laugardagur, desember 04, 2004

"kallinn tók bara áttatíu í bekk í dag *stoltglott*"
-pabbi um sjálfan sig.

hahahahahahaha!

hér kemur nýr línkur á málefnalega og hnyttna síðu:
steinunn póló
ég veit samt ekki alveg fyrir hvað póló stendur. ég væri ekkert á móti því að komast að því.

en víkjum nú sögunni aftur að mér og minni tilveru <- það er skemmtilegasta umræðuefni í heiminum, þ.e.a.s. ég.

þetta var grín.

ég er að hugsa.
er það hættulegt (að ég sé að hugsa)?
er vanvirðing að hrista rykið úr gólfmottum fram af svölunum hjá sér ef það þýðir að rykið lendir á svölum fólksins fyrir neðan?
eiga jólalög rétt á sér í nóvember? (nei)
er sóðalegt að geyma rúmteppið sitt á gólfinu?
er wacked sjitt thugged out að sofa ennþá með bangsa sem heitir skippý þegar maður er átján ára?
er ég búin að eyða óskynsamlega miklum pening í ekkert skynsamlegt?
er vaselín smitandi?
á ég bloggafmæli eftir sunnudagsmiðnættið? (já)

þetta var listi yfir pælíngar undanfarinna klukkutíma (sumt bjó ég samt bara til núna (eins og með vaselínið - það er bara brandari)). sorrý að ég svaraði sumum fyrir ykkur. mér finnst bara mikilvægt að allir fatti að sumar spurningar eiga sér bara eitt svar.

ég vil þakka björk fyrir gott kvöld í gær. það er svo geðveikt þegar maður er inní kyrrstæðum bíl sem er ekki í gangi og móðan safnast innan á rúðurnar þar til fólk sem á leið hjá grunar (ranglega?) hvað sé í gangi inní bílnum.

æji sko.
það er svo oh.
mig langar svo að fá alla tónlistina sem ég átti á gömlu tölvunni minni. *tár*
þegar ég flutti suður þá auðvitað tóku mamma mín og stjúppabbi tölvuna. svona tveimur mánuðum síðar hóf ég umræðu um lögin á tölvunni og þá kom í ljós að nokkrum dögum áður en ég hóf þá umræðu eyddu þau lögunum útaf!
það var svo mikill bömmer að ég veit ekki hvað ég heiti. (ég veit það samt - ég heiti stefanía - maður tekur bara svona til orða).
það var miklu meiri bömmer heldur en ef þau hefðu eytt lögunum útaf um leið og ég hefði flutt, en af því að þau gerðu það bara rétt áður en ég minntist á þetta þá mættu hugsanir í kollinn á mér eins og:
"oh af hverju í andskotanum gat ég ekki hunskast til að nefna þetta fyrr?"
og jafnvel (sem er kannski óréttmæt hugsun):
"oh ég vildi að þau hefðu spurt mig fyrst."

seinni var samt ekki sko í jafn miklu magni. eiginlega bara engu magni. og seinni var líka ekki jafn illa meint útí þau eins og fyrri útí mig.

en jæja. svona er bara lífið.

ég er búin að ákveða jólagjafir handa mínum nánustu.
vitið það, að þið fáið ekki dýrar gjafir. það er sökum fjárskorts. sorrý! (sagt með svona tón eins ég hafi verið ásökuð um eitthvað og sé í geðveikri vörn).

ótrúlegt hvað það er mun auðveldara að gefa öðrum ráð og skilja ekki hví þeir geta ekki fylgt þeim eftir heldur en það er að gefa sjálfum sér ráð eða fylgja annarra manna ráðum.
ég vildi að skynsemin gæti ráðið mun meiru, ef maður vildi.
væri lífið þá kannski bara dead boring shoot me in the head thank you very much (bergþóra)?
maður spyr sig.

nú kveð ég að sinni með einu stykki meðmælum:
það er drama í gangi hjá gáfuðu krúttunum á http://blog.central.is/omglol
mæli meððí.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008