sunnudagur, maí 01, 2005

vá hvað ég er södd.
það er alltaf morgunmatur með allri fjölskyldunni á sunnudögum um hádegi. pabbi (eða einhver annar úr fjölskyldunni, ég held að ég hafi aldrei gert það samt) fer út í bakarí og kaupir brauð - hollt og gott auðvitað, ekkert fransbrauð - og smá bakkelsi fylgir.

í dag bað ég pabba sérstaklega að kaupa ekkert óhollt vegna þess að ég er í megrun, eins og hver önnur unglingsstúlka. megrunin hefur þó ekki farið betur en svo að undanfarna daga hef ég borðað nammi fyrir allt árið (nei bara svona svipað magn og sá sem er ekki í megrun - ég var bara að ýkja sjáið til), þess vegna ætlaði ég ekki að borða bakkelsi í dag.
en pabbi neitaði og sagði að ég gæti bara haldið aftur af mér og hann myndi ekki kaupa mikið.

hvað tekur stefanía þá til bragðs? jú, fær sér bakkelsi. ekkert mikið en þó eitthvað. nýbúin að háma í sig kaffi, appelsínudjús með klaka og mikið magn af brauði með alls kyns góðgæti á. þar má helst nefna pestó, hummus og döðlumauk, egg, gúrku, lifrakæfu og sultu og svo mætti lengi telja (nei ekki svo mikið lengur, það er nú ekki mikið eftir til að telja upp).

jæja. þá er það bara hópferð á klósettið að æla.
nei þetta var nú grín - fyrir þá sem föttuðu það ekki (fyrir þá sem föttuðu það var þetta ekki grín (nei þetta var annað grín, ég var að gera grín að þessu orðalagi að eitthvað sé grín fyrir þá sem ekki fatta)).

en heyrðu krakkar. ég er í prófatíð. þá má maður borða eins mikið nammi og maður getur í sig látið. oj.

já kegs kannski bara.

péss. ég vil afsaka það að í einni efnisgreininni (paragraph fyrir þá sem tala ekki íslensku (grín eins og einhver sem talar ekki íslensku lesi bloggið mitt fattarðu)) talaði ég um sjálfa mig í þriðju persónu. það er eitt það ömurlegasta sem hægt er að gera. ég bið forláts.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008