mánudagur, janúar 23, 2006

Titill?

Haha. Hver heitir Bob Loblaw!? Það er ógeðslega fyndið nafn.

Ég kláraði síðasta prófið mitt í dag. Eftir það var veisla skipulögð úti í sveit veij.
Ég er kjánalega þreytt, svaf sjáið til, aðeins í um klukkustund eða tvær (held ég ? ef ég sofnaði þá eitthvað (stundum er maður ekki viss hvort maður hafi sofnað ? sérstaklega ef maður er að lesa fyrir próf liggjandi í stofusófanum)). Þrátt fyrir það kom ég útúr prófinu hressari en eitursnákur. Ég var komin á varaorkuna (það var Reginn sem kenndi mér merkingu þessa orðs á einhverjum vökunætrum okkar í thekúlpíboltsjill).
Svo lagðist ég uppí rúm og þreytan var ekki lengi að hellast yfir mig, sérstaklega eftir að ég byrjaði lestur á formála Meistarans og Margarítu. En leiðinlegur formáli.

Einn, tveir og langþráður svefn, þó ekki lengri en þrír klukkutímar. Fullt af slefi með þessum svefn.

Það er svo óþægilegt þegar maður vaknar, ákveður samt að sofa lengur en er búinn að slefa út koddann sinn. Það krefst þess að finna þurran blett á koddanum, breyta jafnvel um stellingu og fleira, sem veldur því að maður er jafnvel orðin glaðvakandi.

Nú er ég vöknuð og ætla að fara að gera mig klára fyrir Outer-Wike. Allir memm og allir að borga Ara aleiguna sína og rúmlega það (eins og ég).

Samúð mína fá þeir sem eiga enn einhver próf eftir.

Einkunnir inn á morgun. Gleði. Vonandi gengur mér a.m.k. eins vel og ég hélt, helst betur.

Pirringur dagsins: Hvert hverfa peningar? Gleypir jörðin þá bara? Helvítis.
Lag prófatíðarinnar og lengi eftir það: Joanna Newsome ? This Side of the Blue.

Er að spá í að láta mynd fylgja, uppá gamnið.





Ég ætla að vera svona hress í kvöld. Ohræt giggidí giggidí giggidí! (eins og Quagmire segði það).

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008