þriðjudagur, desember 14, 2004

tilgangslausa staðreynd dagsins (takk bjöggi):
það er gjiðvegt bragð af piparkökum ef maður er nýbúinn að borða gulrót.

björk er komin með nýtt blogg. jeah. á blogger. grasagarðurinn. það er kominn nýr línkur á hana hjá mér.

ég kláraði fyrra heimspekiverkefnið mitt í gærkvöldi skástrik gærnótt. svo ætlaði ég að vakna snemma til að klára hitt. en ég vaknaði ekki. (það kemur ekkert meira, sagan er búin).

vá mig langar svo í súkkulaði. ég er með króníska löngun í súkkulaði. ég vildi að það væri til súkkulaðiland (hehe súkkulaðiland minnir mig á hland, sem er fyndið haha). þá ég myndi ég búa þar. þá myndi ég samt verða feit. en húsið mitt væri bara baðhúsið. þá alltaf þegar ég kæmi heim gæti ég ræktað líkama minn en þegar ég færi út fyrir hússins dyr væri allt úr súkkulaði og ég gæti alltaf borðað súkkulaði.

kúlu-súkk-ulaði er líka rosalega gott. eiginlega besta súkkulaði í heiminum. sem þýðir besta nammi í heiminum af því að súkkulaði er besta nammi í heiminum og ef að kúlusúkk er besta súkkulaðið þá er kúlusúkk besta nammið í heiminum.
sérstaklega nýja kúlusúkkið. nammi nammi. það er með svona súkkulaði inní líka. ég mæli með því. það fæst í sjoppunni í suðurveri - þar sem nammið er alltaf á 50 prósent afslætti. (ég fékk fimm milljónir fyrir þessa auglýsingu (nei)).

heyrðu ókeyj bæj eða kegs.

mér líður asnalega að skrifa þessa setningu með bilum. þess vegna geri ég þetta:

ókeyjbæjeðakegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008