miðvikudagur, janúar 18, 2006

já góðir lesendur. ég tók línurnar í burtu í nokkra daga til að þið gætuð hjálpað mér að ákveða hvort ég á að hafa borders eða ekki. thank you very much.

já og þið sem kunnið eitthvað á þetta, af hverju er archives hjá mér ennþá grátt? síðast þegar ég breytti litnum á blogginu mínu þá lagaðist það sjálfkrafa eftir smátíma.
grái liturinn er #999999 og ég óska eftir fólki í að finna út hvert vandamálið er. ég finn hvergi gráa litinn í html-kóðanum. you try.

oj nördið ég. er ekki töff að vera nörd annars? ég er líka að blogga svo mikið um útlitið á síðunni minni að ég veit ekki lengur hvað ég heiti. nú skal ég hætta því.

eftir þetta:
nei grín.

nú á ég tvö af sex prófum eftir. landafræði á föstudaginn og sálfræði á mánudaginn. lalala. ég er svakaleg í sjálfsaganum. einhver verður að kenna mér sjálfsagann til þess að setjast niður og læra. ég á erfitt með það.

vá ég er svo ógeðslega svöng að ég veit ekki heldur hvað ég heiti útaf því. ég er að fara að borða soðnar kjötbollur með káli og kartöflustöppu. mmmmm. ómar var svo duglegur að elda í kvöld :) krúttrassgatið ha.

ég skal sko segja ykkur það að erfiðasta ákvörðunin mín á hverjum einasta degi er að ákveða hvað er í matinn! ég þoooli ekki að ákveða hvað ég á að borða í kvöldmat. vá það er svo erfitt. do you feel my pain? anyone? það er svo leiðinlegt að ákveða hvað maður á að borða þegar allt sem manni dettur í hug tekur a.m.k. 40 mínútur. kannski ekki allt, en flest. það þarf að hafa fyrir flestum mat. nema pantaðri pizzu (sem fyrir vikið kostar þá mikla fjármuni), pylsum og samlokum. mig langar nánast aldrei í samloku - komin með smá ógeð af brauði - og ég er alveg að fá ógeð af pylsum. fæ náttúrulega aldrei ógeð af greifapizzum. greifinn is the place to be krakkar.

jæja, ég kveð í bili.

vil fá álit á blogginu á borders ef þið vilduð vera svo væn :) ossotakkogbless.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008