já nína er komin með nýtt blogg sem hefur núll færslur að geyma hingað til.
það verður með öðru sniði.
en síðasta færslan hennar nínu er töffaraleg eins og hún sjálf svo ég ætla að leyfa þessum línk að standa nokkur augnablik í viðbót. en bæta hinum samt við. þótt það sé ekkert á þeirri síðu.
ég er ógeðslega glöð og mér líður ógeðslega vel. en ég kvíði ógeðslega mikið fyrir því að fara aftur suður. þar taka skyldur hversdagsleikans við aftur.
engin leti lengur. engir dagar sem innihalda enga hreyfingu nema að snúa sér yfir á hina hliðina eða til að skipta um disk. engin brynja. enginn ómar. engin björk. engin dagný.
ég ætlaði að halda þessari fólksupptalningu áfram en ég hætti við vegna þess að ég yrði svo lengi að því. svo fer það stundum þannig að ákveðnar persónur eru manni efst í huga eina sekúndu og maður gleymir að nefna hinar - en það þýðir samt ekki að manni þyki neitt minna vænt um þær manneskjur - þær gætu samt tekið því vitlaust. en kannski ég geri það samt.
engin inga. enginn guðjón. enginn stefán. enginn stefán. engin nína. enginn margeir. enginn arnar og ari. engin hildur. engin anna og enginn jón. enginn reginn. enginn sverrir. engin rakel og aníta. engin lísa. enginn logi. enginn kristján og skúli.
já þetta er svo sannarlega ömurlegt sakn.
ég lenti næstum því í árekstri í gær. ég var ekki að keyra. þetta var fyndið og þessu fylgdi ógeðslega fyndinn aulabrandari frá ógeðslega fyndnum manni.
jæja ég ætla að fara að leggjast meira. mig langar samt svo ógeðslega mikið í súkkulaði að mig langar ekki til að leggjast - mig langar til að labba uppí tíuellefu og kaupa nýja kúlusúkkið sem er svo gott að það slær öllu súkkulaði (sem er besta nammið) út í góðheitum.
en bæjóóó oh yeah. grín.
kegs.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli