fimmtudagur, janúar 12, 2006
sýnum vilja í verki. endilega skrifið undir þetta. lokað verður fyrir skráningu undirskrifta á morgun, föstudaginn 13. janúar, kl. 11:00.
að öðru.
fyrsta prófið búið. lala. næsta próf á morgun. ég ætla að eisa heimspeki. no doubt. mig langar það í það minnsta. mig langar það fyrir mig og fyrir sigurð ólafsson. hann er kominn í top three teachers dálkinn, ásamt ásmundi, fyrrum enskukennara ma og sigríði önnu, frönskukennara í mh.
það eru svo margir kennarar sem ég ber ómælda virðingu fyrir. ef ég verð kennari þá vona ég að mér takist að vera svoleiðis kennari. kennari sem tekst að hvetja nemendur sína það mikið áfram að þá langar ekki aðeins til að standa sig fyrir sig sjálfa, heldur líka fyrir kennarann.
þetta var án efa einn af skemmtilegustu áföngum sem ég hef verið í. einn af. sér í lagi seinni hlutinn; rökfræði og siðfræði.
vá hvað ég er að blogga um leiðinlegt. ég held það sé bannað með lögum í bloggheiminum að segja að bloggfærsla af eigin höndum sé leiðinleg. ef það er það ekki þá ætti það að vera það. er það ekki?
ég verð að koma með tilvitnun í einn háfleygasta texta sem ég hef lesið hingað til:
"Spurningar um skyldleika fræðigreina og þar með um það hvort kenningar þeirra séu sambærilegar eða ekki, eru öðru fremur spurningar um það hvort þau svið veruleikans sem fengist er við séu af sama tagi, eða m.ö.o. hvort lögmál og ástæður hlutanna, sem kenningarnar kveða á um, séu sams konar eða mjög svipuð. Lúta e.t.v. öll svið veruleikans sömu meginlögmálum? Eiga þá lögmál allra vísinda að vera í aðalatriðum eins eða af sama tagi?"
-Páll Skúlason, fyrrum háskólarektor.
uu já. skiljið þið ekki? nei? furðulegt.
mig dreymdi ótrúlega skrýtinn draum í nótt. mig dreymdi að pabbi hefði ákveðið að ég ætti að gifta mig á morgun (nú tala ég út frá deginum sem er í draumnum (sem er einmitt fimmtudagurinn sem líður)), föstudag. ég kom að honum að hanna brúðarkjólinn minn. vá svo skrýtið.
fyrst var ég ótrúlega glöð og hamingjusöm, svo gerði ég mér grein fyrir því að það væri fáránlegt að gifta sig nítján ára. ég brjálaðist við pabba og flúði til frakklands.
í frakklandi var fullt af fólki með mér, sem var samt eiginlega ekki með mér. mamma, rebekka og harpa litlu systur mínar voru t.d. þarna; ómar og vinir hans voru þarna; og einhver annar hópur af fólki sem ég man ekki hver var. ég verslaði fullt, en var skyndilega orðin ólétt, ekki með bumbu samt, ég vissi bara að ég væri ólétt.
allt í einu var ég svo komin heim til íslands og var nýbúin að gifta mig. ég var að labba út úr kirkjunni með ómari og það var verið að kasta hrísgrjónum á okkur. svo skildust leiðir okkar ómars. ég fór með mömmu og stellu frænku að gera mig klára fyrir myndatökuna, en ómar fór bara heim að bíða á meðan.
á leiðinni í myndatökuna keyrði bíllinn sem ég var í útaf, ofan í á eða sjó eða eitthvað þess háttar. brúðarkjóllinn minn skemmdist og ég komst ekki í myndatökuna og auðvitað ekki í veisluna heldur.
vakn.
ullabjakk! boðar ekki gott? ég trúi nú svosem voðalega lítið á drauma, en það gefur mér yfirleitt ugg að dreyma eitthvað slæmt.
jæja. farin að lesa heimspeki. verið sæl.
ps. ég hef verið að hugleiða að aflétta reglunni um að engir stórir stafir skuli vera ritaðir á bloggið mitt. þ.e.a.s. ekki í upphafi orða eða nafnorða. ég tók fyrsta skrefið í þessari færslu þegar ég gerði stóra stafi þar sem við átti í tilvitnuninni. (vá hvað tilvitnuninni er fyndið orð).
bless.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli