ég lenti í mjög skemmtilegu atviki í gær.
á akureyri, þegar maður er að keyra, þá athugar maður alltaf hvort maður þekki fólkið sem maður stoppar við hliðina á á ljósum og maður kíkir inní bíla sem keyra framhjá manni vegna þess að líkurnar eru auðvitað meiri en minni á að maður viti hver farþeginn eða ökumaðurinn er og geti jafnvel splæst veifi á liðið.
í reykjavík pæli ég ekki einu sinni í þessu. ég kannski lít inní næsta bíl til að athuga hvort þetta sé verðugur keppinautur í spyrnu (svöl) eða jafnvel bara augnayndi. líkurnar eru hverfandi á að maður þekki þann sem er í næsta bíl.
en í gær. þá gerðist hið nánast óhugsandi. ég keyrði við hliðina á bíl - sem ég var ekki mikið að pæla í - og rétt leit í áttina að honum.
viti menn! var það ekki bara heimir bje joð í farþegasætinu (ég sá ekki hver var að keyra). þetta fannst mér með eindæmum skemmtilegt.
þegar líkurnar eru litlar á að maður rekist á reykvíkíng sem maður þekkir á miklubrautinni, hversu ólíklegt er það þá að maður rekist á akureyríng í næsta bíl á miklubrautinni?
hahahaha. geðveikt.
já skemmtilegt.
já gaman.
mjög sniðugt.
undravert.
stórkostlegt.
takk fyrir.
ég hef ekki mikið meira að segja að svo stöddu. jú reyndar.
á morgun byrjar helgi letinnar. tveir sólarhringar í að flatmaga heima hjá mömmu gömlu. ekki það að hún sé gömul, maður tekur bara svona til orða sjáið til.
þetta á líka eftir að verða besti félagsskapur í heiminum.
ég hlakka ýkt krúttí lol mikið til omg. grín.
í kvöld fór ég á forsýníngu leikritsins "ég er ekki hommi".
umsögn: hahahahahahahahaha!
geðveikt fyndið sjó og g. helgason kom mér á óvart með breyttum karakter. það hefur verið við hann kennt, sjáið til, að skipta aldrei um karakter. þar gerði hann í kvöld. jájá alveg allavega soldið.
mér hefur nú samt alltaf fundist hann ágætlega fyndinn - en hvað finnst mér ekki fyndið? tjah, mér er spurn.
(ég veit samt alveg hellíng sem mér finnst ekki fyndið. jón gnarr er ekki eitt af því). hann og felli voru með bestu stundina okkar.
fó ríl.
nei já sýníngin var semsagt mjög fyndin. og það var ekkert bara ég sem hló. skilurðu.
okeyjbæjeðakegs.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli