir - hin var alltaf einhvers staðar að dandalast) og mér fannst maturinn alltaf mjög gómsætur og góður, og virtist öðrum finnast það sama.
Þar til einn daginn þegar ég var að elda fann ég einhvern pirring í loftinu og tvær stelpnanna (af okkur fjórum) hættu við að vera í kvöldmat. Þá sagði sú þriðja mér að sleppa einhverju af innihaldinu því það væri vegna þess sem hinar stelpurnar vildu ekki borða með okkur.
Ég tók þá uppá því að segja, með frekjuröddu sex ára stelpu, ásamt því að hoppa og stappa niður fæti:
"Ég hélt bara að þið vilduð það og fyndist það gott!"

Þá byrjaði svona stelpu "jájá við getum alveg haft þannig..." sem þýddi þó í raun "já hafðu það bara eins og ÞÚ vilt! Tussa!" og fullt af augnaráðum og plotti og allir voru orðnir geggjað sárir útí alla.
Sambúðinni var slitið fyrir áætlaðan tíma og mikil spenna lá í loftinu.

Svo vaknaði ég og var orðin alltof sein og þurfti að hætta að dreyma.

Mig langaði svooo mikið að liggja lengur og klára drauminn og láta hann enda vel.
 

© Stefanía 2008