dagurinn í dag var betri en þessir á undan.
-ég fékk geðveikt ánægjulegt símtal í skólanum í dag.
-ég fór í frönsku til sigríðar önnu.
-ég hló alveg eitthvað.
-ég átti nokkur uppbyggileg og skemmtileg samtöl.
-ég fann húfuna mína.
æji sjitt en ömurlegt. planið var semsagt að telja upp geðveikt mikið af skemmtilegum hlutum sem áttu sér stað í dag - það gekk ekki sem skyldi því það gerðist ekkert margt skemmtilegt. en ömurlegt af því að það að vita að ekkert skemmtilegt skyldi hafa átt sér stað dregur skapið alveg niður um einhver örfá stig sko.
ömurlegu hlutirnir í dag:
-ég vaknaði þreytt (tilbreyting nei).
-heyrnatólin mín eru biluð svo að aðeins hægra hlustdótið virkar.
-ég gat því ekki hlustað á the dark side of the moon eins og hann hljómar í raun.
-strætóbílstjórinn minn ásakaði mig um svindl og henti mér út.
-ég þurfti því að labba í skólann.
-ég kom því seint í fyrsta íslensku tímann minn.
-ég fékk því ess í kladdann.
-mætíngareinkunnin mín er því strags búin að lækka.
-ég fór í félagsfræði til björns bergssonar.
-björn bergsson dissaði skoðun mína og hóps míns á ákveðnu máli en einskis annars.
-ég uppgötvaði að enskukennarinn minn er ekki góður kennari þótt hann (kennarinn er samt kvenkyns, en samkvæmt íslenskri málfræði er rétt að segja hann í þessu tilviki þar sem kennarinn er karlkyns orð) sé hress.
-ég týndi húfunni minni.
-ég þarf að labba úti í kuldanum.
jákvæð - ávalt.
vitið þið hvað er líka ávalt? hringur.
mig langar að ásmundur enskukennari í ma kenni mér ensku. hann er svo frábær gaur að því verður varla fyllilega lýst nema með því að kynnast honum. hann hefur alla kosti góðs kennara og góðrar persónu að bera.
hann er geðveikt skemmtilegur og hress gaur. hann er hnyttinn. hann er gamall og krúttlegur. hann er með mikla reynslu að baki. hann kennir ótrúlega vel. hann kennir manni hluti sem reynast manni vel þótt þeir séu ekki á námsáætluninni. hann kennir hluti þannig að maður man þá. hann er skilningsríkur. hann lætur mann langa til að standa sig vel hjá honum því hann á aðeins skilið að nemendur hans skili fyrirmyndarárangri - hann er svo góður kennari.
ég hef áður tileinkað ásmundi færslu á þessari síðu. hann er bara yfirnáttúrulega frábær gaur og góður kennari.
sigríður anna fær svona bráðum. sigríður anna er alveg brjálæðislega frábær. en hún kemst samt ekki alveg með tærnar á sama stað og ásmundur er með sínar tær (ég orða þetta svona því að oft er sagt að einhver komist ekki með tærnar þar sem annar hefur hælana - þetta er semsagt til að leggja áherslu á að sigríður anna kemst langt í spor ásmundar, en fyllir þau ekki alveg. enda er hún kvenmaður og kvenmenn oftar en ekki með minni lappir en karlmenn <- haha brandari).
vá blogg alveg losar spennu og sjitt.
ykkur sem undanfarið hafið hlustað á vælið í mér (þið vitið hver(jar aðalega) þið eruð) vil ég þakka innilega fyrir sem og biðjast afsökunar á tilefnislausu kvarti og kveini.
ég bý allavega á íslandi, þar sem pöddur og glæpir eru í lágmarki miðað við önnur lönd (ekki hlutfallslega) og þar sem rauðhært fólk býr og brúnhært og gólftuskulithært sem hulið hefur litinn með dökkum eða ljósum lit.
takk fyrir að vera til fólk.
breiðnefur (öðru nafni semí) kannski sérstaklega eða?
já ég er að pæla í að fara kannski að reyna að lesa eitthvað smá á bókasafninu eða eitthvað þannig. ójá þið lásuð rétt. hin skipulagða, vinnusama stefanía hefur tekið yfir hina gömlu ömurlegu stefaníu sem ekkert nennti að læra eða skrifa niður hvað hún átti að læra.
núna er ég bara eitthvað jóóó læraaaa jeeaaahhh en kúúúl. þetta kemur til af því að ég á ekki vini og þarf einhvern veginn að finna eitthvað til að hafa fyrir stafni.
ég kveð með orðunum:
eitt sinn verður ávalt aldrei nema stundum sé.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli