af einhverjum ástæðum ólgar innan í mér pirringurinn. ég veit ekki af hverju.
mig grunar samt að upphaf pirringsins hafi verið við kvöldverðarborðið; rökræður um kostgæfni akureyrar.
að sjálfsögðu var ég hliðholl akureyri.
í fyrsta skipti (af mörgum sem þessi umræða hefur litið dagsins ljós á mínu heimili) var annar akureyringur (alvöru akureyringur, ég er bara gervi, bara innflytjandi) sem studdi mínar röksemdir og kom jafnvel með fleiri, akureyri til stuðnings. það var mjög gaman. þessi akureyringur er meira að segja komin yfir sjötugsaldur. þess vegna var það einstaklega skemmtilegt.
fljótlega hófust umræður um vegaframkvæmdir landsins, nánar tiltekið gangnagerð milli siglufjarðar og ólafsfjarðar.
kosningaloforð sjálfstæðisflokksins.
skipulögð mótmæli meðlimar.
skipulagður sigur sjálfstæðisflokksins.
paranoja?
maður spyr sig.
ef það er paranoja þá er það allavega ekki mín paranoja...
(vá... púnktar. ég geri ekki oft marga púnkta í röð lengur. nú þegar er ég búin að gera það tvisvar í þessari færslu).
staða tunglsins gæti reyndar spilað stórt hlutverk í þessum pirringi.
það sem gæti lagað pirringin minn núna:
-sól.
-að vera búin í prófunum.
-að vera á akureyri.
-að vera ein heima og geta blastað hevví hressandi tónlist og flippdansað við hana.
-napoleon dynamite.
-að vera komin
vá ég seivaði þetta sem draft klukkan 20.43 og þá var ég virkilega pirruð.
núna er ég geðveikt glöð og kát. þökk sé akureyring og afmælisbarni.
því miður hef ég ekki hugmynd um hvert framhaldið af síðasta púnktinum um gleðjandi efni átti að vera. sorrý.
ég þori varla að hætta mér fram því þá kannski missi ég gleðina niður aftur.
jæja ég ætla ekki að láta símtalið sitja á hakanum lengur, bara fyrir bloggaðdáendur. afmælisbörn ganga fyrir.
kegs.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli