sunnudagur, maí 08, 2005

ég elska birtuna um svona fimmleytið á vornóttum. þá líður mér aldrei eins og það sé nótt og mér finnst eins og ég geti vakað að eilífu og ekkert slæmt sé til í heiminum.

væmið? mér er alveg sama.

undanfarið hef ég verið að velta mér uppúr vanlíðan stelpu sem var einu sinni mikið í lífi mínu. mér finnst mjög leiðinlegt að henni líði svona illa en ég veit ekki hvort það sé við hæfi að ég hringi í hana og bjóði fram hjálp mína - þar sem við höfum lítið talað saman undanfarið.
ég efast um að þú fattir ekki hver þú ert. þú veist þá allavega að hugur minn liggur hjá þér.

væmið? mér er alveg sama.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008