laugardagur, janúar 29, 2005

já. nú þekki ég menn sem eru úr timbri mjög vel.
þetta var nú skemmtilegur orðaleikur.
ég er semsagt mjög timbruð. helvíti. er siðferðilega rangt að drekka þegar maður er fárveikur? ég var mjög auðölvuð í gær þar sem ég var með 38.5 stiga hita og hellíngs hausverk, mjög illa sofin, varla neitt búin að borða o.s.frv.
já krakkar mínir. svona er þetta nú.

vá það er geðveikt kalt hérna. ég er með marblett á úlnliðnum og ég veit ekkert af hverju.

sms? msn? nei það þekki ég ekki.

jæja.

heyrðu já. helgargesturinn sem talað var um í síðustu færslu komst ekki. jább. helvítis ógeðslega helvítis veður ógeð. ófært helvíti.

en vonandi gerist það núna eftir. hoppedíhopp.

kegs.

fimmtudagur, janúar 27, 2005

u já. ég fékk flensuna aftur. þessa skæðu sem er að myrða alheiminn. svarti dauði vol. II.
nei ekki satt.
en hún er ömurleg. ég er búin að fá hana áður. hvenær fékk ég hana síðast? já ég skal segja ykkur það.
síðast fékk ég hana fyrir tveimur vikum, fimmtudaginn áður en ég átti að fá helgargest. ótrúlega frábæran helgargest. þá varð ég illa fyrir barðinu á flensumeistaranum. það varð til þess að segsan mín skemmdist. ég veit samt ekki hvað segsa er. ég segi bara svona.
vá það er svo ömurlegt að vera svona mikið veik. ég hef alltaf verið þannig að ég er bara ónýt með nokkrar kommur. ónýt. mamma mín hin fagra getur vitnað um það. núna er ég sko næstum því með heilli gráðu meira en eðlilegt er samkvæmt rassamælinum góða. þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það hefur mikil áhrif á undirritaða. ég vona nú að þetta fari að lagast. ég var allra verst rétt fyrir kvöldmatarleytið en þó er ég slæm núna.

vá þetta er í þriðja sinn í mánuðinum sem ég blogga um veikindi mín. en sorglegt.

já semsagt ég er þvöl (því viðbrögð líkamans við of miklum hita - hvort sem hitinn er vegna átaka eða til að hraða ensímisvinnslu - er bara hreinlega að svitna til að kæla líkamann niður), ég er með rauðan nebba og auma húð í kríng (svokallað snýtunef), ég er með sokkin og glær og aum augu, ég er fáránlega nefmælt (krúttlegt eins og sumir orða það) og ég er stanslaust þurr í munninum af því ég get ekki andað með nefinu (ég vaknaði meira að segja oftar en einu sinni og oftar en tvisvar upp (og oftar en þrisvar og fjórum sinnum) við það í nótt og í dag, meðan á veikindasvefni mínum stóð, að eiga erfitt með að anda af því að munnurinn minn límdist saman sökum þurrleika (má einnig finna fyrir þessum þurrleika í mikilli þýnnku - og þeir sem stunda eiturlyf eiga það víst til að finna fyrir honum líka).

næs að vera svona. verý næs. já ég kláraði ekki söguna.
sami helgargesturinn og var á leiðinni þegar ég var svona veik síðast (fyrir tveimur vikum) en komst síðan ekki og ég þurfti að vera ein í veikindum mínum, kemur aftur núna.
vá og viti minn, hver er veikur?
já það er hún stefanía sem á von á helgargesti.
hann heitir gestur og er bara til um helgar - þess vegna er hann kallaður helgargestur.

grín.

jæja. ég er farin að vera veik. bæjó.
já og endilega tékkið á blog.central.is/omglol (linkur til hliðar: gáfuðu krúttin) - það er allt að verða vitlaust þar um þessar mundir vegna þess að þessi síða er svokallað grín hjá okkur - en alvöru gelgjurnar meika ekki grín. já ok. þið sjáið það þegar þið mætið þangað.

kegs.

þriðjudagur, janúar 25, 2005

vá ég er í bloggstuði krakkar!

ég var með sögu í huga um daginn sem ég ætlaði að blogga um, en grinch kom og stal sögunni.
já bíddu hún fjallaði um jólin.
nei vá grín fyndin ég.

já ég er plebbmundur sem á eftir að læra. samt ligg ég uppí rúmi með uppáhaldið mitt - fartölvuna mína - og blogga ásamt því að horfa á innlit skástrik útlit með öðru auga.
skilgreining á plebbisma: efnisgreinin hér að ofan.

já ég var að komast að leyndardómi fyndninnar. ég var að tala við tummund áðan og ég var ekki að reyna að vera fyndin og þá var ég bara hevví fyndin.
en mér fannst ég samt ekki vera fyndin. sem sýnir kannski bara lélega skilgreiningu mína á húmor. mig langar auðvitað fyrst og fremst að skemmta sjálfri mér. mjög oft finnst mér ég vera fyndin - en engum öðrum.
eins og eldhúsvörðurinn á ópus (já þið lásuð rétt kæru lesendur, ég fór á ópus - en það var einungis í þeim tilgangi að finna ákveðna persónu) á airwaves. það var mjög gaman að rugla í þeim gaur.
honum fannst ég samt mjög fyndin ég sá það alveg á honum. hann var bara að reyna að halda kúlinu og alvarleikanum sem hann þarf að halda vegna þess að hann er dyravörður .

já ég get svo sannarlega verið fyndin. æji jájá. þegar ég er undir áhrifum áfengis. kannski ég ætti bara að gerast dagdrykkjumaður. með meiru.

kegs.
ég man ekki einu sinni hvernig það er að vera fyndin. ég var það einu sinni. en samt bara þegar ég og dagný meikuðum það saman. skilurðu. ég er bara lost. lossý. lassý. rass. pass. passa. börn. örn. örn þór. þór. guðir. guðný. dagný. dagur. nótt. myrkur. týndur. lost.
þetta var hringrás lostans <- haha. eins og ég hafi verið að tala um losta skilurðu.

grín.

æji. lol er out. það er ekkert kúl. en það er svo sannarlega fyndið eins og ég.

litli bróðir minn er mjög fyndinn. og hann er með linustu eyru í heimi. það er svo fyndið. hann gaf mér þau einu sinni. þau eru uppáhaldseyrun mín í öllum heiminum.

sögustund:
einu sinni var kúki að labba á götunni og þá sagði jón "hey kúki ertu búinn að kúka" og hló dátt.

kegs.

sunnudagur, janúar 23, 2005

vitiði hvað er kúl?

