áramót: ágætis afþreying.
árlegt fyllerí hjá hverjum einasta íbúa landsins eldri en 18 ára gamall. nema sigurði helga oddssyni auðvitað.
ég dvaldi hjá mömmu þessi áramót og ómar var þar með mér. dýnan var ágæt. davíð borðaði með okkur líka. (sumir vita ekki hver davíð er, óheppnir þeir).
mér fannst skaupið hreinlega fínt, þrátt fyrir almenna andstöðu gegn því áliti. fólk virðist vera með svo miklar kröfur til þess. það verður að gera sér grein fyrir því að skaupið er og verður í svipuðum flokki sjónvarpsefnis og júróvísjón - kannski aðeins hærra sett. björgvin franz var frábær í öllum sínum hlutverkum.
á miðnætti skutum við upp bombu og fórum svo inn og skáluðum í nýju kristalsglösin mín. það var svo gaman að það leið næstum því yfir mig (nei, samt gaman mjög).
eftir það týndust við ungviðin (ekki þau yngstu samt) út á lífið, öll í sína átt. í teitinu sem tók við af heimaverunni var ég fyllt rósavíni, bjór og skotum. stemning það. tók nokkrar myndir - þær munu einhvern daginn líta dagsins ljós.
á leið okkar niður í bæ var kastað upp í ökutækið. það var ansi fyndin og skemmtileg sjón. kannski sér í lagi þar sem mér finnst oft afar skondið að horfa á fólk æla. þetta var nú líka einstaklega tilþrifamikið uppkast, annað verður ekki sagt um það.
downtown-swing var skemmtó. dans og gleði einkenndu þá sveiflu. mér voru færðir drykkir í óðaönn af örlátum kærustum. þeim sömu (reyndar er hann bara einn) og gáfu mér gullkjólinn minn fína, áramótakjólinn. ég fékk mér eitur sem kallast sígaretta. ætli það hafi ekki aukið á timburmennina sem einkenndu nýársdag.
tilrauninni til að halda timburmennsku í lágmarki heppnaðist ekkert svo vel. sú tilraun var síðdegishamborgari á ameríska stílnum. og auðvitað ís.
*innskot*
en hvað það er sorglegt hvað yngsta fólkið hér í skólanum verður minna og óþroskaðra en þó meira málað og minna klætt með hverjum árgangnum sem kemur í skólann. það eru læti frammi á gangi í þessum skrifuðu orðum og það eru tímar. ég er hneyksluð!
*innskoti lokið*
ég flaug norður aftur 2. janúar með gríðarlegt magn yfirvigtar (farteskið var um 30 kíló eða svo). það er svona þegar maður á örláta vandamenn, jólagjafirnar voru einfaldlega svona fyrirferðarmiklar. jaaá.
öll hátíð ljóss og friðar, sem fer nú brátt að ljúka, einkenndist af leti, lestri og smá sjónvarpsglápi.
ég ætla að enda þessa færslu á frábærri mynd frá undirbúningi downtown-swing. sunna d. smellti einni góðri af mér þá stundina. þetta er besta (believe it or not (og hugsið ykkur þá hvernig hinar myndirnar eru)) myndin af mér frá áramótunum þar sem glæsileiki kjólsins og hálsmensins góða sést almennilega, og þó ekki einu sinni almennilega.
verið sæl.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli