þriðjudagur, janúar 11, 2005

jæja. þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir með óþreyju:
lýsing á restinni af fólkinu á línkalistanum mínum. allavega "reykvískra-akureyrínga"-hlutanum. fyrir þá sem ekki fatta stendur það fyrir fólk sem er í raun akureyríngar, allavega í mínum augum, en hefur flust þaðan til reykjavíkur.

~reykvískir-akureyríngar~

bringunonni
eða jón heiðar túrbóson. nei grín. ég veit ekki hvað hann heitir fullu nafni en hann gengur undir mörgum gælunöfnum, þ.á.m. jón túrbó (af því hann er með túrbótyppi grín), bringunonni, heitapottsnonni, krulli o.s.frv.
ég man ekki hvar eða hvenær ég kynntist þessum sómadreng. jón er góður teitishaldari og hefur hann m.a. verið loðaður við feitasta heitapottsteiti á akureyri. uppúr því fékk ég líka gælunafnið heitapotts-steffa - sem ég er reyndar ekkert hottiepottie ánægð með, en maður getur ekki ráðið öllu.
johnny kann að fljúga og hann skuldar mér flug. hann gaf mér líka franskar um áramótin. það var geðveikt. takk jón.
first impression: sjúkt fyndinn og freðinn gaur.

gáfuðu krúttin
er gengi sem samanstendur af leyndum persónuleikum ákveðinna stúlka. á þessu bloggi brýst út brjálæðisleg gelgja sem segir omg og lol gjiðvegt oft og hefur bloggið heiti í samræmi við það. þessar stúlkur bera nöfnin:
bergþóra, björk, dagný, nína og steffý.
við sýnum hér sérlega frábæra hlið á okkur og við leggjum til að allar ungar meyjar fái sér eitt svona gelgjusprengjublogg. margar eru með svona nú þegar og reyndar ekki allar í gríni. en gegt lol.

heimir
bjé joð eins og hann kallar sig stundum heitir í raun heimir björnsson og er skáld sem rappar í hljómsveitinni skyttunum. heimir er maður með krullur miklar. hann heldur uppi áhugaverðu bloggi með sögum af sjálfum sér, vangaveltum um okkar guðs(?)voluðu tilveru og ljóðaframsetningu. homie er næs gaur (svöl að segja næs gaur) sem gerir grín að fólki í gipsi.
first impression: hahahaha. ekkert. hahahaha. einka. en eftir það: eitthvað svona smá feiminn gaur en mjög kúl áðí (svöl að segja kúl áðí).

hhelga
er geðveik. fyrra háið stendur fyrir hólmfríður, helga stendur fyrir helga og svo kemur sigurðardóttir. helga er rauðhærð og illa kúl áðí (svöl að segja kúl áðí). hún er sögubrjálæðíngur og arty farty gaur með maur fyrir gæludýr grín. hún leigir með þórunni, stóru systur akureyrskra vina okkar. hún er nýgengin í mh og feeeels it. grín. hún, andstætt mér, þolir ekki akureyri. sem er mesta vitleysa sem er til í heiminum.
first impression: man ekki vá svo langt síðan við kynntumst. eða þú veist. umm bara hyper manneskja sem gerði fátt annað (þátíð: gerði) en að slúðra um fólk. haha.

hlynur
íngólfsson eða hlynsi klikk, skyttumeðlimur og thug frá helvíti. akureyrskur fýr sem flutti til errvaffká í einhverjum asnalegum tilgangi. þrátt fyrir að búa á sama stað hittumst við aldrei nema á feitustu djömmunum á akureyri. hlynsi klikk er búinn að bjóða upp á alls konar skít í gegnum tíðina og einhvern daginn skal ég redda honum chick teiti, að eigin ósk.
first impression: man ekki. thugged out tsjillaður gaur sem tók upp eiginraddaráritun fyrir mömmu mína. skemmtilega flippaður.

korka
réttu nafni ragnheiður jónsdóttir, er kölluð korka af því að mamma hennar ætlaði að skíra hana melkorku en gerði það ekki og þegar korka var komin með ógeð af nafninu sínu tók hún upp korkunafnið. hún er víólusnillingur mikill og er ættuð úr svarfaðardal. mamma hennar var kynbomba í þröngum kjólum á sínum yngri árum, en korka er hippi. ég og korka skipulögðum rútuferð fyrir alla ma-inga á muse-tónleikana saman. feitt svalar (svöl að segja feitt svalar).
first impression: skrýtin stelpa!

mamma
það er ekkert hægt að lýsa mömmu sinni í einhverju svona rugli. mamma eignaðist barn mjög ung (mig) og skaddaðist illa af því (grín). hún er hress sem kegs, en ýmislegt hefur þó bjátað á hjá henni í gegnum tíðina. við fluttum saman til akureyrar fyrir tæpum fjórum árum síðan og þar slettist nú aðeins upp á vinskapinn hjá okkur mæðgum. við fluttum suður aftur núna í haust, í sitthvoru lagi þó; ég til pabba og hún með restinni af fjölskyldunni í kópavog. eftir að við komum til reykjavíkur þá höfum við náð ágætlega saman aftur. ef ég ætti að benda á ástæðu þess myndi ég líklega giska á að það væri vegna þess að við búum ekki lengur undir sama þaki. ég og móðir mín getum nefnilega auðvitað verið smá ósammála, eins og gengur og gerist hjá öllum mæðgum held ég. við erum báðar mjög þrjóskar og það getur því tekið smá tíma að flegsa móralinn (svöl að segja flegsa).
first impression: man það bara ekki. mjög kúl gaur auðvitað samt.

sigurlaug
sugarpool þórhallsdóttir. fyrrverandi ma-ingur, en þó ekki nema til eins árs. hún fór yfir í emmerr stúlkan sú arna. sigurlaug er mikið fyrir mat enda var hún metin inn í emmerr <- hahaha fyndið. jæja sugarpool skrifar líka afburðarljóð sem hægt er að nálgast á ljóð.is (linkur til hliðar).
first impression: busi með stór brjóst. noh.

ævar
þór benediktsson eða æbbi rebbi eins og hann er oft kallaður nei. ævar er einn af fyndnustu mönnum í heiminum. hann er upprennandi leikari og hefur þegar gert garðinn frægan í nokkrum emma leikritum. hann hefur hafið störf í þjóðleikshúsinu (ég held ég fari ekki með fleipur hér) sem leikmunavörður og er því nú þegar kominn inní bransann. góður ævar. ég og ævar áttum í smávægilegu stríði við sumarstörf okkar á hótel eddu. þar má nefna ævar að koma sér í gegnum þvottageymslugat til þess að bregða mér; ævar að láta eins og brjálaður morðingi hafi náð honum uppá háalofti (sem er lokað með stálhurð!); ég að laumast að ævari að klæða sig, þykjast blygðast mín, en draga þá upp vatnsbrúsann og sprauta á hann (feis) og fleiri prakkarastrik í líkingu við þessi. ævar er líka einn af mörgum mörgum mörgum mörgum (og svo framvegis) sem gert hafa grín að hlátri mínum og hláturmildi. auðvitað áttum við líka okkar vináttuaugnablik, færandi hvort öðru köku og svoleiðis.
thank you for ævar.
first impression: viðurstyggilega fyndni maður!


já ég nenni ekki að klára restina núna. ég er allavega búin með reykvísku akureyríngana.

takk fyrir þetta kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008