-"hey minns var að elta þinns og þinns var geðveikt hræddur við minns."
-"já og svo gleymdi minns að athuga hvert hann væri að fara og hljóp útaf brúnni og þinns tók ekki eftir því þannig að okkas datt í sjóinn!"

haha þetta er svo skemmtilegt. það eru svona klassískir hlutir sem viðhaldast í gegnum allar kynslóðir. ég skil ekki hvernig það gerist samt. hvernig vita öll börn að þinns og minns eru algild barnaleikjaorð? þetta er dularfullt.
það sama gildir um fattarðu.
looool grín hahaha.

hahaha svo er hahahahaha kúkogpiss húmorinn sem kemur hjá öllum börnum um segs ára aldur. haahhaa. hann er það skemmtilegasta. hahaha. ég get svo auðveldlega skemmt litlu systkinum mínum - sérstaklega líka kannski af því að mér finnst þetta sjálfri svo ógeðslega fyndið LOL grín. hahahaha. okeyj. allavega.
dæmi:
-júlía bendir á eitthvað skemmtilegt og spyr "hvað er þetta?"
-stefanía gerir geðveikt kúl spenntan ákafan barnasvip - svona halfgerðan "fattarðu?"-svip - og segir "KÚKUR HAHAHAHA!"
-júlía deyr næstum því úr hlátri. hahaha.

hahhaaha.

neih! hey! lagið er í sjónvarpinu! frábæra lagið um kaggann sem kalli kemur vonandi í lag! geðveikt óldskúlíslenskt lag hahaha með munnhörpu og allt vá geðveikt.

krakkar. já. ein enn pælíng svo bara búið:
NEIJ!
bölvað emmessenn. ég fór í smá samtal eftir að ég skrifaði "... svo bara búið:" og nú man ég ekki pælínguna.
seinna.

kegs.

oh ég var að prófarkalesa og ég man pælínguna. feiijjjjttt. grín.
ég er komin með lol æði. það er mjög gaman. og fyndið að segja lol. loool hahah grín. mjög fyndið. hahaha. en allavega.
í gær vorum ég og björk að tsjilla feijtt og vorum geðveikt kúláðí og fyndnar eins og alltaf.
takk fyrir. hahaha grín haha.
ég var semsagt alltaf að segja "haha looool - grín hahaha".
þá kom upp sú pælíng hvað það væri fyndið ef maður myndi aldrei hlæja heldur bara segja lol geðveikt vélmannalega. svona nennti ekki að hlæja eða lol væri bara algert tákn fyrir hlátur.
einhver segði geðveikan brandara í uppistandi og ekkert heyrðist í salnum nema hvert lolið á fætur öðru hahaha. hahaha ótrúlega skemmtilegt.

í framhaldi af þessari umræðu mæli ég með linknum "gáfuðu krúttin" hér til hliðar undir flokknum "reykvískir-akureyringar" - hann vísar á blog.central.is/omglol sem er the hottest blogsite in town - ohhhh yeeaahhh scooooore!

já takk fyrir.
kegs.

laugardagur, janúar 22, 2005

já núna er ég tilbúin að hlaupa! í fyrramálið á ég ekki eftir að meika neitt hlaup. né súkkulaði <- brandari. en núna myndi ég bara mæta í baðhúsið ef það væri opið og ég myndi bara hlaupa af mér alla þessa ölla og hvítu rússa - ef þið skiljið hvað ég á við (sagt eins og chandler segir "if you know what i mean" með höstl röddinni sinni).

já. kvöldið var bara extremely nice. nema fólk beilaði útaf öðru fólki skilurðu. sem er bad ass work við hitt fólkið sem átti beil ekki skilið. en svona er lífið þú veist.

ókeyjbæjeðakegs.

föstudagur, janúar 21, 2005

hahahha. ég er í svo miklu hlátursskapi.
ég er líka nýbúin* að borða yfir mig í kaffitímanum. hvernig er það hægt? kaffitíminn er alltaf svona þar sem maður borðar geðveikt lítið. eina brauðsneið eða eitthvað.
já nei ég borðaði:
-tvær og hálfa ristaða brauðsneið með smjöri, osti og heimagerðu rifsberjahlaupi sem er geðveikt gott.
-finn crisp sesame svona kringlótt stórt þykkt kegs/hrökkbrauð, veit ekki hvort þið þekkið það, með osti.
-finn crisp veitekki svona langt mjótt, með osti.
-fimm maryland kegs.
-tvo bolla af heitu kakói.

sjitt haha svo óeðlilega mikill matur fyrir kaffitímann. ahahha. æji. já stefanía - megrun. flott mál.

nei já ég ætlaði samt að segja eitt sérstakt í þessari færslu.
ég er aldrei fyndin - það er svo sorglegt. ég er alltaf bara þessi sem hlær hahaha. æji. ég vildi að ég væri fyndin.
stundum finnst mér ég samt vera fyndin. og þá hlæja stundum sumir. en oftast er það bara af því að brandararnir eru svo ömurlegir að það er fyndið eða ég er svo asnaleg að hlæja að sjálfri mér.
hahha.

mig vantar svona einkatíma frá þorsteini guðmundssyni eins og jamie kennedy fékk í ofurömurlega þættinum op.
reyndar hef ég bara séð hálfan þátt - en hann var ömurlegur.
nema einhver fyndinn vilji taka mig að sér? í smá kennslustund.

ég auglýsi hér með eftir húmorskennslu og verafyndin-kennslu.

ég auglýsi líka eftir kvöldmat.
pabbi ætlar að hafa súra hrútspúnga, hákarl, kindakæfu eða hvað sem það heitir, harðfisk og svið.
sjitt ég bara þetta er ógeðslegt.
ég labbaði inní eldhús.
-"jæja stefanía! nú verður sko þorramatur og þú ætlar að fá þér súra hrútspúnga og svið!" sagði pabbi og það hlakkaði virkilega í honum þegar hann sagði þetta - svo mikið að hann nuddaði svona saman höndunum og horfði geðveikt mikið á mig með geðveikt ákaft bros.
-"nei pabbi ég held ekki." sagði ég og hló að ákefð föður míns.
-"hvah! borðarðu ekki svið?! þú hefur gott af þessu! súrir hrútspúngar eru það besta sem þú færð! fullt af próteinum!" sagði pabbi og greip um púnginn á sér á meðan hann lýsti próteinmagninu yfir. svo auðvitað brosti hann mjög ákaft.

