jólin eru komin.
jólin komu í gær klukkan segs. þá var ég að klæða mig.
þá borðaði ég jólamat með mömmu minni, stjúppabba mínum, litlu systur minni, litlu systur minni og litlu systur minni. mjög góður matur.
hey ég var að fá essemmess ég ætla að skoða það.
gleðileg jól-essemmess.
ég er ekki í stuði til að vera fyndin. ég var að byrja að lesa karitas án titils eftir kristínu marju baldursdóttur sem skrifaði mávahlátur.
mávahlátur er ein uppáhaldsbókin mín. ég hef ekki enn séð myndina.
karitas lofar líka góðu.
kristín skrifar mjög skemmtilega - i myle with it (ég mæli með henni).
oj ógeðslegt konfekt! oj.
mér finnst kúkabrandarar ennþá fyndnir.
einu sinni var ég alltaf með kúkabrandara. þá var ég svona sautján ára. núna er ég átján ára. svo byrjuðu allir aðrir að vera með kúkabrandara með mér - sérstaklega dagný.
érað kúúka, kúka mat (sungið við "érað eeeelda, elda mat"). <- þetta er til dæmis ágætlega fyndinn brandari.
og líka:
-hvað ertu að fara að gera?
-ég er að fara að kúka.
-já ok. en eftir það?
-þá ætla ég að kúka.
-já ok. ætlarðu að kúka í allan dag?
-nei svo ætla ég að borða kúk.
-já ok. hey við kúkumst.
-já bæjó kúkur.
[innskot: HAHAHAHAHAHA ég er að prófarkalesa færsluna og ég hló svo mikið þegar ég las þennan brandara HAHAHAHAHAH hann er ógeðslega fyndinn hahaha eins gott þið kunnið að meta hann. hahahaha. hahahahahaha. haha.]
það er mjööög klassískt að kalla alla kúk. og klepra líka. orðabókaskilgreining á orðinu klepri er skítaklessa.
ég hef sjaldan hlegið jafnmikið og þegar ég las það. klepri er besta orð í öllum heiminum.
munið það.
ég veit ekki af hverju kúkahúmorinn hætti hjá mér. dagný var sérlega iðin við að hjálpa mér við að halda honum uppi því vegna þess að hún umgekkst mig mjög mikið á þessum tíma og þá fannst henni kúkabrandarar mjög fyndnir líka og við töluðum eiginlega allan daginn um kúk og klepra.
en samt náttúrulega töluðum við ekki um kúk. heldur bara skutum orðinu kúkur inní allt.
húmorinn hætti samt náttúrulega ekki. það er ekki hægt að finnast kúkabrandarar ekki fyndnir. það voru bara brandararnir sem hættu. en ekki veit ég hvers vegna.
ég byrja ábyggilega aftur á þessu núna. það gengur samt eiginlega ekki að stunda kúkahúmorinn í gríð og erg án þess að hafa manneskju sér við hlið - það fatta nefnilega ekki allir kúkahúmorinn og stundum gæti fólk haldið að ég sé í alvörunni að kúka þegar það spyr mig hvað ég sé að gera og ég segist vera að kúka. þess vegna verður að vera manneskja sem hlær að bröndurunum svo að fólk fatti að það séu brandarar. það má ekki bara vera ég. það er ekki jafn gaman heldur.
dagný ég sakna þín.
fyrirgefðu hvað ég var leiðinleg á emmessenn. <- ekki leiðinlegt að fá opinbera saknaðaryfirlýsingu og afsökunarbeiðni. (ég var samt ekki leiðinleg við hana skiljiði - bara dauf í dampinn - sem er svo leiðinlegt).
jæja. bless kúkalabbar. HAHAHA ég var búin að gleyma hvað þetta orð er fyndið hahahahahaHAHAHAHAHAHAHA. hahahhaa. hahaha.
já akureyringar mega búast við mikið af kúkahúmor frá 27. desember til 3. janúar því kúkabrandararnir eru komnir aftur.
HAHA. kúkur. hhahahah. kúkur. hahahaha. kúkur. HAHAHA.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli