miðvikudagur, maí 04, 2005

já þið lásuð rétt. það er komin ný færsla.

vá hvað mér er kalt á puttunum. ég get varla skrifað. og það er sko engin ástæða fyrir því eða neitt þannig. ég var ekkert úti eða að halda á klakaboxi eða neitt. ég er bara svona hvít og sums staðar blá. ég er meira að segja með svokallaðan nippusting og allt.

ég man eftir ragnheiði dönskukennaranum mínum í emma. hún var alltaf með nippusting. og það voru alltaf allir að tala um það.
hún er líka kölluð bíbí og hefur alltaf verið kölluð það. fullorðinn maður sem ég átti einu sinni orð við ræddi þennan kennara við mig sem bíbí. það var mjög skondið.
hún henti mér líka einu sinni út úr stofunni og skellti hurðinni á eftir mér af því að ég var að borða skyr í tíma.
kannski líkaði henni sérstaklega illa við skyr, ég veit ekki.
hún er búin vera svo lengi við kennslu í emma að hún kenndi hinum dönskukennaranum sem kennir við emma. haha. hversu úrelt er það. hún er líka pínu úrelt.

hvernig beygir maður úreltur? ég var að fletta þessu orði upp og það eina sem kemur í ljós er að maður "úreldist" og maður er "úreltur". það kemur hvergi fram hvað kona er í þessari stöðu. en kjánó.

sums staðar er líka pínu kjánó. maður gæti haldið að það ætti að vera sum staðar. en neibb. það væri þá rangt. ha.

vá ég elska íslenska málfræði og stafsetningu.
íslenska er awesome to tha max tungumál.

kaldhæðnislegt að tala um hversu frábær íslenska sé en hrósa henni á ensku. bjagaðri ensku meira að segja.

mér er aftur farið að finnast gaman að feitletra fullt af tilgangslausum orðum.

já ég var líka að breyta linkunum. gamli línkurinn hans ómars og gamli línkurinn hans heimis fengu að fjúka og olga sigþórsdóttir fékk línk.
auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. þannig virkar bloggheimurinn krakkar. ef einhver hefur sett þig á línkalistann er vanvirðing að endurgjalda honum það ekki með því sama. þess vegna var ég snör í snúningum (ekki svo reyndar) og skellti einum á ollmund.
en þegar ég var að gera línkinn fyrir olgu sigþórsdóttur þá fattaði ég af hverju olga m.c. kallar sig olgu emmsé hahaha! af því hún heitir olga margrét celia. ekki af því að hún er með mc grín. ég fattaði þetta sumsé vegna þess að ef tveir heita það sama á línkalistanum mínum aðgreini ég þá oftast með fyrsta stafnum í næsta nafni.
gott stefanía.
nú og þá má nefna að ég breytti uppröðuninni smávegis. það eru komin toppblogg á svæðið krakkar. ég held ég fari bráðum að breyta þessu eitthvað meira. það er nefnilega að koma sumar og þá hefur maður ekkert að gera nema blogga. engin skóli sjáið til.

lagið:
beck - diskobox
djöfull er diskobox awesome to tha max lag.



ég eitra fyrir umheiminum
en það er allt í lagi
því umheimurinn eitrar fyrir mér
og öllum öðrum

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008