æji fokk það er kominn matur. oh lyktin.

björgun væri fín.

takk fyrir.

miðvikudagur, janúar 19, 2005

er kominn tími á blogg? tjah maður spyr sig. kannski ef ég hefði eitthvað að segja.

en hef ég það nú yfirleitt? umræðuefnisskortur hefur aldrei komið í veg fyrir endalausar umræður hjá mér.

gaber er víst orðið. allir kúl sem segja gaber. oh mh er svo mikill snobbskóli. það er svo ógeðslega mikið af óskrifuðum reglum. þetta er eiginlega að gera mig geðveika. fyrst er þetta voða gaman og svona - svo verður þetta bara þreytt. þetta fokkíng emmháíngasnobb.
það kraumar alls staðar eitthvað baktal og laumulegar athugasemdir um alla. ég veit að baktal er alls staðar og því miður eldist fólk aldrei uppúr þessu sjitti eins og maður heldur þegar maður er lítill - en emmhá er svo troðið af þessu.
það er svo mikill klíkuskapur og "égerbestur"-hugsun þarna. ó vá sérstaklega sviðsmenningin í norðurkjallara. þar er einhver mesti nöðruskapur sem ég hef komist í kynni við. fólk stendur ekki einu sinni við bakið á vinum sínum. það eru engin mörk.

kannski er þetta svona mikið bara í norðurkjallara. kannski er þetta alls ekki annars staðar. ég verð allavega að viðurkenna að þeir sem ég hef kynnst sem staðsettir eru utan norðurkjallara eru ekki í þessari eilífu baráttu um toppsætið á vinsældarlistanum. en það er málið innan veggja kjallarans. og þeir sem helst yfir hópnum tróna, eða eru næst toppsætinu sem barist er um með laumulegum bitum ásamt kjafti og klóm, eru allra verstir.
það fólk lifir eftir þeirri sannfæríngu að koma vel fram við fólk í byrjun til að kynnast fólkinu - því það er jú kúl að þekkja sem flesta - en um leið og kynnistinu er lokið þá er næsinu lokið - nema auðvitað teiti eða aðrir nytsamlegir hlutir fylgi næsinu. svona gengur þetta til þess að halda vinsældunum. já eða "vinsældunum". þrátt fyrir að vera kannski með þessu móti á margra vörum og boðslistum þá efast ég um að traustið eigi sér sterkar rætur hjá fólkinu.
mjólkaðu á meðan þú getur er ábyggilega mottó norðurkjallarabúa.

oh. pirrandi.

*þessi frásögn á sér enga stoð í raunveruleikanum.
jú.

*engir ákveðnir aðilar voru hafðir í huga við ritun.
ok.

nei ég meina bara tsjilliði á baktali, útilokun, illgirni, ah fokk og svo framvegis.

mig langar samt að telja upp nokkra sem mér finnst alveg einstaklega góðar manneskjur og hreinar og ég tengi ekki við fyrrnefnda hluti:
jón ká.
olga.
íris.
hildur ploder.
hrafnhildur óðríks.
finnur húfumaður.
jón ragnar.
hjörtur úlfur.
tumi.
ásta márusdóttir
haffi metalgaur.
sandra óðríks.
hhelga.
þóra.
védís.
inga skáti.
katla.

pant ekki gera listann lengri. ekki taka því þannig að mér finnist fólk sem er ekki á listanum ömurlegt - en þetta fólk finnst mér standa uppúr í hreinni framkomu, hreinskilni og vinafestu. svo er auðvitað alltaf sá möguleiki fyrir hendi að ég sé að gleyma einhverjum. sorrý.
á móti má reyndar segja að ég þekki meirihlutann af þessu fólki ekkert ofboðslega vel - en svona kemur það mér fyrir sjónir.

takk fyrir.

sunnudagur, janúar 16, 2005

fyrst á dagskrá:
plebbalegt að kommenta ekki.

annað á dagskrá:
jæja nú komu línkarnir.

þriðja á dagskrá:
umsagnir:

ari
marteinsson. fimmtíu prósent tvíeyksins arnar og ari. ari er sá sem eftir er með sítt hár. hann á kærustu (sorrý stelpur) sem heitir nína (næstum því eins og núna og bara einum lyklaborðstakka frá). hún er hress. eins og hann. ari er fogsy ekki ladeh sem skellir brandara framan í mann endrum og eins. hann er einn þriggja í bandinu bólbræðrum sem er eðalhljómsveit. takk fyrir.
first impression: gaurinn sem x fannst getnaðarlegur. silent bob. kúláðí.

hildur
ploder. hreinskilnibrjálæðíngur. mjög hress fogseh ladeh. segir semsagt allt sem henni býr í brjósti. opin. á kærasta - sorrý fólk. já fólk af því hún er tvíkynhneigð. nei ég er að plata sko. en jæja. þú veist. hún er líka stundum svo hreinskilin að hún virðist vera pirruð - en er það samt kannski alls ekki. gaman að henni.
first impression: haha. stundum pirruð. hress.

inga
auðbjörg kristjánsdóttir. krullmundur. hún er leikfélagsstýra og leikkona. hress eins og kegs. í ákveðnari kantinum. thug auðvitað.
first impression: rola nei grín. gola nei grín. rolla nei grín. bara hress og ákveðin. sem hún er.

lísa
elísabet björk pétursdóttir. þokkalega góð áðí. sófinn lísa - sófinn. lísa átti besta bíl í heimi. rauður eðalvagn. núna á hún nýjan. já atburðirnir hafa hrannast upp hjá mér og lísu á þeim tíma sem við höfum þekkst og ýmislegt komið uppá. sjæse. lísa er mikið fyrir gömlu kallana. og slagsmál nei. en hún er villt eins og byltíng. takk fyrir.
first impression: fær sínu fram fram með sannfæríngarkrafti sem þekktist hjá eiginkonum á 6. áratugnum.

margeir
sigurðarson. many. geiri kreatín. holy moly. páfinn. rebbi. nei þetta er allt rugl sko. nema many og geiri kreatín. en hann er samt margklofinn persónuleiki, ég hef bara ekki vitneskjuna í að þylja þá alla upp. margeir er einn fyndinn gaur. fattaru? haha. snjór fattaru! - já af því snjór hvítur. fattaru? haha. mjög góður samtsjillari. artý gaur. jeah.
first impression: æji. fyndinn gaur sko.

okeyj bæj.

laugardagur, janúar 15, 2005

já ég vil bara koma því á framfæri að mér líkar mjög illa við menn sem lofa tveimur góðum manneskjum fari suður til reykjavíkur frá stórborg norðurlands en svíkja það svo á síðustu stundu.
mjög illa.

já annars er þessi thug sem er að skrifa veikur. já. þið lásuð rétt. hörkutólið er veikt. ég fór ekki einu sinni skólann á föstudaginn. það var nú óþægilegt. en þetta voru samt tímar sem hæglega er hægt (haha hæglega hægt) að sleppa því að sitja og samt skilja allt. i believe (i can fly (haha vá ég er bara að slá um mig hérna)).
já semsagt ég er með fullt af veikindum. alls konar. er ég ekki búin að tala um þetta áður?
það er samt verra núna. eða var verra í gær öllu heldur. núna fer það skánandi en er samt frekar tæpt á því. mig verkjar í nefið og þannig.

já mér líður eins og ég sé fyndin.
ég sakna samt alveg sko. ég er bara svo kúláðí. eins og alltaf.
sundi. rauðsundi hahaha. sem hellir bjór í brjóstaskorur.
-nína, þú veist hvað ég á við. líka ómar. (sagt með svona "eyjj how you doin"-röddu).

