fimmtudagur, janúar 27, 2005

u já. ég fékk flensuna aftur. þessa skæðu sem er að myrða alheiminn. svarti dauði vol. II.
nei ekki satt.
en hún er ömurleg. ég er búin að fá hana áður. hvenær fékk ég hana síðast? já ég skal segja ykkur það.
síðast fékk ég hana fyrir tveimur vikum, fimmtudaginn áður en ég átti að fá helgargest. ótrúlega frábæran helgargest. þá varð ég illa fyrir barðinu á flensumeistaranum. það varð til þess að segsan mín skemmdist. ég veit samt ekki hvað segsa er. ég segi bara svona.
vá það er svo ömurlegt að vera svona mikið veik. ég hef alltaf verið þannig að ég er bara ónýt með nokkrar kommur. ónýt. mamma mín hin fagra getur vitnað um það. núna er ég sko næstum því með heilli gráðu meira en eðlilegt er samkvæmt rassamælinum góða. þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það hefur mikil áhrif á undirritaða. ég vona nú að þetta fari að lagast. ég var allra verst rétt fyrir kvöldmatarleytið en þó er ég slæm núna.

vá þetta er í þriðja sinn í mánuðinum sem ég blogga um veikindi mín. en sorglegt.

já semsagt ég er þvöl (því viðbrögð líkamans við of miklum hita - hvort sem hitinn er vegna átaka eða til að hraða ensímisvinnslu - er bara hreinlega að svitna til að kæla líkamann niður), ég er með rauðan nebba og auma húð í kríng (svokallað snýtunef), ég er með sokkin og glær og aum augu, ég er fáránlega nefmælt (krúttlegt eins og sumir orða það) og ég er stanslaust þurr í munninum af því ég get ekki andað með nefinu (ég vaknaði meira að segja oftar en einu sinni og oftar en tvisvar upp (og oftar en þrisvar og fjórum sinnum) við það í nótt og í dag, meðan á veikindasvefni mínum stóð, að eiga erfitt með að anda af því að munnurinn minn límdist saman sökum þurrleika (má einnig finna fyrir þessum þurrleika í mikilli þýnnku - og þeir sem stunda eiturlyf eiga það víst til að finna fyrir honum líka).

næs að vera svona. verý næs. já ég kláraði ekki söguna.
sami helgargesturinn og var á leiðinni þegar ég var svona veik síðast (fyrir tveimur vikum) en komst síðan ekki og ég þurfti að vera ein í veikindum mínum, kemur aftur núna.
vá og viti minn, hver er veikur?
já það er hún stefanía sem á von á helgargesti.
hann heitir gestur og er bara til um helgar - þess vegna er hann kallaður helgargestur.

grín.

jæja. ég er farin að vera veik. bæjó.
já og endilega tékkið á blog.central.is/omglol (linkur til hliðar: gáfuðu krúttin) - það er allt að verða vitlaust þar um þessar mundir vegna þess að þessi síða er svokallað grín hjá okkur - en alvöru gelgjurnar meika ekki grín. já ok. þið sjáið það þegar þið mætið þangað.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008