þriðjudagur, janúar 04, 2005

ég sakna.

dagurinn í dag er einn ömurlegasti dagur sem ég hef upplifað. æj ég veit ekki. allavega er hann búinn að vera frekar leiðinlegur og erfiður.

hann hófst með því að ég svaf yfir flugið mitt. en ég var heppin; það var ófært - ennþá.
ég vaknaði korter yfir tólf, panikaði því ég hefði þurft að vakna átta, opnaði essemmess frá flugfélaginu og sá að ég átti að mæta korter yfir eitt.
heppin.

þegar ég kom á flugvöllinn, korter yfir eitt, blasti við mér röð út á götu. við tók bið í fjögurtíuogfimm mínútur í röðinni úti þar til ég komst loksins inn í röðina þar. í þeirri röð beið ég í þrjátíu mínútur og var þá loks komin fremst. þegar ég var næst kallaði afgreiðslukonan:
"allir sem áttu bókað með 17:55 fluginu í gær, koma núna!"
ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum! fyrir mig þýddi þetta að fimmtán manns fóru fyrir framan mig! ég beið því í fimmtán mínútur í viðbót.
einn og hálfur tími af bið hingað til.
ég fékk loksins afgreiðslu og spurði flugþjóninn hvort hann ætti gluggasæti. hann svaraði því til að ég gæti fengið gluggasæti. ég gekk á brott með brottfararspjaldið og þegar ég leit á það stóð "sæti 3B". en ógeðslega ömurlega illa gert af þessum manni að segja við mig, eftir eins og hálfs klukkutíma bið, að ég gæti fengið gluggasæti, en láta mig fá gangssæti.
ég nennti ekki að gera vesen útaf þessu og vonaðist bara til þess að lenda við hliðina á indælli manneskju sem væri til í að skipta um sæti við mig.
eftir þetta beið ég brottfararsalnum í svona korter eftir því að kallað væri í flugvélina. í flugvélinni tók kona, sem var nokkurn veginn fremst í röðinni, sér svona fimm mínútur í að koma sér og barninu sínu fyrir og stíflaði þannig gangveginn. sem betur fer var ég framarlega svo að ég var allavega komin inn í flugvélina þegar röðin hætti að hreyfast úr stað vegna konunnar.
það var indæl manneskja við hliðina á mér sem leyfði mér að sitja við gluggann.
ég svaf mestmegnis út alla flugferðina á milli þess sem ég hóstaði úr mér lungunum, fékk mér einn tebolla og vaknaði við óp vegna ókyrrðar í lofti.
ég var komin heim klukkan hálffimm.

síðan ég kom heim er ég búin að hugsa um akureyri.
mig langar að vera þarna.
í rauða húsinu.
með yfirleitt skítuga en nú nýþrifna gólfið.
með skrítna rafmagnið.
með erfiða hurðarhúninn.
með kalda baðherbergisgólfið.
í rúminu sem kostaði hundrað kall.
með eggjabakkadýnuna sem kostaði fimm þúsundkall.

með rauða sem elskar magakossa.

tár.

ég verð fyndin síðar. ég er ekki í stuði.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008