ég hef komist að þeirri niðurstöðu, eftir alls ekki miklar vangaveltur (þetta er ekki kaldhæðni, ég er ekki búin að velta þessu mikið fyrir mér og ég er að taka það vegna þess að það gæti vel verið að það sé til en ég hafi ekki fattað það ennþá vegna skorts á umhugsun), að það er ekki til fallegt og hugljúft orð yfir sjálfsfróun. ekki það að ég geri svoleiðis. eða eitthvað annað sem er ekki almennt viðurkennt sem afþreying fyrir alla.
ég var bara að hugsa um þetta vegna þess að sjálfsfróun hefur af einhverjum ástæðum verið umræðuefni hjá mér skringilega oft undanfarna daga.

mmm hvítt súkkulaði er svo gott.

systir mín er að dansa. haha.

g'bye. eða kegs.

föstudagur, janúar 14, 2005

ég lenti í mjög skemmtilegu atviki í gær.

á akureyri, þegar maður er að keyra, þá athugar maður alltaf hvort maður þekki fólkið sem maður stoppar við hliðina á á ljósum og maður kíkir inní bíla sem keyra framhjá manni vegna þess að líkurnar eru auðvitað meiri en minni á að maður viti hver farþeginn eða ökumaðurinn er og geti jafnvel splæst veifi á liðið.

í reykjavík pæli ég ekki einu sinni í þessu. ég kannski lít inní næsta bíl til að athuga hvort þetta sé verðugur keppinautur í spyrnu (svöl) eða jafnvel bara augnayndi. líkurnar eru hverfandi á að maður þekki þann sem er í næsta bíl.

en í gær. þá gerðist hið nánast óhugsandi. ég keyrði við hliðina á bíl - sem ég var ekki mikið að pæla í - og rétt leit í áttina að honum.
viti menn! var það ekki bara heimir bje joð í farþegasætinu (ég sá ekki hver var að keyra). þetta fannst mér með eindæmum skemmtilegt.
þegar líkurnar eru litlar á að maður rekist á reykvíkíng sem maður þekkir á miklubrautinni, hversu ólíklegt er það þá að maður rekist á akureyríng í næsta bíl á miklubrautinni?
hahahaha. geðveikt.
já skemmtilegt.
já gaman.
mjög sniðugt.
undravert.
stórkostlegt.

takk fyrir.

ég hef ekki mikið meira að segja að svo stöddu. jú reyndar.

á morgun byrjar helgi letinnar. tveir sólarhringar í að flatmaga heima hjá mömmu gömlu. ekki það að hún sé gömul, maður tekur bara svona til orða sjáið til.
þetta á líka eftir að verða besti félagsskapur í heiminum.
ég hlakka ýkt krúttí lol mikið til omg. grín.

í kvöld fór ég á forsýníngu leikritsins "ég er ekki hommi".
umsögn: hahahahahahahahaha!

geðveikt fyndið sjó og g. helgason kom mér á óvart með breyttum karakter. það hefur verið við hann kennt, sjáið til, að skipta aldrei um karakter. þar gerði hann í kvöld. jájá alveg allavega soldið.
mér hefur nú samt alltaf fundist hann ágætlega fyndinn - en hvað finnst mér ekki fyndið? tjah, mér er spurn.
(ég veit samt alveg hellíng sem mér finnst ekki fyndið. jón gnarr er ekki eitt af því). hann og felli voru með bestu stundina okkar.
fó ríl.

nei já sýníngin var semsagt mjög fyndin. og það var ekkert bara ég sem hló. skilurðu.

okeyjbæjeðakegs.

miðvikudagur, janúar 12, 2005

ég týni öllu! ótrúlegt.
í gær þegar ég var að fara að sofa var ég með klósettpappírsrúllu hjá rúminu mínu af því að ég er með brjálæðislega sjúklega mikið kvef sem ég dey ábyggilega bráðum úr.
í dag þegar ég kom heim úr skólanum var klósettpappírsrúllan ekki þar lengur.
hvernig getur klósettpappírsrúlla horfið?
mig langar svo mikið að snýta mér. ég lýsi hér með eftir klósettpappírsrúllunni minni.


ég vil minna á að hér fyrir neðan er færsla með lýsingvalskfajæsdf. mjög áhugavert og skemmtilegt sjitt.

heyj! ég fann hana! haha jess. ok.

já ég er semsagt með ógeðslegasta hóstann sem vekur athygli hvert sem ég fer og ég er með viðurstyggilega mikið kvef namm nei og stokkbólgna eitla. þar að auki er ég með króníska þreytu - sama hve mikið ég sef.

já þetta var blogg kvartsins.

það hættir samt ekkert sko. það er í eðli mínu að kvarta.

núna eru á leiðinni alveg nokkrir línkar.
margeir feitidrengur er kominn með blogg.
lísa sniðugi bílabjóðari.
inga auðbjörg krullmundi á líka blogg.
hildur ploder ofurhreinskilna á líka blogg.
halldór há thug með meiru á líka blogg.

já fleiri. þetta kemur krakkar mínir. tsjilla. línkilínk eftir smá.

þetta er náttúrulega alveg sérstaklega skemmtilegur nári. hver hefur ekki hugsað "vá ég vildi að ég hefði séð skemmtilegri nára."
það sem ég hélt, enginn.

já many. margeir. haha.
okeyj bæj.

vá mér líður í alvöru ílla að yfirgefa bloggið mitt án hins sígilda orðs:

kegs.

þriðjudagur, janúar 11, 2005

jæja. þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir með óþreyju:
lýsing á restinni af fólkinu á línkalistanum mínum. allavega "reykvískra-akureyrínga"-hlutanum. fyrir þá sem ekki fatta stendur það fyrir fólk sem er í raun akureyríngar, allavega í mínum augum, en hefur flust þaðan til reykjavíkur.

