fimmtudagur, maí 05, 2005

ég var að pæla í fatastílnum mínum.
auðvitað hefur tískan alltaf einhver áhrif á fatavalið á hverju tímabili. það er samt svo skrýtið að sumir vita alltaf hvað er mest inn og svona hverju sinni og kaupa sér alltaf boli og buxur og skó í takt við það. láta jafnvel ekki sjá sig í neinu sem fæst ekki í einhverjum hátískubúðum á þeim tíma.
mér finnst það kjánalegt.
ég kaupi mér oft eitthvað sem er löngu löngu komið úr tísku og hefur kannski aldrei verið neitt sérstaklega mikið í tísku heldur bara svona í áttina að því sem þykir flott.
ég var svona að pæla í þessu núna af því að í dag keypti ég mér pils sem mér fannst mjög flott en samt ekkert eitthvað æpandi sérstakt. bara mjög praktíst, fínt og mér fannst það flott.

já ég veit ekki alveg hvernig þetta kemur út allt saman en vonandi skiljast þessar pælingar.

en ólíkt mér að blogga um eitthvað svona. jæja. þannig er það þá.

ég ætla að fara að sálfræðast. próf númer tvö er á morgun.
búin með stærðfræði. það gekk svona upp og ofan. kemur allt í ljós síðar meir.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008