mánudagur, janúar 16, 2006

jæja þá.

ég lóg til hérna. ég held ég hafi aldrei gengið í gegnum prófatíð án þess að breyta blogginu mínu á einhvern hátt. það er alltaf jafn sérdeilis skemmtilegt. veij.

gúbbídúbbídú. hahahaha hann er svo fyndinn! (getið hver).

ég er í alvöru að horfa á laguna beach og skemmta mér konunglega. ég tek samt fram að gaurinn sem ég var að tala um að væri svo fyndinn var ekki í laguna beach. hann er þó í sjónvarpinu (auglýsingum).
aftur að laguna beach. ég vorkenni jessicu. hún á kærasta sem er ömurlegur. ömurlegur. og lætur hana líta út sem tuðandi fýlupoka, sem ég er viss um að hún er ekki. ég er hins vegar viss um að hann er skítur. helvítis.
ég trúi ekki að ég sé að gera þetta en hér er smá saga úr þættinum til að sanna mál mitt:
jason (vondi kærasti jessicu) var að tala við vin sinn og vinur hans spurði hvort hann væri hrifinn af annarri stelpu.
jason: "yeah. poor jessica." svo glotti hann! moððörfokkör. það sem gerir þetta væntanlega verra er að þetta er víst raunveruleikasjónvarp (að einhverju marki væntanlega. ég trúi ekki að fólk sé svona í alvörunni).

að öðru. ég er orðin photoshop pro. neibb. en ég kann smá á fótósjopp. það er awesome. og þökk sé photoshop þá gerði ég minn eigin banner.
hér er samt upprunalega og ótrúlega artí en um leið skondna myndin sem ég notaði í bannergerðina:





og þegar ég var að skoða myndirnar frá sama kvöldi (freyjulundur04) rakst ég á ananas-stefán. þessi mynd er ógó skemmtileg og verður að fylgja (kannski líka bara af því að nú kann ég að setja myndir á bloggið mitt og finnst það skemmtilegt og er að missa mig í því (kannski líka af því ég er búin að hátjéemmella svo mikið í kvöld að ég get ekki hætt)):





hahaha.

jesindídíó.

annars er það að frétta að ómar keypti sér teinótt jakkaföt um dagana. þau eru megahot. jeah. grín. þau eru samt voðavoðaflott og fara vel við spariskóna sem ég gaf honum í jólagjöf. sniðug ég.

nú ætla ég að fara að lesa smá. björk ég er loksins að lesa alkemistann. hann hefur runnið nokkuð vel í gegn á þeim tíma sem ég hef til að lesa hana. skólabækurnar eru nefnilega að taka frá mér mikinn tíma þessa dagana.

alltílagibless.

nei já eitt enn. ef fólk vildi vera svo vænt að ímynda sér bloggið án borders (ljósu línurnar sem skipta heddernum, færslunum og linkunum í glugga) og segja mér svo hvort það væri vænlegra? ég get ekki ákveðið mig.

og ps. gamladótið á ekki að vera grátt ef það er svoleiðis ennþá. það lagast. allt í góðu. jájájá.

ossobless.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008