~reykvískir-akureyríngar~

bringunonni
eða jón heiðar túrbóson. nei grín. ég veit ekki hvað hann heitir fullu nafni en hann gengur undir mörgum gælunöfnum, þ.á.m. jón túrbó (af því hann er með túrbótyppi grín), bringunonni, heitapottsnonni, krulli o.s.frv.
ég man ekki hvar eða hvenær ég kynntist þessum sómadreng. jón er góður teitishaldari og hefur hann m.a. verið loðaður við feitasta heitapottsteiti á akureyri. uppúr því fékk ég líka gælunafnið heitapotts-steffa - sem ég er reyndar ekkert hottiepottie ánægð með, en maður getur ekki ráðið öllu.
johnny kann að fljúga og hann skuldar mér flug. hann gaf mér líka franskar um áramótin. það var geðveikt. takk jón.
first impression: sjúkt fyndinn og freðinn gaur.

gáfuðu krúttin
er gengi sem samanstendur af leyndum persónuleikum ákveðinna stúlka. á þessu bloggi brýst út brjálæðisleg gelgja sem segir omg og lol gjiðvegt oft og hefur bloggið heiti í samræmi við það. þessar stúlkur bera nöfnin:
bergþóra, björk, dagný, nína og steffý.
við sýnum hér sérlega frábæra hlið á okkur og við leggjum til að allar ungar meyjar fái sér eitt svona gelgjusprengjublogg. margar eru með svona nú þegar og reyndar ekki allar í gríni. en gegt lol.

heimir
bjé joð eins og hann kallar sig stundum heitir í raun heimir björnsson og er skáld sem rappar í hljómsveitinni skyttunum. heimir er maður með krullur miklar. hann heldur uppi áhugaverðu bloggi með sögum af sjálfum sér, vangaveltum um okkar guðs(?)voluðu tilveru og ljóðaframsetningu. homie er næs gaur (svöl að segja næs gaur) sem gerir grín að fólki í gipsi.
first impression: hahahaha. ekkert. hahahaha. einka. en eftir það: eitthvað svona smá feiminn gaur en mjög kúl áðí (svöl að segja kúl áðí).

hhelga
er geðveik. fyrra háið stendur fyrir hólmfríður, helga stendur fyrir helga og svo kemur sigurðardóttir. helga er rauðhærð og illa kúl áðí (svöl að segja kúl áðí). hún er sögubrjálæðíngur og arty farty gaur með maur fyrir gæludýr grín. hún leigir með þórunni, stóru systur akureyrskra vina okkar. hún er nýgengin í mh og feeeels it. grín. hún, andstætt mér, þolir ekki akureyri. sem er mesta vitleysa sem er til í heiminum.
first impression: man ekki vá svo langt síðan við kynntumst. eða þú veist. umm bara hyper manneskja sem gerði fátt annað (þátíð: gerði) en að slúðra um fólk. haha.

hlynur
íngólfsson eða hlynsi klikk, skyttumeðlimur og thug frá helvíti. akureyrskur fýr sem flutti til errvaffká í einhverjum asnalegum tilgangi. þrátt fyrir að búa á sama stað hittumst við aldrei nema á feitustu djömmunum á akureyri. hlynsi klikk er búinn að bjóða upp á alls konar skít í gegnum tíðina og einhvern daginn skal ég redda honum chick teiti, að eigin ósk.
first impression: man ekki. thugged out tsjillaður gaur sem tók upp eiginraddaráritun fyrir mömmu mína. skemmtilega flippaður.

korka
réttu nafni ragnheiður jónsdóttir, er kölluð korka af því að mamma hennar ætlaði að skíra hana melkorku en gerði það ekki og þegar korka var komin með ógeð af nafninu sínu tók hún upp korkunafnið. hún er víólusnillingur mikill og er ættuð úr svarfaðardal. mamma hennar var kynbomba í þröngum kjólum á sínum yngri árum, en korka er hippi. ég og korka skipulögðum rútuferð fyrir alla ma-inga á muse-tónleikana saman. feitt svalar (svöl að segja feitt svalar).
first impression: skrýtin stelpa!

mamma
það er ekkert hægt að lýsa mömmu sinni í einhverju svona rugli. mamma eignaðist barn mjög ung (mig) og skaddaðist illa af því (grín). hún er hress sem kegs, en ýmislegt hefur þó bjátað á hjá henni í gegnum tíðina. við fluttum saman til akureyrar fyrir tæpum fjórum árum síðan og þar slettist nú aðeins upp á vinskapinn hjá okkur mæðgum. við fluttum suður aftur núna í haust, í sitthvoru lagi þó; ég til pabba og hún með restinni af fjölskyldunni í kópavog. eftir að við komum til reykjavíkur þá höfum við náð ágætlega saman aftur. ef ég ætti að benda á ástæðu þess myndi ég líklega giska á að það væri vegna þess að við búum ekki lengur undir sama þaki. ég og móðir mín getum nefnilega auðvitað verið smá ósammála, eins og gengur og gerist hjá öllum mæðgum held ég. við erum báðar mjög þrjóskar og það getur því tekið smá tíma að flegsa móralinn (svöl að segja flegsa).
first impression: man það bara ekki. mjög kúl gaur auðvitað samt.

sigurlaug
sugarpool þórhallsdóttir. fyrrverandi ma-ingur, en þó ekki nema til eins árs. hún fór yfir í emmerr stúlkan sú arna. sigurlaug er mikið fyrir mat enda var hún metin inn í emmerr <- hahaha fyndið. jæja sugarpool skrifar líka afburðarljóð sem hægt er að nálgast á ljóð.is (linkur til hliðar).
first impression: busi með stór brjóst. noh.

ævar
þór benediktsson eða æbbi rebbi eins og hann er oft kallaður nei. ævar er einn af fyndnustu mönnum í heiminum. hann er upprennandi leikari og hefur þegar gert garðinn frægan í nokkrum emma leikritum. hann hefur hafið störf í þjóðleikshúsinu (ég held ég fari ekki með fleipur hér) sem leikmunavörður og er því nú þegar kominn inní bransann. góður ævar. ég og ævar áttum í smávægilegu stríði við sumarstörf okkar á hótel eddu. þar má nefna ævar að koma sér í gegnum þvottageymslugat til þess að bregða mér; ævar að láta eins og brjálaður morðingi hafi náð honum uppá háalofti (sem er lokað með stálhurð!); ég að laumast að ævari að klæða sig, þykjast blygðast mín, en draga þá upp vatnsbrúsann og sprauta á hann (feis) og fleiri prakkarastrik í líkingu við þessi. ævar er líka einn af mörgum mörgum mörgum mörgum (og svo framvegis) sem gert hafa grín að hlátri mínum og hláturmildi. auðvitað áttum við líka okkar vináttuaugnablik, færandi hvort öðru köku og svoleiðis.
thank you for ævar.
first impression: viðurstyggilega fyndni maður!


já ég nenni ekki að klára restina núna. ég er allavega búin með reykvísku akureyríngana.

takk fyrir þetta kegs.

sunnudagur, janúar 09, 2005

gærdagurinn var skemmtilegasti dagurinn í reykjavík síðan akureyrardvöl mín stóð yfir.

oh hann var pottþétt að smsast við hana á meðan ég var að rífast við hann.

þetta var smá innskot. "hvað ætli hún eigi við með þessu?" er kannski spurningin sem brennur á vörum allra eftir þetta innskot. hún fær að brenna áfram því ekki verð ég sú sem upplýsir fjöldann hinu sanna.

hann hófst á vakningu heima hjá sunnu djé.
honum lauk með skemmtilegasta samtali í geðveikt langan tíma við skemmtilegustu manneskju í geðveikt langan tíma.

þess á milli fór ég á laugarveginn með mömmu. við fórum á laugarveginn á laugardegi haha. mamma keypti fyrir mig geðveika skó. moon boots. vá. geðveikt. ég skipti tveimur jólagjöfum í geðveikt rakakrem og goody tooshoos (ég veit ekki hvernig þetta er skrifað) andlitsmaska. að lokum keypti ég mér silfurlitað belti sem ég var svo ógeðslega vitlaus að fara ekki með í galateitið síðar þennan dag, einnig keypti ég klút sem ég fór með í galateitið síðar þennan dag, en við komum nánar að því síðar.
í laugarvegsferðinni fór ég á kofann með mömmu. við gerðum óspart grín að því að engin skil eru á milli reyk og reyklausra borða.

ég ætlaði að ljúka bæjarferðinni með heimsókn til veika frænda míns (á meðan mamma fór og sótti restina af fjölskyldunni í kringluna og keyrði þau heim svo að hún gæti komið aftur og sótt mig (við erum nefnilega fleiri en sætin í bílnum okkar)) sem lét það fallega í ljós í gegnum símann viljandi að hann væri veikur með því að anda hratt inn og út um nefið og gera þannig ógeðslegt horhljóð. oj bara. en ég heimsótti hann ekki vegna þess að þegar ég dinglaði bjöllunni hans virtist hann hafa annaðhvort beilað á heimadvöl sinni eða farið í slakandi bað, vegna þess að hann hleypti mér ekki inn.
ég vafraði því um búðir eins og hálfviti undir því yfirskini að vera að skoða tilvonandi eignir, en með þann tilgang í huga að halda mér á lífi með því að halda mig innan veggja gráðugra fatageymslanna. það var nefnilega svolítið kalt úti.

eftir smá stopp heima hjá mömmu og coooo. fór ég til bjögga og tsjillaði þar með kúlusúkk og kók. sem er geðveikt dót. kúlusúkk er nefnilega besta nammi í heiminum. og kók er vanabindandi þannig að það er gott ef maður er fyrir svoleiðis.

haha ég var að líta yfir skjáinn og ég sá orðinu "kúk" bregða fyrir en fattaði svo að það var bara afmyndun augna minna á orðinu "kúlusúkk" hahaha.

jáh. gaman. ég var næstum því lent í árekstri. það var fíbbl sem passaði ekki hvað það (fíbblið) var að gera. ég var að keyra áfram og gaurinn beint á móti mér var að fara að beygja til vinstri yfir mína akrein og pældi ekki í því að ath hvort einhver væri á ferð sem ætti meiri rétt en hann og svínaði feitast á mig og brá svo mikið þegar ég bíbbaði feitt á hann að hann bremsaði á miðri götu, beint fyrir framan mig, sem jók líkurnar á árekstri. heimskasta fíbbl í öllum heiminum.

ég skipti um föt og gerði mig fönkí fyrir galateitið. sem var reyndar ekki rétt að gera því gala á að vera fínt en ekki fönkí en ég gerði mig samt fönkí. fönkí president.
hver er fönkí presideeent? (sagt eins og amma segir við barnabarnið sitt "hver er sætastuuur?" og brosir feitast).
you aaaaare *klípíkinnarogbrosafeitastogkyssamússímússí*.

ég var samt svo vitlaus að sleppa helvítis flotta nýja beltinu mínu. en ömurlega vitlaust af mér. ömurlegt. ég vildi að ég hefði notað það í gær. þetta var fullkomið tækifæri til þess. en ég notaði nýja klútinn minn og ég var í nýju múnbútsunum mínum. asnalegt að bæta íslenskum greini fyrir aftan múnbúts.

það var mjög gaman í leikfélagsteitinu með gala og vasaljósaþemað.
ég og tumi skemmtum okkur sérstaklega vel. meðal annars við að strjúka strák sem dó inni í herbergi. hahhaha svo ældi hann líka hahaha. ég elska fólk að æla hahahaha. æliæl. hahaha. haha. hahahah.

en ég var líka kitluð mjög mikið. það er það ömurlegasta sem er hægt að gera. það er kannski fyndið að gera það við aðra. en ekki mig. hahah ömurlegt.
ég segi bara: tumi gumi með lumi. og líka ómar gómar (HAHAHAHAHAH ÉG HEF ALDREI FATTAÐ ÞETTA UPPNEFNI ÁÐUR HAHAHAHAHA HAHAHA) með lómar. ómar kitlaði mig samt ekki í gær. en hann hefur gert það. en bjöggi kitlaði mig líka í gær. vá af hverju eru allir að kitla mig!? HAHAHAHA ÓMAR GÓMAR HAHAHHAA.

já ég tjáði mig líka aðeins of mikið um góða kímnigáfu tveggja manna í emmhá sem eru mjög fyndnir. þeim fannst það ekki kúl. en svona er þetta krakkar mínir. nöfn? það er svolítill heiður að fá nafnið sitt talið upp á blogginu mínu sem fyndnustu menn emmhá (allavega meðal þeirra).
en samtímis er það mismunum. nöfnin verða því látin liggja milli hluta. þið vitið hverjir þið eruð.

eftir the tate horfði ég á ósí heima hjá palla. modest mouse thank you very much for this program. ósí er besti þátturinn ohhh yeeaaahhh.

