Gærdagurinn var ótrúlega ljúfur. Ég eyddi meirihluta hans í að undirbúa mat eða færa öðrum hann. Byrjaði á ótrúlega þægilegum þriggja tíma vinnudegi með Jónasi og Sonju. Við vorum öll svo hress og kát að vinnan var svaka skemmtó - eins og hún er auðvitað alltaf samt you know.
Eftir vinnu fór ég strax að huga að matarklúbbnum Adios sem var haldinn heima hjá mér í gærkvöldi. Ég lagði kjúklingabringur í hunangs- og sítrónulög, bakaði dýrindis franska súkkulaðiköku, bjó til hollt og ótrúlega gott salad, skellti svo kjúllanum í ofninn og við átum allt saman. Mmm. Matseldin tók langan tíma en ómakið var þess virði.
Því miður var engin myndataka frá kvöldinu, eins sætar og við vorum!
Vegna gærdagsins ætla ég ekki að gera neitt í dag nema glápa á sjónvarpið og drekka trönuberjasafa. Það versta við þetta plan er að það er ekki neitt skemmtilegt í sjónvarpinu í dag og ég hef ekkert annað til að glápa á. Motherhellfokk. Uss ég sagði þetta ekki.
Það er margt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast. Það kvöld var próflokadjamm. Daginn eftir fékk ég einkunnirnar mínar. Daginn eftir það kom Harpa litla systir mín til mín. Hún er sætust í öllum heiminum og ég er mynd því til sönnunnar:
Vá hún er svo hress. Við fórum í Kjarnaskóg að skemmta okkur konunglega, borðuðum túnfisksamlokur og hittum lögguna - það virðist sem fleiri séu á ferli í Kjarna kl. 12 á hádegi á föstudegi heldur en svona saklausar stelpur eins og við Harpa. Við fórum líka í ræktina, ég pískaði henni samt ekki út, hún fékk að vera i barnalandinu.
Ég sakna hennar strax. Börn eru óendanlega gefandi. Hún er líka svo þægilegt barn. Bros.
Næsta færsla verður um framhaldsþætti sem koma á óvart og fólk sem svíkur annað fólk. Stay tuned.
Já og er að fara að setja inn myndirnar. Like now baby.
Alltílagibless.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli