miðvikudagur, desember 01, 2004

sjitt hvað ég er þreytt.
þriggja tíma svefn er alltaf jafn frábær.
hann gerist títt í prófatíð.
ég blogga títt í prófatíð.

ég vildi að ég væri manneskja sem skilar ritgerðum á réttum tíma.
ég vildi líka að ég gæti búið á akureyri og reykjavík á sama tíma.
það myndi virka þannig að það væru göng (svipuð og göngin í playstation leiknum sem ég man ekki hvað heitir sem er með tasmaníuskollanum sem hoppar í gegnum bláan hring og er þá kominn í borðið sem hann ætlar að keppa í) sem ég þyrfti bara að ganga skástrik keyra í gegnum og þá væri ég komin í hinn bæinn.
en svona er bara ekki lífið krakkar mínir, því miður.

annars er ég núna að drekka heitt nescafé og það er mjög svo gott. ég setti líka smá sykur útí *púkaglott* (tileinkað björk og gömlu góðu prófatíðunum með henni).
ég vona að kaffið veki heilasellurnar. þær eru ekki alveg uppá sitt besta eins og er.
þær eru það sofandi enn að ég fallbeygði þrír svona áðan:
"þrír
um þrír
frá þrjá
til bíddu hvernig var nú aftur þrír í eignarfalli?"

þetta er ekki lygi. fyrir óskarpa lesendur verða þrír nú fallbeygðir:
þrír
um þrjá
frá þremur
til þriggja.

djöfull er þetta annars gott kaffi (ú gottkaffi? húhú (emmháíngarskilja))

okeyjbæjeðakegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008