fimmtudagur, janúar 05, 2006

nú er ég reið. já ég er hlessa. klessa. grín.
grín er ekki við hæfi.

við keyptum viftureim um daginn. það kom í ljós að hún passaði ekki í bílinn - of stór. við fórum þá með bílinn niður á bsa og sögðum þeim frá tilfellinu. okkur fannst ekki sanngjarnt að vegna þeirra mistaka þyrftum við að borga meira en við hefðum þurft ef við hefðum upprunalega fengið rétta reim, svo við spurðum hvort við þyrftum nokkuð að borga. okkur var svarað neitandi.

ossojá!

svo kem ég niður eftir að sækja bílinn og þá rukka þeir mig 3000 krónur fyrir vinnu og 2000 fyrir viftureim! hvað er það? ef þeir hefðu sagt okkur í fyrsta lagi að þeir ætluðu að rukka okkur fyrir að skipta um þessa blessuðu viftureim hefðum við (eða ómar) gert það sjálf! en ekki pungað út helvítis þrjú þúsund krónum fyrir eitthvað kjaftæði.

ég veit ekki hvort ég á að reyna að lækka verðið hjá þessum köllum með þessum rökum, þ.e.a.s. að við hefðum að sjálfsögðu ekki látið þá skipta um viftureim hefðum við vitað að þeir ætluðu, þrátt fyrir fyrri orð, að rukka okkur.

hvað finnst lesendum?

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008