Það er svo margt sem ég ætlaði að segja í þessari færslu. Ég man samt ekkert af því nema það sem ég skrifaði í síðustu færslu að ég ætlaði að skrifa í þessari færslu.
Ég er á Karó og sit á efri hæðinni á borðinu sem er lengst frá útihurðinni uppi og lengst frá stigan
Já, tölvan dó og ég er komin á neðri hæðina í innstungu og netsamband. Þetta skemmir tilgang síðustu efnisgreinar. Hún átti að fjalla um það að staðsetning mín innan Karólínu gerði það að verkum að ég næði ekki netsambandi og væri að blogga í Word. Jæjah. Ég er samt ennþá að blogga í Word.
Vá, netið er farið aftur. Frábært.
Jæja já.
Framhaldsþættir sem koma á óvart.
Ótrúlega merkilegt umræðuefni. Ég eyddi sumsé þriðjudeginum í að vera heima og glápa á sjónvarpið. Það er mjög vonlaust þegar maður hefur ákveðið að glápa á tíbbann en það er ekkert í honum. Þá flakkar maður á milli rása þar til það skásta er fundið. Það gerði ég allan þriðjudaginn og það skásta allan þriðjudaginn var stöð tvö, sennilega vegna þess að hinar stöðvarnar varpa Alþingi eða tónlistarmyndböndum þar til fimm eða sex á daginn.
Dagskrá stöðvar tvö þennan þriðjudag var troðfull af óheillandi framhaldsþáttum sem ég hafði engan áhuga á að horfa á, enda horfði ég á þá með tölvuskjáinn uppi og annað augað á honum. Þrátt fyrir þetta datt ég inní hvern og einn einasta framhaldsþátt og hafði virkilega gaman að söguþræðinum.
Boðskapur sögunnar er að allt er áhugavert ef ekkert annað býðst.
Fólk sem svíkur annað fólk.
Mér finnst hræsnarar ótrúlega leiðinlegir.
*innskot*
Þessi málsgrein minnir mig á það hvað mér finnst pirrandi þegar fólk segir: ?Mér finnast þessir svona.? Vá svo rangt sko. Mér er eintöluorð og sagnorðið sem fylgir því er það að sjálfsögðu líka þrátt fyrir að andlagið eða sagnfyllingin sé fleirtöluorð! Já, þessi kennsla á skilið upphrópunarmerki.
*innskoti lokið*
*innskot#2*
Ómari finnst ég asnaleg að vera með málfræðikennslu á blogginu mínu. Mér finnst það geðveikt töff. Það sýnir hvað ég er klár. Ég er að grínast. Smá.
*innskoti#2 lokið*
Já mér finnst semsagt leiðinlegt þegar fólk segir að það sé einhvern veginn og þoli ekki hins veginn fólk, en svo er það sjálft hins veginn. Ég er sjálf alveg ábyggilega þannig, en ég er samt orðin þreytt á því. Fólk er alltaf að tala um að það á móti þessu og þoli ekki þetta en tekur svo ótrúlega mikið þátt í straumnum sjálft. Bla.
Þetta er einstaklega algengt með smáborgarahátt Akureyrarbæjar.
Vá hvað ég er á hálum ís að ræða þetta á blogginu mínu. Ég held ég ætli að hætta því núna. Það getur nefnilega verið hættulegt að ræða persónulega hluti og persónulegar skoðanir á blogginu sínu, þrátt fyrir að það sé það sem blogg snýst um.
Ég biðst innilega velvirðingar á myndaskortinum. Það er bara allt í fokki með svona myndaminnkunardót. Myndirnar sem ég á eru hver og ein u.þ.b. 1.3 mb og ég vil meira svona hafa þau undir 50 kb a.m.k. Hoho, helling af skammstöfunum.
Já, ég reyndi sumsé tvö forrit til að minnka myndirnar mínar, heila möppu í senn. Það seinna virkaði. Þá komst ég að því að myndasíðan er of flókin fyrir mína tæknikunnáttu, eins mikil og hún er.
Ætli þetta
Vá ég var að fatta eitt! Ég elska að fatta hluti. Það sem ég fattaði er hinsvegar svo ómerkilegt að það er ekki frásögufærandi.
Ég ætla að vera ógeðslega dugleg á þessari önn og leggja mig alla fram í öllum áfangunum. Meira að segja lífsleikni. Jess.
Ég er komin með Sjálfstætt fólk og ætla að lesa hana í annað sinn og skemmta mér konunglega. Ég er líka komin með Sölku Völku og ætla að lesa hana loksins í fyrsta sinn.
Ég kveð að sinni. Gott færsl? (Arnar).
Alltílagiblesskrakkarmínir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli