laugardagur, maí 21, 2005

ómar og björk útskrifuðust í dag. ásamt fleirum. en þau líka.
ég fór í útskriftarveisluna hennar bjarkar í dag og ég borðaði sikk mikið. sikkmikið. brauðréttur mömmu bjarkar er ógeðslega góður og hann er í öllum veislum sem eru haldnar heima hjá björk. það er eina ástæðan fyrir því að ég kem í þær.

björk var ótrúlega sæt í dag. eins og alltaf reyndar.
hún setti fullt af myndum úr veislunni hingað og hérna sést hvað hún var mikil fínalína.

augnablik veislunnar:
-"...og hann steig inn!"
-"kvenkyns ungbarn er eins og úrbeinaður kvenmaður"
-"ég hélt þú værir vampíra eða eitthvað!"
-"nú eigið þið að fara, gestirnir eru að fara"
-"hver gerir snákinn? björk gerir snákinn! hver gerir snákinn? við gerum snákinn!"
-"flestum líkar illa við að koma við piss, mér líkar egstra illa við það"

you had to be there...

ég, inga vala, olga og dagný höfum verið að endurnýja kynni okkar á undanförnum dögum. þess þurfti vegna kærastaeigna sumra og reykjavíkurbúsetu sumra. það er búið að vera virkilega frábært. allir kátir. smá tilfinningaflæði í gangi.

á einum af þessum fundum okkar (já, í gær þegar við hittumst til þess að horfa á ungfrú ísland og borða nammi) spáði inga vala fyrir mér. ég fékk ógeðslega ömurlega spá, svo ég lét gera aðra spá. hún var nánast eins.
en ógeðslegt.

yfir höfuð trúi ég ekki á svona spár - ég hef reyndar aldrei farið til alvöru spákonu sem segir eitthvað marktækt (fyrirgefðu inga mín) - en þegar maður fær tvær ömurlegar spár í röð þá einhvern veginn síjast þær inn og allt sem gerist í lífi manns tengir maður við þessar spár. virkilega óþægilegt.

ég færði stebba aftur upp. uppá hæðir.

jæja. ég ætla að fara að djamma feitt tvöþúsundogeitt.
nei reyndar ekki. en kannski samt.

sakni mamma og pabbi og sunnur og sigrún og anna og allir...
væmið? mér er alveg sama.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008