föstudagur, janúar 13, 2006

jájájájá. heimspekiprófið búið. mikið svakalega var þetta sanngjarnt og skemmtilegt próf. ummjá. ekki kaldhæðni - í alvörunni. enda góður kennari.

núna þarf ég að byrja að læra sálfræði. fimmtíu sentímetra þykk bók um sálfræði, á erlendu fræðimáli. that will be awesome to tha max. en ég hef þó allavega helgi til að læra þetta. það er af hinu góða. hversu mikið ég mun nýta þann tíma er hins vegar spurning.

mig langar að horfa á quentin tarantino csi þáttinn. eða þættina. en ómerkilegt. ég er með ritstíflu. það er pottþétt útaf því að sumir SUMIR eru að glápa á skjáinn hjá mér á meðan ég er að blogga. þetta er sambærilegt því að strákar geta ekki pissað ef einhver er að horfa á þá. þetta er ekki alhæfing, þess skal getið. ég er viss um að margir strákar geta pissað þegar það er verið að horfa á þá. ég er meira að segja viss um að margir af þeim strákum sem geta ekki pissað þegar það er verið að horfa á þá, geta það stundum.
flókið? of flókið fyrir ykkur? bömmer. töffari.

ég lenti samt í því í dag að vera á almenningsklósetti sem er bara svona skilrúmslokað og það var vandræðalegt. eða ekki beint vandræðalegt, bara óþægilegt. ég hef aldrei (svo að ég muni eftir) lent í því áður að það hafi verið þannig. en í dag var ekki ókunnug manneskja og heldur ekki manneskja sem ég þekki vel á næsta bás, og ég átti hreinlega erfitt með að pissa.

hmh. merkilegt? sannarlega.


stefán þór var að tala um á blogginu sínu um daginn að hann hugsaði stundum í bloggum. ég man þá tíð þegar ég hugsaði í bloggum. eða ég hugsaði kannski ekki beint í bloggum, en allt merkilegt sem ég lenti í (mismerkilegt þó) olli því að ég hugsaði með mér "vá, ég get bloggað um þetta. þetta verður fyndið blogg." eða eitthvað í líkingu við það.

ég hlakka til að fá einkunnirnar mínar. ég skil ekki af hverju ég hlakka alltaf til að fá þær.

NOTE to all: ÉG hlakka til! ekki mig hlakkar til eða mér hlakkar til heldur ÉG hlakka til.

ég er orðin svo þreytt á þessari málvillu. er ég asnaleg að vera þreytt á þessari málvillu? menntasnobb? tjah ég veit ekki. mér finnst allavega ógeðslega pirrandi að fólk sem hefur heyrt, and i quote: "þessa gömlu tuggu svo oft", geti ekki notað þessa sögn rétt ennþá. á tvítugs- og jafnvel þrítugsaldri! hvað er það?!

já nei allavega, ég skil ekki af hverju ég hlakka alltaf til að fá einkunnirnar mínar. það er ekki eins og mér gangi það vel að ég hlakki til þess að sjá frábærar einkunnir. ég geri mér alltaf grein fyrir því að þær verði annars flokks einkunnir. samt hlakka ég til.

jæja, ég held að það sé komið nóg í bili. (en kjánalegt að segja jæja).

bless blogg. og allir sem lesa það.

ps. 32.044 manns skrifuðu undir áskorunina á ritstjórn DV að endurskoða ritstjórnarstefnu sína. það eru rúmlega tíu prósent þjóðarinnar. það þykir mér ágætt miðað við það að svona helmingur þjóðarinnar kann ekki á internetið. bros.

bless.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008