kvöldið endaði á besta samtali í geðveikt langan tíma við bestu manneskju í geðveikt langan tíma - eins og áður kom fram. útaf þessu samtali og innihaldi þess og manneskjunni sem tók þátt í því með mér er ég í ógeðslega góðu skapi í dag. það eina sem mögulega gæti bætt skapið mitt væri að vera á akureyri. en samt er ég ógeðslega hress.
takk semí. og ég er hætt með skotin sko. þetta er bara gælunafn manstu.

vá þú ert svo mikil hetja ef þú last alla leið híngað. vá. hörkutól. hörkutól ársins 2005. allavega híngað til. kannski kemur önnur tilnefning til hörkutóls ársins 2005. hver veit.
haha eins og það sé maður sem heitir hver og hann viti hvort það verði önnur tilnefning til hörkutóls ársins 2005.

oh hörkutól.

dreifið ástinni <- vá kúl.

kegs.

föstudagur, janúar 07, 2005

dagurinn í dag var betri en þessir á undan.
-ég fékk geðveikt ánægjulegt símtal í skólanum í dag.
-ég fór í frönsku til sigríðar önnu.
-ég hló alveg eitthvað.
-ég átti nokkur uppbyggileg og skemmtileg samtöl.
-ég fann húfuna mína.

æji sjitt en ömurlegt. planið var semsagt að telja upp geðveikt mikið af skemmtilegum hlutum sem áttu sér stað í dag - það gekk ekki sem skyldi því það gerðist ekkert margt skemmtilegt. en ömurlegt af því að það að vita að ekkert skemmtilegt skyldi hafa átt sér stað dregur skapið alveg niður um einhver örfá stig sko.

ömurlegu hlutirnir í dag:
-ég vaknaði þreytt (tilbreyting nei).
-heyrnatólin mín eru biluð svo að aðeins hægra hlustdótið virkar.
-ég gat því ekki hlustað á the dark side of the moon eins og hann hljómar í raun.
-strætóbílstjórinn minn ásakaði mig um svindl og henti mér út.
-ég þurfti því að labba í skólann.
-ég kom því seint í fyrsta íslensku tímann minn.
-ég fékk því ess í kladdann.
-mætíngareinkunnin mín er því strags búin að lækka.
-ég fór í félagsfræði til björns bergssonar.
-björn bergsson dissaði skoðun mína og hóps míns á ákveðnu máli en einskis annars.
-ég uppgötvaði að enskukennarinn minn er ekki góður kennari þótt hann (kennarinn er samt kvenkyns, en samkvæmt íslenskri málfræði er rétt að segja hann í þessu tilviki þar sem kennarinn er karlkyns orð) sé hress.
-ég týndi húfunni minni.
-ég þarf að labba úti í kuldanum.

jákvæð - ávalt.

vitið þið hvað er líka ávalt? hringur.

mig langar að ásmundur enskukennari í ma kenni mér ensku. hann er svo frábær gaur að því verður varla fyllilega lýst nema með því að kynnast honum. hann hefur alla kosti góðs kennara og góðrar persónu að bera.
hann er geðveikt skemmtilegur og hress gaur. hann er hnyttinn. hann er gamall og krúttlegur. hann er með mikla reynslu að baki. hann kennir ótrúlega vel. hann kennir manni hluti sem reynast manni vel þótt þeir séu ekki á námsáætluninni. hann kennir hluti þannig að maður man þá. hann er skilningsríkur. hann lætur mann langa til að standa sig vel hjá honum því hann á aðeins skilið að nemendur hans skili fyrirmyndarárangri - hann er svo góður kennari.

ég hef áður tileinkað ásmundi færslu á þessari síðu. hann er bara yfirnáttúrulega frábær gaur og góður kennari.

sigríður anna fær svona bráðum. sigríður anna er alveg brjálæðislega frábær. en hún kemst samt ekki alveg með tærnar á sama stað og ásmundur er með sínar tær (ég orða þetta svona því að oft er sagt að einhver komist ekki með tærnar þar sem annar hefur hælana - þetta er semsagt til að leggja áherslu á að sigríður anna kemst langt í spor ásmundar, en fyllir þau ekki alveg. enda er hún kvenmaður og kvenmenn oftar en ekki með minni lappir en karlmenn <- haha brandari).

vá blogg alveg losar spennu og sjitt.

ykkur sem undanfarið hafið hlustað á vælið í mér (þið vitið hver(jar aðalega) þið eruð) vil ég þakka innilega fyrir sem og biðjast afsökunar á tilefnislausu kvarti og kveini.
ég bý allavega á íslandi, þar sem pöddur og glæpir eru í lágmarki miðað við önnur lönd (ekki hlutfallslega) og þar sem rauðhært fólk býr og brúnhært og gólftuskulithært sem hulið hefur litinn með dökkum eða ljósum lit.
takk fyrir að vera til fólk.

breiðnefur (öðru nafni semí) kannski sérstaklega eða?

já ég er að pæla í að fara kannski að reyna að lesa eitthvað smá á bókasafninu eða eitthvað þannig. ójá þið lásuð rétt. hin skipulagða, vinnusama stefanía hefur tekið yfir hina gömlu ömurlegu stefaníu sem ekkert nennti að læra eða skrifa niður hvað hún átti að læra.
núna er ég bara eitthvað jóóó læraaaa jeeaaahhh en kúúúl. þetta kemur til af því að ég á ekki vini og þarf einhvern veginn að finna eitthvað til að hafa fyrir stafni.

ég kveð með orðunum:
eitt sinn verður ávalt aldrei nema stundum sé.

fimmtudagur, janúar 06, 2005

ég er nokkuð viss um að hið árlega skammdegisþunglyndi sé á toppnum þessa stundina.
með þessa stundina á ég við meira en einn dag. og tvo. og þrjá.

en skemmtilegt ef maður væri endalaust lífsglaður einstaklíngur sem missti engin tár og hataði ekki lífið.

helvítis.

á einhver tilfinningarslökkvara?

þriðjudagur, janúar 04, 2005

ég sakna.

dagurinn í dag er einn ömurlegasti dagur sem ég hef upplifað. æj ég veit ekki. allavega er hann búinn að vera frekar leiðinlegur og erfiður.

hann hófst með því að ég svaf yfir flugið mitt. en ég var heppin; það var ófært - ennþá.
ég vaknaði korter yfir tólf, panikaði því ég hefði þurft að vakna átta, opnaði essemmess frá flugfélaginu og sá að ég átti að mæta korter yfir eitt.
heppin.

þegar ég kom á flugvöllinn, korter yfir eitt, blasti við mér röð út á götu. við tók bið í fjögurtíuogfimm mínútur í röðinni úti þar til ég komst loksins inn í röðina þar. í þeirri röð beið ég í þrjátíu mínútur og var þá loks komin fremst. þegar ég var næst kallaði afgreiðslukonan:
"allir sem áttu bókað með 17:55 fluginu í gær, koma núna!"
ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum! fyrir mig þýddi þetta að fimmtán manns fóru fyrir framan mig! ég beið því í fimmtán mínútur í viðbót.
einn og hálfur tími af bið hingað til.
ég fékk loksins afgreiðslu og spurði flugþjóninn hvort hann ætti gluggasæti. hann svaraði því til að ég gæti fengið gluggasæti. ég gekk á brott með brottfararspjaldið og þegar ég leit á það stóð "sæti 3B". en ógeðslega ömurlega illa gert af þessum manni að segja við mig, eftir eins og hálfs klukkutíma bið, að ég gæti fengið gluggasæti, en láta mig fá gangssæti.
ég nennti ekki að gera vesen útaf þessu og vonaðist bara til þess að lenda við hliðina á indælli manneskju sem væri til í að skipta um sæti við mig.
eftir þetta beið ég brottfararsalnum í svona korter eftir því að kallað væri í flugvélina. í flugvélinni tók kona, sem var nokkurn veginn fremst í röðinni, sér svona fimm mínútur í að koma sér og barninu sínu fyrir og stíflaði þannig gangveginn. sem betur fer var ég framarlega svo að ég var allavega komin inn í flugvélina þegar röðin hætti að hreyfast úr stað vegna konunnar.
það var indæl manneskja við hliðina á mér sem leyfði mér að sitja við gluggann.
ég svaf mestmegnis út alla flugferðina á milli þess sem ég hóstaði úr mér lungunum, fékk mér einn tebolla og vaknaði við óp vegna ókyrrðar í lofti.
ég var komin heim klukkan hálffimm.

síðan ég kom heim er ég búin að hugsa um akureyri.
mig langar að vera þarna.
í rauða húsinu.
með yfirleitt skítuga en nú nýþrifna gólfið.
með skrítna rafmagnið.
með erfiða hurðarhúninn.
með kalda baðherbergisgólfið.
í rúminu sem kostaði hundrað kall.
með eggjabakkadýnuna sem kostaði fimm þúsundkall.

með rauða sem elskar magakossa.

tár.

ég verð fyndin síðar. ég er ekki í stuði.

mánudagur, janúar 03, 2005

jæja krakkar mínir.

svo virðist sem draumur minn um framlengda akureyrardvöl ætli að rætast. ég er nefnilega veðurteppt á akureyri.
ég elska akureyri og það er geðveikt að ég sé veðurteppt. meiri tími með semífólki (skot).

ég fór inná annað emmessenn en mitt áðan. og fór illa með manneskjuna sem átti það. eða allvega svona semí ílla. en ekkert sem ekki er hægt að bæta með svona fjórum orðum. -> þetta var steffý áðan.

ég hef séð mynd af typpi. hahahahahahaa.
tala ég of mikið undir rós? hahahahahaha.
afrískur halanegri.
(umm ekki eitthvað þú veist æji bla ég gæti alveg sagt grænn marsbúi eða íslenskur aríi með gólftuskulitað hár - en það er ekki jafn fyndið af því það var ekki sagt á augnablikinu sem var svona ógeðslega fyndið. þessi svigi er semsagt til að koma því á hreint að engin kynþáttamismunun eða -fyrirlitning er falin í umtali mínu um afrískan halanegra).

ég þoli ekki sofandi fólk. ég er upptekin manneskja sem þarf að fara í brynju og sitthvað fleira. ég hef ekki tíma fyrir svona felixa.

felixa er nýja orðið yfir vitleysínga. reyndar frekar feligsa.

núna ætla ég að hafa vakníngu.

kegs.

sunnudagur, janúar 02, 2005

já nína er komin með nýtt blogg sem hefur núll færslur að geyma hingað til.
það verður með öðru sniði.
en síðasta færslan hennar nínu er töffaraleg eins og hún sjálf svo ég ætla að leyfa þessum línk að standa nokkur augnablik í viðbót. en bæta hinum samt við. þótt það sé ekkert á þeirri síðu.

ég er ógeðslega glöð og mér líður ógeðslega vel. en ég kvíði ógeðslega mikið fyrir því að fara aftur suður. þar taka skyldur hversdagsleikans við aftur.
engin leti lengur. engir dagar sem innihalda enga hreyfingu nema að snúa sér yfir á hina hliðina eða til að skipta um disk. engin brynja. enginn ómar. engin björk. engin dagný.
ég ætlaði að halda þessari fólksupptalningu áfram en ég hætti við vegna þess að ég yrði svo lengi að því. svo fer það stundum þannig að ákveðnar persónur eru manni efst í huga eina sekúndu og maður gleymir að nefna hinar - en það þýðir samt ekki að manni þyki neitt minna vænt um þær manneskjur - þær gætu samt tekið því vitlaust. en kannski ég geri það samt.
engin inga. enginn guðjón. enginn stefán. enginn stefán. engin nína. enginn margeir. enginn arnar og ari. engin hildur. engin anna og enginn jón. enginn reginn. enginn sverrir. engin rakel og aníta. engin lísa. enginn logi. enginn kristján og skúli.

já þetta er svo sannarlega ömurlegt sakn.

ég lenti næstum því í árekstri í gær. ég var ekki að keyra. þetta var fyndið og þessu fylgdi ógeðslega fyndinn aulabrandari frá ógeðslega fyndnum manni.

jæja ég ætla að fara að leggjast meira. mig langar samt svo ógeðslega mikið í súkkulaði að mig langar ekki til að leggjast - mig langar til að labba uppí tíuellefu og kaupa nýja kúlusúkkið sem er svo gott að það slær öllu súkkulaði (sem er besta nammið) út í góðheitum.

en bæjóóó oh yeah. grín.

kegs.

laugardagur, janúar 01, 2005

jæja krakkar mínir. árið tvöþúsundogfimm er gengið í garð.

ég er sko á akureyri. þar sem allt verður bráðum undir vatni. -> vatnaeyri. nei grín.

það er búið að vera geðveikt gaman á akureyri. ohh yeeahhh akureyri rokkar feeeiiiittt. ohh yeeahhh. grín. það er sko gjiðvegt skemmtilegt að segja ohh yeah.

það var svo gaman í gær. í gær var gamlársdagur. í dag er nýársdagur. ég er búin að taka svo margar myndir það er gjiðvegt ég hlakka gjiðvegt til að framkalla þær.

hey takk fyrir kvöldir sætu akureyríngar. djömmum feeiiiiitt. grín. ókeyj bæj.
 

© Stefanía 2008