sunnudagur, janúar 15, 2006

kom mér loksins í það að bæta linknum hans guddamagg við linkalistann minn. hann er einn af gullmolunum í heiminum. ég þekki þá nokkra. ég þekki líka nokkruð eitruð epli, en ég ætla ekki að eyða neinum tíma né orku í að tala um þau.

próf í sálfræði eftir þrjátíu og fimm klukkustundir. jebbillídúddillí.

þessi bók er svo mikil blekking! það tók mig klukkutíma að lesa 7 bls í dag! (ég er búin að lesa fleiri en sjö bls af þeim sem ég á að lesa, en á einni klst í dag las ég sjö). hvað er það? eðlilegt? nei því trúi ég ekki. ég á núna eftir að lesa samtals 95 bls, eða svo. kannski rétt rúmlega. will i pull it off? það vona ég.

ég er að berjast við að ákeða hvort ég ætti að reyna að lesa smá núna eða hvort ég ætti að fara að sofa og reyna að vakna fyrir hádegi, for once.
mér finnst samt eiginlega betra kerfi að læra fram á nótt en að vakna snemma. af einhverjum ástæðum held ég alltaf betri einbeitingu á næturnar en á morgnana og daginn. málið er líka bara að ég á hreinlega óendanlega erfitt með að vakna, hvenær sólarhrings sem er. það er svolítið vandamál.

eitt áramótaheitanna minna var meira að segja að vakna fyrr. bæði í þeirri merkingu að vakna fyrr en korteri-hálftíma áður en ég á að mæta í skóla eða vinnu (vinnu þá væntanlega bara á sumrin) og gefa mér meiri tíma í að vakna og borða og svona, í stað þess að þurfa að gera allt í snatri og rjúka svo út. einnig í þeirri merkingu að sofa ekki alltaf fram eftir degi þegar enginn skóli er eða vinna.

jæja. sofa eða læra. kemur í ljós.

bless.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008