sunnudagur, janúar 16, 2005

fyrst á dagskrá:
plebbalegt að kommenta ekki.

annað á dagskrá:
jæja nú komu línkarnir.

þriðja á dagskrá:
umsagnir:

ari
marteinsson. fimmtíu prósent tvíeyksins arnar og ari. ari er sá sem eftir er með sítt hár. hann á kærustu (sorrý stelpur) sem heitir nína (næstum því eins og núna og bara einum lyklaborðstakka frá). hún er hress. eins og hann. ari er fogsy ekki ladeh sem skellir brandara framan í mann endrum og eins. hann er einn þriggja í bandinu bólbræðrum sem er eðalhljómsveit. takk fyrir.
first impression: gaurinn sem x fannst getnaðarlegur. silent bob. kúláðí.

hildur
ploder. hreinskilnibrjálæðíngur. mjög hress fogseh ladeh. segir semsagt allt sem henni býr í brjósti. opin. á kærasta - sorrý fólk. já fólk af því hún er tvíkynhneigð. nei ég er að plata sko. en jæja. þú veist. hún er líka stundum svo hreinskilin að hún virðist vera pirruð - en er það samt kannski alls ekki. gaman að henni.
first impression: haha. stundum pirruð. hress.

inga
auðbjörg kristjánsdóttir. krullmundur. hún er leikfélagsstýra og leikkona. hress eins og kegs. í ákveðnari kantinum. thug auðvitað.
first impression: rola nei grín. gola nei grín. rolla nei grín. bara hress og ákveðin. sem hún er.

lísa
elísabet björk pétursdóttir. þokkalega góð áðí. sófinn lísa - sófinn. lísa átti besta bíl í heimi. rauður eðalvagn. núna á hún nýjan. já atburðirnir hafa hrannast upp hjá mér og lísu á þeim tíma sem við höfum þekkst og ýmislegt komið uppá. sjæse. lísa er mikið fyrir gömlu kallana. og slagsmál nei. en hún er villt eins og byltíng. takk fyrir.
first impression: fær sínu fram fram með sannfæríngarkrafti sem þekktist hjá eiginkonum á 6. áratugnum.

margeir
sigurðarson. many. geiri kreatín. holy moly. páfinn. rebbi. nei þetta er allt rugl sko. nema many og geiri kreatín. en hann er samt margklofinn persónuleiki, ég hef bara ekki vitneskjuna í að þylja þá alla upp. margeir er einn fyndinn gaur. fattaru? haha. snjór fattaru! - já af því snjór hvítur. fattaru? haha. mjög góður samtsjillari. artý gaur. jeah.
first impression: æji. fyndinn gaur sko.

okeyj bæj.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008